Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Mynd / Bjernes & Hoel
Fréttir 3. júní 2020

Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað

Höfundur: ehg - Nationen
Fram til þessa hafa allar sætkart­öflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað.
 
Hver Norðmaður neytir um eitt kíló af sætkartöflum á ári hverju og vinsældir þessarar tegundar rótargrænmetis eykst ár frá ári. Kjörskilyrði fyrir ræktuninni er í heitu veðri og vegna þess hafa sætkartöflur ekki verið ræktaðar í Noregi. Árið 2015 veitti svokallaður Gróðursjóður fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel í Vestfold-fylki fjármagn til að hefja tilraunaverkefni með að framleiða sætkartöflur í Noregi.
 
Gróðursjóðurinn var stofnaður af Gartnerhallen, Bama Eiendom og Norgesgruppen með tæpan einn og hálfan milljarð íslenskra króna í startfé en þeir deila út um tíu prósent af fénu árlega í tilraunaverkefni. Markmið Bjertnæs & Hoel var að kanna hvort mögulegt væri á að rækta sætkartöflur í Noregi og eftir fimm ára tilraunastarfsemi er fyrirtækið tilbúið að senda fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ferlið langt í frá hafa verið einfalt og ýmsar áskoranir á leiðinni.
 
Þrátt fyrir nafnið eru sætkart­öflur ekki í ætt með venjulegum kartöflum. Mestur hluti heimsframleiðslunnar fer fram í Kína en það sem flutt er inn til Evrópu kemur að mestu frá Bandaríkjunum. Mest neysla á rótargrænmetinu í Evrópu er á Suður-Spáni og Ítalíu. 
 

Skylt efni: sætkartöflur | Noregur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...