Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Notkun sýklalyfja í landbúnaði tifandi tímasprengja
Fréttir 25. júní 2015

Notkun sýklalyfja í landbúnaði tifandi tímasprengja

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknir í Bretlandi sýna að baktería sem kallast MRSA CC398 og er  ónæm fyrir sýklalyfjum finnst í svínakjöti í verslunum þar í landi. Bakterían hefur borist í menn og valdið alvarlegum sýkingum. Sýkingin er alvarlegt vandamál á dönskum svínabúum.

CC398 afbrigðið MRSA bakteríunnar er þekkt í svínabúum víða í Evrópu og er verulegt vandamál í Danmörku. Bakterían smitast milli dýra sem alin eru þröngt og til skamms tíma voru sýklalyf notuð í baráttunni við hana. Nú er svo komið að CC398 afbrigðið er ónæmt fyrir sýklalyfjum.

Fyrir um það bil ári sagði Karl G. Kristinsson, prófessor í sýklafræði og yfirlæknir sýklafræðideildar Háskóla Íslands, í samtali við Bændablaðið að notkun sýklalyfja í landbúnaði tengist einu alvarlegasta lýðheilsuvandamáli samtímans.

Alþjóða heilbrigðisstofnunin, Evrópu­sambandið og Smitvarna­miðstöð Bandaríkjanna hafa lýst því yfir að sýklalyfjaónæmi sé ein mesta ógnin við lýðheilsu í heiminum í dag. Þrátt fyrir það eru sýklalyf víða notuð sem vaxtarhvati í landbúnaði og fram eru komnar ofurbakteríur sem geta borist í menn og eru ónæmar fyrir öllum sýklalyfjum sem eru á markaði í dag.

Talið er mögulegt að um miðja þessa öld muni fleira fólk látast á ári af völdum sýklalyfjaónæmis en sjúkdómum.

Berst með fólki og hráu kjöti

Þrátt fyrir að yfirvöld í Bretlandi haldi því enn fram að almenningur þurfi ekki að hafa áhyggjur af sýkingu vegna bakteríunnar hefur komið í ljós að hún smitast hæglega í fólki og getur valdið alvarlegri sýkingu og jafnvel dauða. Fólk getur einnig borið í sér bakteríuna án þess að sýkjast en á sama tíma sýkt aðra. Algengasta smitleið bakteríunnar er þegar fólk meðhöndlar hrátt svínakjöt eða þá að hún berst manna á meðal frá starfsfólki á svínabúum.

Alvarlegustu merki sýkingar eru kýli á húð, blóðeitrun og jafnvel dauði.

2/3 danskar svínabúa sýkt

Rannsóknir í Danmörku sýna að þar sé CC398 að finna á um 2/3 allra svínabúa í landinu og að bakterían breiðist hratt út. Árið 2013 greindust 648 Danir sýktir af CC398 en ári síðar 2014 var sú tala komin í 1271. Af þeim hafa tveir látist af völdum sýkingarinnar.

Í fyrra fannst bakterían í naflastreng tveggja nýfæddra barna í Skotlandi sem bendir til að CC398 geti borist frá móður til barns á meðgöngu.

Danir flytja út mikið af svínakjöti og 90% af sýkta kjötinu sem fannst í verslunum á Bretlandseyjum var upprunnið frá Danmörku. Aðrar rannsóknir hafa sýnt að bakterían finnist einnig í breskum svínabúum.

Vandamál sem hverfur ekki

Sýklafræðingar í Danmörku segja ástandið þar í landi vera faraldur sem kominn er úr böndunum og að aðrar þjóðir eigi að líta á það sem víti til varnaðar. „Vandamálið hverfur ekki þrátt fyrir að menn loki augunum fyrir því.“

Karl G. Kristinsson orðaði þetta í fyrra á þennan hátt: „Bakteríur hafa gríðarlega aðlögunarhæfni. Þær hafa einn litning og geta fjölgað sér mjög hratt. Aðlögunarhæfnin felst meðal annars í því að þær geta flutt gen á milli sín. Ef ónæmi þróast í einni bakteríu getur það auðveldlega flust yfir í aðra og í dag eru komnar fram bakteríur sem eru ónæmar fyrir nánast öllum sýklalyfjum sem eru á markaði.“

Danir flytja út gríðarlegt magn af svínakjöti og eins og einn danskur sýklafræðingur orðaði það „og um leið mikið magn af CC398 bakteríunni“.

Engin fræðsla um smitleiðir

Mikill fjöldi farandverkamanna frá Austur-Evrópu starfar á dönskum og breskum svínabúum og þar sem þeir fá enga fræðslu um mögulegar smitleiðir er tíðni sýkinga há meðal þeirra. Verkamennirnir bera svo bakteríuna með sér þegar þeir snúa aftur til síns heima.

Samkvæmt upplýsingum Evrópumiðstöðvar sjúkdómavarna ECDC látast um 25.000 Evrópubúar árlega vegna sýklalyfjaónæmis. Sýklalyfin virka einfaldlega ekki til að meðhöndla sjúkdóma þessa fólks og þessi vandi fer ört vaxandi.

Verksmiðjubúskapur að aukast

Þrátt fyrir að yfirvöld í Danmörku hafi heitið því að draga úr útbreiðslu bakteríunnar og draga úr notkun á sýklalyfjum um 15% fyrir árið 2018 er eftirlit með svínabúum og notkunar á lyfjunum takmarkað.

Reyndar er notkun á sýklalyfjum sem vaxtarhvata bönnuð í Evrópu en þrátt fyrir það er hún algeng enda lyfin auðkeypt á netinu. Algengara er að lyfin séu notuð í verksmiðjubúskap þar sem dýr eru alin þétt og smithætta því mikil.

Í skýrslu embættis landlæknis frá 2013 segir að erlendar rannsóknir sýni að Noregur og Ísland séu í fararbroddi Evrópuríkja hvað varðar litla sýklalyfjanotkun í búfénaði mælt sem magn á þyngdareiningu. Víða annars staðar er hún talsvert mikil, m.a. í þeim löndum sem íslenskir kaupmenn sækja kjöt til að selja á Íslandi. Er staðan verst á Kýpur, Ítalíu, Spáni og í Þýskalandi. Þá er hún líka margfalt meiri í Danmörku en á Íslandi og um 40 sinnum meiri á Spáni, en þaðan hafa Íslendingar m.a. verið að fá nautakjöt.

Mannkyninu fjölgar hratt og krafan um meiri og ódýrari mat hefur leitt til þess að eldi dýra í verksmiðjubúskap er alltaf að aukast. Hlutfall hans af kjötframleiðslu í heiminum er langt yfir 2/3. Um 80% af öllum kjúklingum, 50% af svínum og tæp 50% af nautgripum eru alin á verksmiðjubúum. Þar er notkun á sýklalyfjum einnig mest.

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...