Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Höfuðstöðvar Matís í Reykjavík.
Höfuðstöðvar Matís í Reykjavík.
Mynd / Bbl
Fréttir 24. september 2019

Nýr stjórnarformaður Matís ohf.

Höfundur: smh

Hákon Stefánsson er nýr stjórnarformaður Matís ohf. Aðalfundur félagsins var haldinn í dag þriðjudaginn 24. september, eftir að hafa tvívegis verið frestað þrátt fyrir að í samþykktum félagsins sé kveðið á um að hann sé haldinn fyrir lok júní ár hvert. Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nýja stjórn fyrir félagið sem er opinbert hlutafélag og alfarið í eigu íslenska ríkisins.

Ný stjórn verður áfram skipuð þeim  Arnari Árnasyni, Drífu Kristínu Sigurðardóttur, Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur, Sigmundi Einari Ófeigssyni, Sigrúnu Traustadóttur og Sindra Sigurðssyni. Hákon kemur nýr inn í stjórn í stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnarformanns. Hákon er lögmaður og stjórnarformaður Creditinfo.

Á aðalfundinum kom fram að tæplega 37 milljón króna tap var á rekstri félagsins á síðasta ári. 

Staða forstjóra félagsins var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfresturinn út í gær mánudag. Starfandi forstjóri er Oddur Már Gunnarsson sem tók við stöðunni þegar Sveini Margeirssyni var sagt upp störfum í byrjun desember á síðasta ári.

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, matvælaöryggis og lýðheilsu; þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu.

Skylt efni: Matís

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f