Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld
Fréttir 15. febrúar 2016

Nýr sjónvarpsþáttur um landbúnað hefst í kvöld

Nýr þáttur um landbúnað hefur göngu sína á sjónvarpsstöðinni ÍNN í kvöld mánudaginn 15. febrúar. Þátturinn, sem ber heitið „Í hlaðvarpanum – sjónvarp landbúnaðarins“, verður sýndur vikulega og mun fjalla um um þá fjölbreyttu málefni og starfsemi sem landbúnaði tengjast.  
 
Leitast verður við að gefa huglæga mynd af málefnum greinarinnar, varpa fram staðreyndum, áhorfendum til fróðleiks og umhugsunar. Þættirnir, sem eru á vegum Landbúnaðarklasans, verða í umsjón Áskels Þórissonar blaðamanns og Berglindar Hilmarsdóttur bónda.
 
Jónas Egilsson.
Að sögn Jónasar Egilssonar, verk­efnisstjóra Landbúnaðarklasans, verður í þáttunum fjallað um allar hliðar og mikilvægi landbúnaðarins fyrir land og þjóð, fólkið sem starfar í greininni og þau viðfangsefni sem blasa við henni á öllum stigum, í frumframleiðslu, úrvinnslu, dreifingu og sölu. 
 
Efnistök sagði Jónas verða fjölbreytt. „Við fáum gesti í heimsókn til skoðanaskipta, verðum með kynningar á málefnum, vörum og verkefnum. Tekist verður á við fjölmörg stórmál landbúnaðarins á líðandi stundu, s.s.  búvörusamninga, matvælaverð og tolla, fæðuöryggi, gæði og öryggi matvæla til að nefna nokkur umræðuefni næstu þátta.“ Einnig yrði reynt að horfa til framtíðar, rætt við unga bændur um þeirra sýn á bústörf næstu kynslóða. Þá sagði hann að umhverfis- og loftslagsmál yrðu skoðuð, aðkomu bænda að uppgræðsluverkefnum, hvað hefði verið gert og hvað væri í bígerð á næstu árum, ásamt mörgum öðrum málum.
 
Þá væri ætlunin að hafa allt efni sem aðgengilegt fyrir sem flesta enda er landbúnaður ein af mikilvægustu atvinnugreinum okkar og snertir því sem næst alla landsmenn á hverjum degi. Þátturinn verður á sjónvarpsstöðinni ÍNN klukkan 21.30 á mánudögum.

Skylt efni: fjölmiðlar

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...