Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mynd / Kristinn Magnússon
Mynd / Kristinn Magnússon
Líf&Starf 19. desember 2017

Nýjungar úr gærum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Feldur verkstæði við Snorrabraut í Reykjavík er skinnaverkstæði, saumastofa og verslun sem selur alls kyns loðskinns- og skinnavörur.

Íslensk gæruskinn og vörur unnar ú íslenskum lambaskinnum njóta sívaxandi vinsælda. Heiðar Sigurðsson feldskeri og Kristín Birgisdóttir eiga og reka Feld verkstæði.

Heiðar lærði feldskurð í Svíþjóð sem ungur maður og hefur verið viðloðandi skinnavinnslu síðan þá en með hléum. Kristín er menntaður skrúðgarðyrkjufræðingur en saman stofnuðu þau Feld verkstæði árið 2006.

Skinnin keypt á markaði

„Við höfum lengi haft áhuga á að vinna vörur úr sauðfjárskinni og framleiðum í dag ýmiss konar smávörur eins og púða, stólsetur, mottur, vesti, gestabækur og fleira,“ segir Kristín.
Heiðar segir að í dag framleiði Feldur vörur úr margs konar loðskinnum meðal annars refa-, minka- og selskinni og íslenskum gærum.

„Við kaupum skinnin á markaði í Finnlandi eða í Kaupmannahöfn en við erum einnig í viðskiptum við fyrirtæki í Póllandi sem sútar fyrir okkur íslenskar gærur.“


Að sögn Kristínar og Heiðars seljast vandaðar skinnavörur vel.

„Fatnaður úr skinni er allra besti skjólfatnaður sem hægt er að hugsa sér og þeir sem einu sinni hafa átt góða skinnflík skipta ekki svo auðveldlega yfir í annað efni,“ segir Heiðar.

Kristín segir að þau hanni hluta af vörunni sem Feldur framleiðir og selur en fái einnig aðstoð við hönnunina en kaupi einnig vörur á sýningum erlendis.

„Dóttir okkar er fatahönnuður og hefur verið að vinna með okkur og spennandi að sjá hvaða hugmyndir hún kemur með varðandi lambaskinnslínuna.“

Samvinna við Icelandic lamb

Icelandic Lamb og Feldur hófu nýlega samvinnu sem mun styrkja framleiðslu og hönnun á vörum úr íslenskum lambaskinnum. „Fyrirtækið í Póllandi sem við fáum gærurnar frá kaupir líklega um 50% af öllum gærum á Íslandi og sérhæfir sig í sútun á gærum.

Á næsta ári ætlum við að setja á markað nýja vörulínu sem unnin verður úr íslenskum gærum í viðbót við þær vörur sem við bjóðum í dag. Þetta verða ýmiss konar smávörur eins og húfur, lúffur, skór, kerrupokar, gólfmottur og pullur svo dæmi séu nefnd.“

Heiðar segir að íslenskar gærur séu mjög vinsælar og hafi í raun alltaf verið það. „Íslenska gæran gerir heimilið hlýlegra og í dag opnar maður varla heimilishönnunarblað án þess að það sé skinn á stól eða sem motta á gólfi.“

Skinnavinnsla er langt ferli

„Vinnsla á skinnum er langt ferli og það tekur nokkra mánuði að súta og lita skinn áður en hægt er að vinna fullunna vöru úr því. Vandinn við íslensk skinn er að það er erfitt að sortera þau. Þykktin á þeim er mikil og oft ekki nema 30% af þeim sem er hægt að nota í flíkur,“ segir Heiðar. „Jakkar og kápur úr Toscana lambaskinni hafa verið vinsælar hjá okkur þar sem þessi skinn eru einstaklega létt en við höfum fullan áhuga á að endurvekja íslensku mokkakápuna.“

Ullin verðmæt

„Reyndar telja margir að ullin sé það allra verðmætasta sem íslenskt sauðfé gefur af sér. Erlendir ferðamenn sem koma til Íslands kolfalla fyrir íslenskum ullarvörum, peysum, vettlingum, sokkum og treflum þrátt fyrir að þá klæi stundum í fyrstu undan henni. Ég hef lengi verið á þeirri skoðun að við verðum að finna leið til að gera hana mýkri,“ segir Heiðar.

Samvinna við Grænland

Kristín segir að nýlega sé hafið samstarf milli Felds og skinnafyrirtækisins Great Greenland sem vinnur silkimjúk selskinn á Grænlandi og selja frá  þeim fallega línu, til dæmis fallegar kápur og selskinnsjakka.
Auk þess að selja sjálf eigin framleiðslu eru vörur frá Feldi einnig til sölu í fjölda annarra verslana og í netverslun á heimsíðu fyrirtækisins.

Mikilvægt að fá stuðning

Heiðar og Kristín segja að lokum að samvinnan við Icelandic Lamb sé þeim mjög mikilvæg. „Það tekur langan tíma og er dýrt að hanna og koma nýrri vöru á markað og því mikilvægt að finna fyrir stuðningi við það sem maður er að gera og eiga sér bakland.“ 

Skylt efni: afurðir | Gærur | Feldur

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa
Fréttir 12. apríl 2024

Ekki farið að lögum um útivist nautgripa

Matvælastofnun lagði stjórnvaldssektir á þrjú kúabú á Vesturlandi á dögunum vegn...