Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Ný kynslóð af Fjárvís opnuð
Fréttir 31. mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið.  

Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML. Notendur eru hvattir til að skrá sig inní kerfið sem allra fyrst, kynna sér vel möguleika þess og þær nýjungur sem það hefur upp á að bjóða.


Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands hefur samið við RML um kynningar og innleiðingu kerfisins meðal bænda. Kynningarfundir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.

Allar nánari upplýsingar um kerfið eru veittar hjá RML í síma 516-5000. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið fjarvis@rml.is.
 
Á forsíðu kerfisins má finna stuttar leiðbeiningar um helstu breytingar. Ítarlegri leiðbeiningar munu verða til á næstu vikum og mánuðum.

Rannsakar skyggnar konur
Fréttir 7. febrúar 2023

Rannsakar skyggnar konur

Dr. Dalrún Kaldakvísl Eygerðardóttir sagnfræðingur rannsakar sögu skyggnra kvenn...

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri
Fréttir 6. febrúar 2023

Of algengt að hestunum sé gefinn óþverri

Margeir Ingólfsson og Sigríður Jóhanna Guðmundsdóttir, bændur á bænum Brú í Blás...

Tíu ára starfsafmæli
Fréttir 3. febrúar 2023

Tíu ára starfsafmæli

Tíu ár eru síðan Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var sett á laggirnar. Af ...

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis
Fréttir 3. febrúar 2023

Innlend fóðurframleiðsla gæti nýtt jarðhita sem fer til spillis

Fjárfestingafélag Þingeyinga hf. hefur unnið að skýrslu í samstarfi við verkfræð...

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma
Fréttir 2. febrúar 2023

Markaðssetning utan hefðbundins sláturtíma

Nýlega var Sláturhúsi Vesturlands í Borgarnesi veittur styrkur úr markaðssjóði s...

Úrskurður MAST felldur úr gildi
Fréttir 1. febrúar 2023

Úrskurður MAST felldur úr gildi

Matvælaráðuneytið hefur fellt úr gildi úrskurð Matvælastofnunar sem hafði stöðva...

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa
Fréttir 31. janúar 2023

Enn versnar rekstrarafkoma skuldsettra kúabúa

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur lokið við greiningu á rekstri 154 kú...

Skordýr sem fóður og fæða
Fréttir 31. janúar 2023

Skordýr sem fóður og fæða

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er unnið verkefni sem snýr að því að koma upp sko...