Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nytjaplöntur framtíðarinnar
Fréttir 3. febrúar 2015

Nytjaplöntur framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að gera tilraunir með ræktun um eitt hundrað nytjaplantna sem þekktar eru meðal ýmissa ættbálka og þjóðflokka í Afríku en ekki í almennri ræktun.

Í Afríku er að finna fjölda nytjaplantna sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum og margar þeirra eru einungir ræktaðar á afmörkuðum svæðum og því lítið vitað um gildi þeirra.

Rannsóknarstofnun í nytja­plöntum í Kenía hefur hleypt af stokkunum verkefni sem felst í að rækta um eitt hundrað þessara plantna með það í huga að kann gildi þeirra sem nytjaplöntur í stórum stíl í framtíðinni.

Meðal tegunda sem verið er að prófa er lítt þekktar tegundir af maís, hveiti og hrísgrjónum auk apabrauðstrés, köngulóaplöntu og  tegundar sem kallast amarant. Allar þessar tegundir hafa lengi verið nytjaplöntur innfæddra en lítill gaumur gefinn í tæknivæddum landbúnaði.

Tilgangurinn með ræktuninni er að finna næringarríkar tegundir og framrækta þær áfram til aukinnar ræktunar. Rannsóknin er hluti af sístækkandi verkefni sem kallast Crops for the Future eða nytjaplöntur framtíðarinnar og er í samstarfi innfæddra, gróðurnytja og mannfræðinga.

Skylt efni: framtíðin | nytjaplöntur

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum
Fréttir 17. október 2024

Enn reynt að fá leyfi til veiða á ágangsfuglum

Fimm þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks hafa lagt fram þingsályktuna...