Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Nytjaplöntur framtíðarinnar
Fréttir 3. febrúar 2015

Nytjaplöntur framtíðarinnar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verið er að gera tilraunir með ræktun um eitt hundrað nytjaplantna sem þekktar eru meðal ýmissa ættbálka og þjóðflokka í Afríku en ekki í almennri ræktun.

Í Afríku er að finna fjölda nytjaplantna sem ekki þekkjast annars staðar í heiminum og margar þeirra eru einungir ræktaðar á afmörkuðum svæðum og því lítið vitað um gildi þeirra.

Rannsóknarstofnun í nytja­plöntum í Kenía hefur hleypt af stokkunum verkefni sem felst í að rækta um eitt hundrað þessara plantna með það í huga að kann gildi þeirra sem nytjaplöntur í stórum stíl í framtíðinni.

Meðal tegunda sem verið er að prófa er lítt þekktar tegundir af maís, hveiti og hrísgrjónum auk apabrauðstrés, köngulóaplöntu og  tegundar sem kallast amarant. Allar þessar tegundir hafa lengi verið nytjaplöntur innfæddra en lítill gaumur gefinn í tæknivæddum landbúnaði.

Tilgangurinn með ræktuninni er að finna næringarríkar tegundir og framrækta þær áfram til aukinnar ræktunar. Rannsóknin er hluti af sístækkandi verkefni sem kallast Crops for the Future eða nytjaplöntur framtíðarinnar og er í samstarfi innfæddra, gróðurnytja og mannfræðinga.

Skylt efni: framtíðin | nytjaplöntur

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...