Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Ný kynslóð af Fjárvís opnuð
Fréttir 31. mars 2015

Ný kynslóð af Fjárvís opnuð

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í morgun opnaði ný kynslóð af Fjárvís á léninu fjarvis.is. Einnig er hægt að opna forritið beint í gegnum Bændatorgið.  

Skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt hefur tekið miklum breytingum eins og notendur munu verða varir við. Mikil vinna hefur verið lögð í þróun þessa nýja kerfis á undanförnum árum í tölvudeild Bændasamtakanna í samvinnu við ráðunauta RML. Notendur eru hvattir til að skrá sig inní kerfið sem allra fyrst, kynna sér vel möguleika þess og þær nýjungur sem það hefur upp á að bjóða.


Eftir páska verða kynningarfundur um notkun þess um allt land. Tölvudeild Bændasamtaka Íslands hefur samið við RML um kynningar og innleiðingu kerfisins meðal bænda. Kynningarfundir verða auglýstir betur síðar og notendur hvattir til að fylgjast með hvenær fundur verður á þeirra svæði.

Allar nánari upplýsingar um kerfið eru veittar hjá RML í síma 516-5000. Eins má senda fyrirspurnir á netfangið fjarvis@rml.is.
 
Á forsíðu kerfisins má finna stuttar leiðbeiningar um helstu breytingar. Ítarlegri leiðbeiningar munu verða til á næstu vikum og mánuðum.

Melrakki rannsakaður í krók og kring
Fréttir 4. nóvember 2024

Melrakki rannsakaður í krók og kring

Nú stendur yfir rannsókn á stofngerð íslensku tófunnar og stöðu hennar á þremur ...

Samvinna fremur en samkeppni
Fréttir 4. nóvember 2024

Samvinna fremur en samkeppni

Rétt neðan við afleggjara Landeyjahafnarvegar stendur reisulegt hús með gömlu ís...

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs
Fréttir 1. nóvember 2024

Vörður staðinn um lífríki Látrabjargs

Staðfest hefur verið stjórnunar- og verndaráætlun fyrir Látrabjarg. Markmið henn...

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar
Fréttir 1. nóvember 2024

Vindorkugarður á borð Skipulagsstofnunar

Skipulagsstofnun birti þann 18. október til umsagnar matsáætlun fyrir mat á umhv...

Verður forstjóri til áramóta
Fréttir 31. október 2024

Verður forstjóri til áramóta

Auður H. Ingólfsdóttir, sem gegnt hefur starfi sviðsstjóra loftslagsmála og hrin...

Samvinna ungra bænda
Fréttir 31. október 2024

Samvinna ungra bænda

Stjórnir ungbændahreyfinga á öllum Norðurlöndunum eiga í stöðugum samskiptum til...

Vilja reisa mannvirki
Fréttir 30. október 2024

Vilja reisa mannvirki

Linde Gas ehf. hefur óskað eftir deiliskipulagsbreytingu á lóð sinni á Hæðarenda...

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun
Fréttir 30. október 2024

Vegurinn áfram mun ráðast af nýliðun og nýsköpun

Nýliðun, afkomutrygging, nýsköpun, fæðuöryggi og umhverfismál voru efst á baugi ...