Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nytjaplöntur framtíðarinnar
Fréttir 3. febrúar 2015

Nytjaplöntur framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að gera tilraunir með ræktun um eitt hundrað nytjaplantna sem þekktar eru meðal ýmissa ættbálka og þjóðflokka í Afríku en ekki í almennri ræktun.

Í Afríku er að finna fjölda nytjaplantna sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum og margar þeirra eru einungir ræktaðar á afmörkuðum svæðum og því lítið vitað um gildi þeirra.

Rannsóknarstofnun í nytja­plöntum í Kenía hefur hleypt af stokkunum verkefni sem felst í að rækta um eitt hundrað þessara plantna með það í huga að kann gildi þeirra sem nytjaplöntur í stórum stíl í framtíðinni.

Meðal tegunda sem verið er að prófa er lítt þekktar tegundir af maís, hveiti og hrísgrjónum auk apabrauðstrés, köngulóaplöntu og  tegundar sem kallast amarant. Allar þessar tegundir hafa lengi verið nytjaplöntur innfæddra en lítill gaumur gefinn í tæknivæddum landbúnaði.

Tilgangurinn með ræktuninni er að finna næringarríkar tegundir og framrækta þær áfram til aukinnar ræktunar. Rannsóknin er hluti af sístækkandi verkefni sem kallast Crops for the Future eða nytjaplöntur framtíðarinnar og er í samstarfi innfæddra, gróðurnytja og mannfræðinga.

Skylt efni: framtíðin | nytjaplöntur

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...