Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Mynd / Bjernes & Hoel
Fréttir 3. júní 2020

Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað

Höfundur: ehg - Nationen
Fram til þessa hafa allar sætkart­öflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað.
 
Hver Norðmaður neytir um eitt kíló af sætkartöflum á ári hverju og vinsældir þessarar tegundar rótargrænmetis eykst ár frá ári. Kjörskilyrði fyrir ræktuninni er í heitu veðri og vegna þess hafa sætkartöflur ekki verið ræktaðar í Noregi. Árið 2015 veitti svokallaður Gróðursjóður fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel í Vestfold-fylki fjármagn til að hefja tilraunaverkefni með að framleiða sætkartöflur í Noregi.
 
Gróðursjóðurinn var stofnaður af Gartnerhallen, Bama Eiendom og Norgesgruppen með tæpan einn og hálfan milljarð íslenskra króna í startfé en þeir deila út um tíu prósent af fénu árlega í tilraunaverkefni. Markmið Bjertnæs & Hoel var að kanna hvort mögulegt væri á að rækta sætkartöflur í Noregi og eftir fimm ára tilraunastarfsemi er fyrirtækið tilbúið að senda fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ferlið langt í frá hafa verið einfalt og ýmsar áskoranir á leiðinni.
 
Þrátt fyrir nafnið eru sætkart­öflur ekki í ætt með venjulegum kartöflum. Mestur hluti heimsframleiðslunnar fer fram í Kína en það sem flutt er inn til Evrópu kemur að mestu frá Bandaríkjunum. Mest neysla á rótargrænmetinu í Evrópu er á Suður-Spáni og Ítalíu. 
 

Skylt efni: sætkartöflur | Noregur

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert
Fréttir 8. desember 2023

Bæta má orkunýtingu í landbúnaði talsvert

Unnt er að spara allt að 1.500 GWst árlega á Íslandi og þar af um 43 GWst í land...

Opnunarhóf í Miðskógi
Fréttir 8. desember 2023

Opnunarhóf í Miðskógi

Byggingu nýs kjúklingahúss í Dölunum er lokið og verður tekið í notkun 1. desemb...

Skilgreina opinbera grunnþjónustu
Fréttir 8. desember 2023

Skilgreina opinbera grunnþjónustu

Unnin hafa verið drög að skilgreiningu á opinberri grunnþjónustu, ásamt greinarg...

Innleiða þarf vistkerfisnálgun
Fréttir 7. desember 2023

Innleiða þarf vistkerfisnálgun

Tímabært þykir að innleiða vistkerfisnálgun á Íslandi með skipulögðum hætti. Fræ...

Verðmætasköpun eykst og mikil sala
Fréttir 7. desember 2023

Verðmætasköpun eykst og mikil sala

Æðarræktarfélag Íslands (ÆÍ) hélt aðalfund að Keldnaholti 18. nóvember. Alls mæt...

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu
Fréttir 6. desember 2023

Tilraun til að bjarga færeyska hrossakyninu

Færeyska hestakynið er í útrýmingarhættu en í dag eru til 89 færeysk hross og af...

Nýr stjórnarformaður
Fréttir 6. desember 2023

Nýr stjórnarformaður

Daði Guðjónsson er nýr stjórnarformaður markaðsstofunnar Icelandic Lamb, sem fer...

Margir fengu vel í soðið
Fréttir 6. desember 2023

Margir fengu vel í soðið

Útlit er fyrir að rjúpnaveiði hafi í ár verið allt að 20% meiri en í fyrra. Meða...