Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Jón Bernódusson leiddi verkefni á vegum Siglingastofnunar sem hét Umhverfisvænir orkugjafar. Þar var unnið með þá hugmynd að repjuolía gæti nýst sem orkugjafi á vélar.
Jón Bernódusson leiddi verkefni á vegum Siglingastofnunar sem hét Umhverfisvænir orkugjafar. Þar var unnið með þá hugmynd að repjuolía gæti nýst sem orkugjafi á vélar.
Mynd / smh
Fréttir 8. mars 2016

Nýsköpun í landbúnaði

Höfundur: Ari Trausti Guðmundsson

I

Í allmörg ár hafa stjórnvöld lagt verulega áherslu á nýsköpun og ýmis einkarekin fyrirtæki koma þar líka við sögu. Í kynningu frá fjármálaráðuneytinu sem fylgir fjárlögunum 2016 stendur: „Stutt er við nýsköpun og vísindi með verulega auknum framlögum til þessara mála. Aukningin nemur 2 milljörðum króna á næsta ári, á grundvelli stefnu Vísinda- og tækniráðs fyrir árin 2014–2016.“ Þarna bergmálar stefna sem mótuð var þegar eftir efnahagskollsteypuna 2008. Samkvæmt henni er nýsköpun ein mikilvægra leiða upp úr öldudalnum djúpa. Vísinda- og tækniráð fjögurra ráðherra samþykkti 2014: „Stórauka á fjárveitingar til vísinda og nýsköpunar þannig að árið 2016 nái þær 3,0% af vergri landsframleiðslu (VLF) og verði sam bærilegt því besta sem þekkist innan OECD.“

II

Fyrir nokkrum árum kom fram að 50 nýsköpunarfyrirtæki, ekki þau stóru, heldur ung og rísandi fyrirtæki, veittu um 500 manns atvinnu og veltu á við með- alstórt álver. Mikilvægi nýsköpunar þarfnast ekki marga orða til útskýringar. Því til staðfestingar er stofnun Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands 2006 (www.nmi.is) og nokkur fjöldi sjóða til hliðar við t.d. Tækniþróunarsjóð, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Framleiðnisjóð landbúnaðarins. Í heild er fjölbreytni nýsköpunar á Íslandi mikil og skorar landið ágætlega vel í samanburði við mörg lönd úr næsta nágrenni. III Nýsköpun á Íslandi hefur leitt fram stór og öflug fyrirtæki á borð við Össur og Marel. Önnur eru minni en engu að síður öflug sprotafyrirtæki. Þau hafa með sér Samtök sprotafyrirtækja, næstum 50 talsins. Stundum snýst nýsköpunin um lausnir á verkefni sem ekki leiða til fyrirtækjastofnunar. Til dæmis um slíkt er tæknin og búnaðurinn sem þurfti að finna upp og búa til svo þrýsta mætti brennisteinsvetni Hellisheiðarvirkjunar í vatn og dæla því ofan í jarðvarmageyminn. Í fáeinum geirum efnahagslífsins mynda nýsköpunar- og sprotafyrirtæki með sér klasa, t.d. í sjávarútvegi. Með klasamyndun eykst samvinna milli eininganna og virkni jafnt sem kynning styrkist. Til klasastofnunar í landbúnaði er raunar hvatt í tillögum sem starfshópur bænda skilaði atvinnuvegaráðuneytinu 2014. (http://www. atvinnuvegaraduneyti.is/media/ atvinnustefna/Landbunadur--- greinargerd.pdf).

IV

Innan landbúnaðarins ber víða á nýsköpun og séráhersla á hana er t.d. viðurkennd með því að í febrúar 2014 var undirritað samkomulag um samstarf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (www.rml.is) og Landbúnaðarháskóla Íslands: „... um þætti sem snerta endurmenntun, kennslu og ýmiss brýn verkefni á sviði ráðgjafar og nýsköpunar í landbúnaði. Mikilvægur þáttur samkomulagsins er að stofnað verð- ur til sameiginlegra faghópa til að greina þarfir, markmið og leiðir fyrir faglegt starf á sameiginlegu verksviði.“ Margt af nýsköpuninni í landbúnaði lýtur að sjálfsögðu að matvælaframleiðslu, hvort sem er að skyrkonfekti, heilsuvörum úr jurtaríkinu eða nýju áleggi. Annað snýr að þjónustu, einkum í ferðamanna- útveginum (svo notað sé sjaldséð orð), og loks hafa allnokkrir bændur þreifað fyrir sér við orkuöflun. Nýsköpun í framleiðslugrein er alls ekki alltaf fólgin í nýrri uppfinningu, nýju tæki eða nýrri aðferð við t.d. framleiðslu. Ekki þarf ávallt að finna upp hjólið. Hún getur einnig falist í að nota aðferðir eða tól sem þekkt eru til þess að brydda upp á nýjungum eða aðlaga aðferðirnar íslenskum aðstæðum.

V

Sem borgarbúi heyri ég ansi oft talað um landbúnað og bændur á mjög gagnrýninn hátt. Sumt eru sleggjudómar eða niðrandi tal og enda þótt ég sé alls ekki sérfróður um landbúnað, heyrist mér oft að þekkingarskortur eða misskilningur ráði miklu um skoð- anir fólks. Andsvörin við þessu eru margvísleg og koma auðvitað fyrst og fremst hjá þeim sem í greininni vinna, bæði á búum og í fyrirtækjum en einnig innan mennta- og rannsóknargeira landbúnaðarins. Þá væri snjallt að fræða almenning um einmitt hvernig tækni hefur breytt starfsemi og möguleikum bænda. Og ekki síður um hvernig margir bændur hafa bryddað upp á nýjungum, allt frá skógrækt til byggræktar, og hvernig áhugi á nýsköpun hefur leitt til þess að forvitnileg nýsköpun hefur gert vöru- og þjónustuframboð bænda fjölbreyttara en áður var. Þá koma nýju miðlarnir og sjónvarp sér vel. Og eitt skal á bent í þessu sambandi: Endurvinnsla úrgangs frá býlum landsins er ábótavant. Málmar (t.d. véla- og bílhræ), timbur og sumpart plastúrgangur er víða áberandi til sveita. Vel væri gert ef Bændasamtökin stæðu að átaki sem leiddi til þess að sem mest af þessu hyrfi til endurnýtingar.

VI

Í sumarbyrjun 2015 voru sýndir þættir um umhverfismál í Sjónvarpinu. Í einum þeirra tókum við Valdimar Leifsson dæmi af gerð loðdýrafóðurs úr sláturúrgangi, skógrækt metanframleiðslu úr húsdýraúrgangi, svepparækt í sérstökum rotmassa, tölvustýrðu gróð- urhúsi, byggökrum á fyrrum örfoka landi, lífrænni mjólkurframleiðslu og kjötverslun beint frá býli en komumst að því að listi yfir nýjungar var margfalt lengri. Áður sögðum við frá verkefninu Orkubóndinn sem Nýsköpunarmiðstöðin hefur gengist fyrir. Allt virtist þetta vekja athygli meðal almennings. Þessi afar jákvæðu þættir í landbúnaði minna á að þarna er verk að vinna, vegna framfara í landbúnaði og vegna ímyndar greinarinnar. Þörf er á skipulögðu og margþættu átaki við að efla nýsköpun í landbúnaði og gera um það áætlun um leið og samningar við ríki og svonefnda milliliði eru gerðir. Í skýrslu FAO (Matvæla- og landbúnaðarstofnun SÞ) frá 2014 stendur: „Ýta á undir möguleika til að stunda nýsköpun á fjölskyldubúi á mörgum sviðum. Geta einstaklinga til nýsköpunar þróast með því að fjárfesta í menntun og þjálfun heimafólks.“ 

 

 

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...