Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýta „vanskapaðar“ matjurtir
Fréttir 29. október 2015

Nýta „vanskapaðar“ matjurtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök á Spáni sem kallast Espigoladors og hafa að markmiði að aðstoða þá sem minna mega sín í samfélaginu hafa fengið til liðs við sig sjálfboðaliða sem safna ávöxtum og grænmeti sem ekki er talið hafa rétta lögun til að fara á markað.

Á hverju ári leggst til gríðarlegt magn af plöntuafurðum í landbúnaði sem ekki er sett á markað vegna þess að lögun þeirra er ekki talin markaðsvæn. Neytendur hafa verið vandir á að agúrkur, gulrætur, kartöflur og epli, svo dæmi séu tekin, eigi að hafa ákveðna staðlaða lögun og mikil vinna hefur verið lögð í kynbætur til að svo sé. Hér er því um eins konar útlitsdýrkun á matjurtum að ræða.

Á Spáni er talið að um 7,7 milljón tonn af matjurtum sé hent á ári vegna þess að þær standast ekki kröfur um útlit þrátt fyrir að vera fullkomlega í lagi að öðru leyti.

Umrædd samtök á Spáni telja rétt að nýta matjurtirnar þrátt fyrir útlitsgallann og hafa fengið leyfi margra framleiðenda til að fara inn á akra þeirra og safna grænmeti og fá gefins það sem fellur frá í gróðurhúsaframleiðslu. Matjurtunum er síðan dreift til fólks sem á erfitt með að ná endum saman. 

Skylt efni: Matjurtir | matarsóun

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli
Fréttir 2. desember 2022

Meiri uppskera af gulrótum og kartöflum en minna af rauðkáli

Samkvæmt nýjum uppskerutölum frá garðyrkjubændum í útiræktun grænmetis, varð tal...

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands
Fréttir 2. desember 2022

Örvar nýr fjármálastjóri Bændasamtaka Íslands

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa
Fréttir 2. desember 2022

Stefnir í takmarkanir á veiðum grágæsa

Þar sem fjöldi skráðra grágæsa á talningastöðum á Bretlandseyjum er 30% færri en...

Minkur til Danmerkur
Fréttir 1. desember 2022

Minkur til Danmerkur

Hópur danskra minkabænda, sem kallast Dansk mink, vinnur nú að því að endurvekja...

Frummenn vildu vel steiktan fisk
Fréttir 30. nóvember 2022

Frummenn vildu vel steiktan fisk

Rannsóknir á beinaleifum vatnakarfa sem fundust þar sem í dag er Ísrael benda ti...

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins
Fréttir 30. nóvember 2022

Fyrsti rafmagnssteypubíllinn á leiðinni til landsins

Steypustöðin gekk nýlega frá samningi við steypudælu og -bílaframleiðandann Putz...

Ný sálmabók tekin í notkun
Fréttir 29. nóvember 2022

Ný sálmabók tekin í notkun

Þann 13. nóvember sl. var ný útgáfa sálmabókarinnar tekin í notkun í kirkjum lan...

Fljúgandi bolabítur
Fréttir 28. nóvember 2022

Fljúgandi bolabítur

Skömmu eftir miðja nítjándu öld lýsti Alfred Russel Wallace, sem var samtímamaðu...