Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Nýta „vanskapaðar“ matjurtir
Fréttir 29. október 2015

Nýta „vanskapaðar“ matjurtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök á Spáni sem kallast Espigoladors og hafa að markmiði að aðstoða þá sem minna mega sín í samfélaginu hafa fengið til liðs við sig sjálfboðaliða sem safna ávöxtum og grænmeti sem ekki er talið hafa rétta lögun til að fara á markað.

Á hverju ári leggst til gríðarlegt magn af plöntuafurðum í landbúnaði sem ekki er sett á markað vegna þess að lögun þeirra er ekki talin markaðsvæn. Neytendur hafa verið vandir á að agúrkur, gulrætur, kartöflur og epli, svo dæmi séu tekin, eigi að hafa ákveðna staðlaða lögun og mikil vinna hefur verið lögð í kynbætur til að svo sé. Hér er því um eins konar útlitsdýrkun á matjurtum að ræða.

Á Spáni er talið að um 7,7 milljón tonn af matjurtum sé hent á ári vegna þess að þær standast ekki kröfur um útlit þrátt fyrir að vera fullkomlega í lagi að öðru leyti.

Umrædd samtök á Spáni telja rétt að nýta matjurtirnar þrátt fyrir útlitsgallann og hafa fengið leyfi margra framleiðenda til að fara inn á akra þeirra og safna grænmeti og fá gefins það sem fellur frá í gróðurhúsaframleiðslu. Matjurtunum er síðan dreift til fólks sem á erfitt með að ná endum saman. 

Skylt efni: Matjurtir | matarsóun

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...