Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Mynd / Bjernes & Hoel
Fréttir 3. júní 2020

Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað

Höfundur: ehg - Nationen
Fram til þessa hafa allar sætkart­öflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað.
 
Hver Norðmaður neytir um eitt kíló af sætkartöflum á ári hverju og vinsældir þessarar tegundar rótargrænmetis eykst ár frá ári. Kjörskilyrði fyrir ræktuninni er í heitu veðri og vegna þess hafa sætkartöflur ekki verið ræktaðar í Noregi. Árið 2015 veitti svokallaður Gróðursjóður fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel í Vestfold-fylki fjármagn til að hefja tilraunaverkefni með að framleiða sætkartöflur í Noregi.
 
Gróðursjóðurinn var stofnaður af Gartnerhallen, Bama Eiendom og Norgesgruppen með tæpan einn og hálfan milljarð íslenskra króna í startfé en þeir deila út um tíu prósent af fénu árlega í tilraunaverkefni. Markmið Bjertnæs & Hoel var að kanna hvort mögulegt væri á að rækta sætkartöflur í Noregi og eftir fimm ára tilraunastarfsemi er fyrirtækið tilbúið að senda fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ferlið langt í frá hafa verið einfalt og ýmsar áskoranir á leiðinni.
 
Þrátt fyrir nafnið eru sætkart­öflur ekki í ætt með venjulegum kartöflum. Mestur hluti heimsframleiðslunnar fer fram í Kína en það sem flutt er inn til Evrópu kemur að mestu frá Bandaríkjunum. Mest neysla á rótargrænmetinu í Evrópu er á Suður-Spáni og Ítalíu. 
 

Skylt efni: sætkartöflur | Noregur

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...