Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Innan tíðar geta norskir neytendur farið að kaupa sætar kartöflur sem ræktaðar eru í Norgi í stað innfluttra.
Mynd / Bjernes & Hoel
Fréttir 3. júní 2020

Norskar sætar kartöflur frá Bjertnæs & Hoel á markað

Höfundur: ehg - Nationen
Fram til þessa hafa allar sætkart­öflur sem seldar eru í verslunum í Noregi verið innfluttar en nú verður breyting á. Eftir fimm ára tilraunastarfsemi og kostnað upp á um 140 milljónir árlega hefur fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel tekist að rækta rótargrænmetið í Noregi og koma því á markað.
 
Hver Norðmaður neytir um eitt kíló af sætkartöflum á ári hverju og vinsældir þessarar tegundar rótargrænmetis eykst ár frá ári. Kjörskilyrði fyrir ræktuninni er í heitu veðri og vegna þess hafa sætkartöflur ekki verið ræktaðar í Noregi. Árið 2015 veitti svokallaður Gróðursjóður fyrirtækinu Bjertnæs & Hoel í Vestfold-fylki fjármagn til að hefja tilraunaverkefni með að framleiða sætkartöflur í Noregi.
 
Gróðursjóðurinn var stofnaður af Gartnerhallen, Bama Eiendom og Norgesgruppen með tæpan einn og hálfan milljarð íslenskra króna í startfé en þeir deila út um tíu prósent af fénu árlega í tilraunaverkefni. Markmið Bjertnæs & Hoel var að kanna hvort mögulegt væri á að rækta sætkartöflur í Noregi og eftir fimm ára tilraunastarfsemi er fyrirtækið tilbúið að senda fyrstu vörurnar á markað en forsvarsmenn fyrirtækisins segja ferlið langt í frá hafa verið einfalt og ýmsar áskoranir á leiðinni.
 
Þrátt fyrir nafnið eru sætkart­öflur ekki í ætt með venjulegum kartöflum. Mestur hluti heimsframleiðslunnar fer fram í Kína en það sem flutt er inn til Evrópu kemur að mestu frá Bandaríkjunum. Mest neysla á rótargrænmetinu í Evrópu er á Suður-Spáni og Ítalíu. 
 

Skylt efni: sætkartöflur | Noregur

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...