Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Sólrún Arnarsdóttir og Ísafold Kristín Halldórsdóttir eru frumkvöðlarnir sem standa að Þarahrati.
Sólrún Arnarsdóttir og Ísafold Kristín Halldórsdóttir eru frumkvöðlarnir sem standa að Þarahrati.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 23. maí 2025

Ný byggingarefni í þróun úr þarahrati

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Nýsköpunarverkefnið Þarahrat gengur út á að endurvinna lífrænan úrgang frá smáþörungaframleiðslu til þróunar og framleiðslu á efni sem getur haft fjölbreytta notkunarmöguleika, til að mynda í byggingariðnaði.

Verkefnið var tilefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands á þessu ári, en það hefur verið í þróun frá sumri 2023 eftir að hafa fengið styrk úr Nýsköpunarsjóði námsmanna þar sem markmiðið var að skapa ný verðmæti úr úrgangi.

Sólrún Arnarsdóttir og Ísafold Kristín Halldórsdóttir eru frumkvöðlarnir sem standa að Þarahrati og segir Sólrún að með því að nýta þessar úrgangsauðlindir í stað mengandi hráefna loki verkefnið hringrás staðbundins iðnaðar og skapi verðmæti. Þessi nýju efni séu vistvæn og framleiðsla þeirra með lítið kolefnisspor.

Loka hringrásarkerfinu við þörungaframleiðslu

Sólrún segir að urðun úrgangs sé stórt vandamál á Íslandi og á heimsvísu og mikilvægt sé að þróa lausnir núna sem hjálpi okkur að takast á við afleiðingar af neyslunni.

„Hugmyndin snýst um að breytt efnisval og framleiðsla geti minnkað eða komið í veg fyrir losun kolefnis, mengun jarðvegs og skaðleg inngrip í lífríki til þess að nálgast endanlegar auðlindir.

Í verkefninu könnum við möguleikann á því að loka hringrásarkerfinu með því að nýta vannýtta en óendanlega auðlind, sem í dag er úrgangur úr staðbundinni framleiðslu, til þess að þróa ný efni með margvíslega nýtingarmöguleika.

Grunnhráefnið er þurrt hrat sem fellur til hjá Algalíf í Grindavík, sem ræktar smáþörunga til framleiðslu á bætiefninu Astaxantín. Á ári hverju falla til um 70–95 tonn á ári af efninu, sem er jafnframt eini úrgangur framleiðslunnar,“ segir Sólrún.

Efnisprufur úr smiðju Þarahrats.

Í stað einnota pakkninga

Að sögn Sólrúnar eru næstu skref að þróa efnin markvisst með ákveðna nýtingarmöguleika í huga til þess að leysa vandamál á borð við pakkningar, skaðleg efni í byggingariðnaði og tímabundnar innréttingar.

„Við erum enn þá á rannsóknarstigi í vöruþróun, en ætlum að fara í markaðsgreiningu áður en við ákveðum hvaða vörur við ætlum að þróa. Við ætlum ekki bara að takmarka okkur við úrganginn frá Algalíf, heldur leitum leiða til að koma fleiri tegundum af úrgangi í gagn. Við vonumst til að hefja samstarf við fleiri fyrirtæki og þróa fjölbreytt efni.

Við höfum verið að vinna verkefnið sjálfstætt en svo erum við núna að klára sex vikna viðskiptahraðal, Hringiðu+ hjá Klak, sem hefur hjálpað okkur mjög mikið.“

Skylt efni: þörungar

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...