Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Stefán Hlynur Björgvinsson, þjónustustjóri DeLaval hjá Bústólpa, segir að helsti munurinn á þessum nýja mjaltaþjóni og eldri gerðum séu aukin afkastageta. Hún náist með breyttum og sterkari armi, nýrri myndavél, þrívíddartækni og nýjum hugbúnaði í þessum
Stefán Hlynur Björgvinsson, þjónustustjóri DeLaval hjá Bústólpa, segir að helsti munurinn á þessum nýja mjaltaþjóni og eldri gerðum séu aukin afkastageta. Hún náist með breyttum og sterkari armi, nýrri myndavél, þrívíddartækni og nýjum hugbúnaði í þessum
Mynd / HKr.
Fréttir 23. október 2018

Nýr og byltingarkenndur mjaltaþjónn frá DeLaval

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Snemma í sumar kynnti DeLaval nýja kynslóð mjaltaþjóna sem óhætt er að segja að sé byltingarkennd breyting frá fyrri mjaltaþjónum. Þar er um að ræða breytt útlit, nýtt tölvukerfi og aukna virkni sem er að skila um 10% afkastaaukningu frá því sem áður var. 
 
Hefur þessi nýi mjaltaþjónn vakið mikla athygli erlendis og þegar eru seldir 777 mjaltaþjónar. Bústólpi, umboðsaðili DeLaval, pantaði fyrsta mjaltaþjóninn þessarar gerðar til landsins. Delaval mjaltaþjónninn var til kynningar á sýningunni Íslenskur landbúnaður 2018 í Laugardalshöll um síðustu helgi.
 
10% aukning í afkastagetu
 
Stefán Hlynur Björgvinsson, þjónustustjóri DeLaval hjá Bústólpa, segir að helsti munurinn á þessum nýja mjaltaþjóni og eldri gerðum séu aukin afkastageta. Hún náist með breyttum og sterkari armi, nýrri myndavél, þrívíddartækni og nýjum hugbúnaði í þessum mjaltaþjóni sem nefnist V300. Þá er komið nýtt smáforrit eða „app“ sem auðveldar stjórn mjaltaþjónsins í gegnum farsíma. 
 
„Sem dæmi um breytinguna þá lærir þessi mjaltaþjónn sjálfvirkt á hverja kú í stað þess að áður þurfti að stilla spenastaðsetningu handvirkt inn í byrjun. Leshraðinn og virknin í ásetningararminum er þannig mun meiri en áður og það skilar þessum auknu afköstum. Nákvæmnin er því mun meiri og er uppgefin frá framleiðanda allt að 99% hittni á spena. Hann getur sett á spena sem eru með allt að 45 gráðu halla. Það er þó auðvitað misjafnt eftir því hvernig spenarnir vísa. Þarna hjálpar þrívíddarmyndavélin til. 
 
Ef það koma upp einhver vandamál varðandi gripi, þá er alltaf fyrir hendi sá valmöguleiki að gera arminn óvirkan og setja á spenana handvirkt. Þá er þetta nánast eins og í mjaltabás. 
 
Eins er kominn aukaþvottur á myndavél með sérstakri sápu sem er mjög gott ef það slettast óhreinindi á linsuna. Spenaþvottur er líka breyttur og sérdæla sem heldur uppi þrýstingu þó vatnsþrýstingur á lagnakerfinu í fjósinu sé lágur. Þannig verður spenaþvotturinn betri með vatni og þrýstilofti og síðan formjöltun og  þurrkun. Þetta skapar mikla örvun fyrir júgrað sem verður þá fljótara að gefa mjólk. Þannig styttist mjaltatíminn.“ 
 
Getur annað 6 til 8 fleiri kúm
 
„Við höfum miðað við að hefðbundið afkasti einn mjaltaþjónn auðveldlega 60 til 65 kúm en það getur verið breytilegt eftir aðstæðum og dæmi um yfir sjötíu kýr á einum mjaltaþjóni. Afkastaaukning um 10% með nýja mjaltaþjóninum er því mikil og skiptir umtalsverðu fyrir framleiðendurna þegar þeir velja sér mjaltaþjón,“ segir Stefán. 
 
„Segja má að allur innri búnaður hafi verið endurhannaður, þvottakerfi sömuleiðis, hnappaborð komið í stað snertiskjás til stjórnunar, ný staðsetning á snertiskjá. Þá geta kaupendur valið um hvort þeir taka þennan snertiskjá með mjaltaþjóninum eða ekki.“
 
Þrjár þjónustuskoðanir á ári
 
– Nú horfa bændur ekki síst á þjónustuna þegar þeir standa frammi fyrir kaupum á tækjum eins og mjaltaþjónum. Hvernig er þjónustunni háttað hjá ykkur?
 
„Það eru hefðbundnar þjónustuskoðanir þrisvar á ári, en það ræðst þó nokkuð af fjölda kúa. Við höfum þó farið út í að fækka þjónustuskoðunum ef menn eru með 40 kýr eða færri. Það eru þrír aðalþvottar sem fara fram á sólarhring og  því þarf að passa upp á slit á gúmmíi.“  
 
Mjaltaþjónar ráðandi í tækniþróuninni
 
„Flestallir þeir sem eru að gera breytingar á fjósum eða byggja ný í dag velja mjaltaþjón og þessi tækni er því stöðugt að verða almennari, enda hefur hún sannað sig á undanförnum árum í mjólkurframleiðslu hér á landi. Sumir þeirra sem eru með elstu mjaltaþjónana eru líka farnir að huga að útskiptum og fyrir þá er auðvelt í framkvæmd að færa sig yfir í þann nýja frá DeLaval. Mjaltaþjónarnir hafa sýnt það að nytin eykst og vinnan breytist og verður léttari. Þá gefur það tíma til meiri eftirfylgni og menn geta þá spáð í hverju sé hægt að breyta til að bæta nyt og heilbrigði,“ segir Stefán. 
 
Hann segir að nýr Delaval mjaltaþjónn kosti um 17,3 milljónir í dag auk virðisaukaskatts. Þetta er um einni milljón hærra verð en á eldri gerð. Nokkur óvissa er þó um hvernig verðið þróast á næstu misserum ef horft er til mikilla gengisbreytinga að undanförnu með lækkun krónunnar. 
 
Búið að selja 777 nýja DeLaval á heimsvísu síðan í júlí
 
Gríðarlegur áhugi hefur verið fyrir þessum mjaltaþjónum frá DeLaval. Þannig hafa selst 777 þjónar síðan þeir komu fyrst á markað í júlí.  
 
Í Noregi hafa selst 99 DeLaval mjaltaþjónar og hefur einnig verið góð sala í Hollandi, Frakklandi og í Danmörku,. Eins hafa Bandaríkin verið að koma sterkt inn. 
 
Þess má geta að mjaltaþjónninn sem var til sýnis í Laugardalshöll er þegar seldur sem og tveir af þremur sem eru á leið til landsins. 
Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði
Fréttir 15. júlí 2024

Ráðuneytið svarar ESA um óvissuatriði

Matvælaráðuneytið segir í svari við fyrirspurn ESA, Eftirlitsstofnun EFTA, að sa...

Farsæll áhugaræktandi
Fréttir 15. júlí 2024

Farsæll áhugaræktandi

Þrír synir undan heiðursverðlaunahryssunni Álöfu frá Ketilsstöðum komu fram á La...

Hundrað hesta setningarathöfn
Fréttir 12. júlí 2024

Hundrað hesta setningarathöfn

Setningarathöfn Landsmóts hestasmanna er alla jafna hátíðleg.

Til þess var leikurinn gerður
Fréttir 11. júlí 2024

Til þess var leikurinn gerður

Stjórn Búsældar hefur fyrir sitt leyti samþykkt söluna á Kjarnafæði Norðlenska t...

Skammur aðdragandi að sölunni
Fréttir 11. júlí 2024

Skammur aðdragandi að sölunni

Bræðurnir Eiður og Hreinn Gunnlaugssynir hafa sem áður segir samþykkt kauptilboð...

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska
Fréttir 11. júlí 2024

Kaup Skagfirðinga á Kjarnafæði Norðlenska

Meginmarkmið kaupa Kaupfélags Skagfirðinga (KS) á Kjarnafæði Norðlenska (KN) er ...

Tilþrif á Landsmóti
Fréttir 11. júlí 2024

Tilþrif á Landsmóti

Enginn skortur var á glæsilegum tilþrifum stólpafáka sem komu fram í gæðingakepp...

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins
Fréttir 11. júlí 2024

Verður langstærsta kjötafurðastöð landsins

Kaupfélag Skagfirðinga (KS) hefur gert kauptilboð í allt hlutafé Kjarnafæðis Nor...