Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi á síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra.
Mynd / Jón Jónsson
Líf og starf 17. nóvember 2017

Ný, reykt og söltuð svið og rjúkandi sviðalappir

Sviðaveisla Sauðfjársetursins var haldin í Sævangi síðasta vetrardag við mikinn fögnuð viðstaddra. Þetta er í sjötta skipti sem sviðaveisla er haldin og var húsfyllir á skemmtuninni. 
 
Gestir gæddu sér á nýjum, reyktum og söltuðum sviðum, rjúkandi heitum sviðalöppum og nýrri og reyktri sviðasultu. Í eftirrétt var síðan Sherry-frómas, ávaxtagrautur og hinn sívinsæli blóðgrautur sem er jafnan á boðstólum. Reyktu og söltuðu sviðin koma frá Húsavíkurbúinu við Steingrímsfjörð og það eru Hafdís Sturlaugsdóttir og Matthías Lýðsson sem verka þau. 
 
Margir leggja hönd á plóg
 
Að venju sáu heimamenn um veislustjórn og skemmtiatriði, Jón Jónsson, þjóðfræðingur á Kirkjubóli, var veislustjóri og Skagfirðingurinn og Strandamaðurinn Eiríkur Valdimarsson á Hólmavík var ræðumaður kvöldsins. Kristín Einarsdóttir og Gunnar Jóhannsson í Hveravík sáu um tónlistaratriði og skemmtisögur.
 
Allt var það ljóm­andi vel heppnað og bráðskemmtilegt. Margir leggja hönd á plóginn við undirbúning veislunnar. Öll sú fyrirhöfn er unnin í sjálfboðavinnu og sama gildir um þá sem troða upp.  Fyrir það eru forsvarsmenn Sauðfjársetursins þakklátir. 
 
Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús
Fréttir 19. júní 2025

Nóg af heitu vatni til að kynda öll hús

Í maí 2024 fannst heitt vatn í Tungudal við Ísafjörð, aðeins um þremur kílómetru...

Spornað við útrýmingu
Fréttir 19. júní 2025

Spornað við útrýmingu

Nýlega var stofnað Fagráð um geitfjárrækt. Er það talið nauðsynlegt til að stuðl...

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands
Fréttir 18. júní 2025

Brautskráning frá Landbúnaðarháskóla Íslands

Þann 6. júní síðastliðinn brautskráðust nemendur frá Landbúnaðarháskóla Íslands ...

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu
Fréttir 18. júní 2025

Dýraverndarsambandið kærir meint brot til lögreglu

Dýraverndarsamband Íslands hefur kært meint brot á lögum um dýravelferð við blóð...

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins
Fréttir 18. júní 2025

Uppfærsla á stöðu Árósasamningsins

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið hefur sett til kynningar í Samráðsgátt ...

Stagað í innviðaskuldina
Fréttir 18. júní 2025

Stagað í innviðaskuldina

Vegagerðin hefur jafnan í nógu að snúast í vegaframkvæmdum um leið og vetri létt...

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands
Fréttir 16. júní 2025

Vænn valkostur fyrir bændur og loftslagsbókhald Íslands

Raunhæfir kostir til lífgasframleiðslu gætu skilað á bilinu 3-5% af markmiðum Ís...