Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Mynd / Bjernes & Hoel
Fréttir 3. júní 2020

Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað

Höfundur: ehg - Nationen
Fram til þessa hafa allar sætkart­öflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað.
 
Hver Norðmaður neytir um eitt kíló af sætkartöflum á ári hverju og vinsældir þessarar tegundar rótargrænmetis eykst ár frá ári. Kjörskilyrði fyrir ræktuninni er í heitu veðri og vegna þess hafa sætkartöflur ekki verið ræktaðar í Noregi. Árið 2015 veitti svokallaður Gróðursjóður fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel í Vestfold-fylki fjármagn til að hefja tilraunaverkefni með að framleiða sætkartöflur í Noregi.
 
Gróðursjóðurinn var stofnaður af Gartnerhallen, Bama Eiendom og Norgesgruppen með tæpan einn og hálfan milljarð íslenskra króna í startfé en þeir deila út um tíu prósent af fénu árlega í tilraunaverkefni. Markmið Bjertnæs & Hoel var að kanna hvort mögulegt væri á að rækta sætkartöflur í Noregi og eftir fimm ára tilraunastarfsemi er fyrirtækið tilbúið að senda fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ferlið langt í frá hafa verið einfalt og ýmsar áskoranir á leiðinni.
 
Þrátt fyrir nafnið eru sætkart­öflur ekki í ætt með venjulegum kartöflum. Mestur hluti heimsframleiðslunnar fer fram í Kína en það sem flutt er inn til Evrópu kemur að mestu frá Bandaríkjunum. Mest neysla á rótargrænmetinu í Evrópu er á Suður-Spáni og Ítalíu. 
 

Skylt efni: sætkartöflur | Noregur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f