Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Notkun sýklalyfja í landbúnaði
Skoðun 8. júní 2023

Notkun sýklalyfja í landbúnaði

Höfundur: Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur hjá MS.

Í nóvember 2022 kom út tólfta skýrsla Evrópsku eftirlitsstofnunarinnar um notkun sýklalyfja í landbúnaði (ESVAC), þ.e. í búfé sem haldið er til matvælaframleiðslu að sölu sýklalyfja til fiskeldis meðtaldri.

Erna Bjarnadóttir.

Skýrslan nær til ársins 2021 og tekur til 31 lands; ESB ríkjanna 27 auk Bretlands, Sviss, Noregs og Íslands.

Sala sýklalyfja í Evrópu er borin saman sem sala í milligrömm (mg) á samræmda búfjáreiningu, PCU. PCU vísar til „Population Correction Unit“ sem tekur annars vegar tillit til stofnstærðar og hins vegar áætlaðs meðalþunga gripanna þegar sýklalyfjameðferð fer fram. Í ESB löndunum 27 hefur sala sýklalyfja dregist saman frá árinu 2018 úr 118,3 mg/PCU í 96,6 mg/PCE eða 18,3%. Það samsvarar um 1/3 af markmiði ESB um 50% samdrátt í sölu sýklalyfja árið 2030. Markmið ESB hljóðar upp á að þá nemi salan að hámarki 59,2 mg/PCU. Til samanburðar er sala sýklalyfja í landbúnaði á Íslandi einungis 3,6 mg/PCU.

Þegar horft er til allra landanna, alls 31, þá nam sala sýklalyfja að meðtali 84,4 mg/PCU eða ívið minna en innan ESB. Samfelldar upplýsingar fyrir árin 2011–2021 liggja fyrir frá 25 löndum og hefur sala á sýklalyfjum fyrir búfé dregist saman í þeim um 46,5%. Frá 2017 –2021 dróst salan saman um 20,9% í því 31 landi sem tekur nú þátt í starfi ESVAC.

Sala sýklalyfja á Íslandi

Meðfylgjandi mynd sýnir sölu á sýklalyfjum fyrir búfé sem milligrömm á búfjáreiningu (mg/ PCU). Segja má að Ísland og Noregur skeri sig úr þessum hópi nú líkt og áður. Löndin fjögur í samanburðinum sem standa utan ESB eru öll í hópi þeirra tíu landa þar sem salan er minnst.

Sala á sýklalyfjum til hópmeðferðar

Þegar litið er á sölu sýklalyfja fyrir búfé eftir því á hvaða notkunarformi þau eru voru 86,3% sölunnar á formi sem fyrst og fremst er ætlað til hópmeðferðar. Þetta skiptist þannig að lyf til að blanda í vatn til drykkjar var söluhæsta vöruformið eða 57,9% af heildarsölu í þessu 31 landi. Þar á eftir koma lyf til blöndunar í fóður (21,8%) og duft til inntöku (6,6%). Önnur notkun skiptist síðan í lyf til notkunar í sprautuformi sem nam 12,6%, sýklalyf til inndælingar í spena/ júgur, 0,71% og aðrar vörur sem námu 0,42% af heildarsölunni.

Í samanburði við þau lönd sem innfluttar búvörur koma frá, sem eru helst Danmörk, Þýskaland, Holland, Pólland og Ítalía, hefur Ísland algera sérstöðu. Sala sýklalyfja í þessum löndum er frá því að vera ríflega níföld á við sölu á Íslandi í Danmörku upp í tæplega 49 föld í Póllandi, miðað við sölu í mg/PCU. Í umfjöllun um sýklalyfjanotkun á Íslandi kemur skýrt fram að engin framleiðsla er á fóðri með viðbættum sýklalyfjum, hjá íslenskum fóðurframleiðendum.

Sýklalyf og umhverfið

Á undanförnum árum hafa vísindamenn hert rannsóknir á áhrifum útskolunar lyfja í búfjáráburði á umhverfið.

Í grein Frontiers síðan í september 2022, „Insights into the impact of manure on the environmental antibiotic residues and resistance pool“, er margan fróðleik að finna um þetta auk tilvitnana í eldra efni.

Í henni kemur fram að notkun búfjáráburðar í landbúnaði sé nú álitin lykiláhrifaþáttur á útbreiðslu gena (erfðaefnis) sem hafa myndað ónæmi gegn sýklalyfjum (ARG; Antibiotic resistance genes) hjá mannfólki, dýrum og í umhverfinu bæði á láði og legi, þar með talið grunnvatni. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að notkun búfjáráburðar frá húsdýrum sem hafa verið meðhöndluð með sýklalyfjum hefur leitt til aukningar á sýkla- lyfjaþolnum bakteríum (ARB; Antimicriobial resistant bacteria) og sýklalyfjaþolnum genum (ARG) í jarðvegi, samanborið við jarðveg sem fékk verksmiðjuframleiddan tilbúinn áburð eða engan áburð.

Sérstaða Íslands er ótvíræð

Af myndinni sem sýnir sölu sýklalyfja sést glöggt það mikilvæga forskot sem Ísland hefur á flestar aðrar Evrópuþjóðir. Þetta forskot nær einnig til óhjákvæmilegra áhrifa á umhverfið og hvernig lyfjaleifar og lyfjaþolið erfðaefni getur síðan borist með drykkjarvatni og beit búfjár inn í fæðukeðjuna á ný. Þetta eykur enn á þá ógn sem stafar af vaxandi sýklalyfjaónæmi í heiminum.

Í ljósi alls þessa, hví ættu Íslendingar þá að sækjast eftir að flytja inn og neyta búfjárafurða sem eru framleiddar við margfalda notkun sýklalyfja á við það sem gerist hér á landi og með tilheyrandi áhrifum á umhverfið og þar með íbúa viðkomandi landa? Meiri sómi væri að því að kappkosta að vera okkur sjálf næg um þær búfjárafurðir sem við kjósum að neyta og getum framleitt hér á landi.

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum
Fréttir 28. september 2023

Framleiðsla á náttúrulegum plöntuvarnarefnum

Algalíf, íslenska líftæknifyrirtækið, stefnir á að hasla sér völl í framleiðslu ...

Innviðauppbygging til 2025
Fréttir 28. september 2023

Innviðauppbygging til 2025

Fara á í 127 verkefni fram til ársins 2025 við uppbyggingu innviða til að mæta á...

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni
Fréttir 28. september 2023

Samfélagsleg ábyrgð í forgrunni

Sjávarútvegsráðstefnan 2023 verður haldin 2.–3. nóvember í Hörpu. Áhersluatriði ...

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu
Fréttir 27. september 2023

Heilt sumar eyðilagt hjá geitabóndanum Höllu

Í síðasta tölublaði Bændablaðsins greindum við frá því að Halla Sigríður Steinól...

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi
Fréttir 26. september 2023

Vex fiskur um hrygg í rannsóknum, tilraunum og erlendu samstarfi

Nemendur Landbúnaðarháskóla Íslands vinna fjölbreyttar rannsóknir og tilraunaver...

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar
Fréttir 26. september 2023

2.500 tonna kornþurrkstöð borgi sig frekar

25 af 33 eyfirskum bændum sem spurðir voru, sögðu að þeir myndu myndu nýta sér k...

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru
Fréttir 25. september 2023

Lífræni dagurinn haldinn hátíðlegur í Kaffi Flóru

Lífræni dagurinn var haldinn hátíðlegur víðs vegar um landið laugardaginn 16. se...

Ágúst verður forstöðumaður
Fréttir 25. september 2023

Ágúst verður forstöðumaður

Ágúst Sigurðsson hefur verið skipaður forstöðumaður Lands og skógar, nýrrar stof...