Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld
Fréttir 15. febrúar 2016

Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld

Nýr þáttur um landbúnað hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld mánudaginn 15. febrúar. Þátturinn, sem ber heitið „Í hlaðvarpanum – sjónvarp landbúnaðarins“, verður sýndur vikulega og mun fjalla um um þá fjölbreyttu málefni og starfsemi sem landbúnaði tengjast.  
 
Leitast verður við að gefa huglæga mynd af málefnum greinarinnar, varpa fram staðreyndum, áhorfendum til fróðleiks og umhugsunar. Þættirnir, sem eru á vegum Landbúnaðarklasans, verða í umsjón Áskels Þórissonar blaðamanns og Berglindar Hilmarsdóttur bónda.
 
Jónas Egilsson.
Að sögn Jónasar Egilssonar, verk­efnisstjóra Landbúnaðarklasans, verður í þáttunum fjallað um allar hliðar og mikilvægi landbúnaðarins fyrir land og þjóð, fólkið sem starfar í greininni og þau viðfangsefni sem blasa við henni á öllum stigum, í frumframleiðslu, úrvinnslu, dreifingu og sölu. 
 
Efnistök sagði Jónas verða fjölbreytt. „Við fáum gesti í heimsókn til skoðanaskipta, verðum með kynningar á málefnum, vörum og verkefnum. Tekist verður á við fjölmörg stórmál landbúnaðarins á líðandi stundu, s.s.  búvörusamninga, matvælaverð og tolla, fæðuöryggi, gæði og öryggi matvæla til að nefna nokkur umræðuefni næstu þátta.“ Einnig yrði reynt að horfa til framtíðar, rætt við unga bændur um þeirra sýn á bústörf næstu kynslóða. Þá sagði hann að umhverfis- og loftslagsmál yrðu skoðuð, aðkomu bænda að uppgræðsluverkefnum, hvað hefði verið gert og hvað væri í bígerð á næstu árum, ásamt mörgum öðrum málum.
 
Þá væri ætlunin að hafa allt efni sem aðgengilegt fyrir sem flesta enda er landbúnaður ein af mikilvægustu atvinnugreinum okkar og snertir því sem næst alla landsmenn á hverjum degi. Þátturinn verður á sjónvarpsstöðinni ÍNN klukkan 21.30 á mánudögum.

Skylt efni: fjölmiðlar

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...