Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Nýta „vanskapaðar“ matjurtir
Fréttir 29. október 2015

Nýta „vanskapaðar“ matjurtir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Samtök á Spáni sem kallast Espigoladors og hafa að markmiði að aðstoða þá sem minna mega sín í samfélaginu hafa fengið til liðs við sig sjálfboðaliða sem safna ávöxtum og grænmeti sem ekki er talið hafa rétta lögun til að fara á markað.

Á hverju ári leggst til gríðarlegt magn af plöntuafurðum í landbúnaði sem ekki er sett á markað vegna þess að lögun þeirra er ekki talin markaðsvæn. Neytendur hafa verið vandir á að agúrkur, gulrætur, kartöflur og epli, svo dæmi séu tekin, eigi að hafa ákveðna staðlaða lögun og mikil vinna hefur verið lögð í kynbætur til að svo sé. Hér er því um eins konar útlitsdýrkun á matjurtum að ræða.

Á Spáni er talið að um 7,7 milljón tonn af matjurtum sé hent á ári vegna þess að þær standast ekki kröfur um útlit þrátt fyrir að vera fullkomlega í lagi að öðru leyti.

Umrædd samtök á Spáni telja rétt að nýta matjurtirnar þrátt fyrir útlitsgallann og hafa fengið leyfi margra framleiðenda til að fara inn á akra þeirra og safna grænmeti og fá gefins það sem fellur frá í gróðurhúsaframleiðslu. Matjurtunum er síðan dreift til fólks sem á erfitt með að ná endum saman. 

Skylt efni: Matjurtir | matarsóun

Erfðabreytt búfé
Fréttir 6. desember 2021

Erfðabreytt búfé

Erfðafræðingar binda vonir við að með aðstoð erfðatækni megi koma í veg fyrir al...

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda
Fréttir 6. desember 2021

Íbúar hópfjármagna byrjun framkvæmda

„Undanfarin ár hefur sveitarstjórn Húnaþings vestra lagt áherslu á að framkvæmdu...

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði
Fréttir 6. desember 2021

Óviðunandi vetrarþjónusta við vinsæla ferðamannastaði

Það er til mikils að vinna að koma á bættri vetrarferðaþjónustu á Norðurlandi. E...

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng
Fréttir 6. desember 2021

Erlendir ferðamenn hafa greitt um 30 milljónir fyrir ferðir um Vaðlaheiðargöng

Erlendir ferðamenn sem farið hafa um Vaðlaheiðargöng á þessu ári hafa greitt fyr...

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn
Fréttir 6. desember 2021

Nýtt 450 íbúða hverfi byggt í Þorlákshöfn

Framkvæmdir eru hafnar við uppbyggingu fyrsta áfanga Móabyggðar, nýs 450 íbúða h...

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...