Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis
Fréttir 4. desember 2015

Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.

Fulltrúar Norðurlandanna á loftslagsráðstefnunni í París ætla að vekja athygli á mikilvægi endurheimtunnar votlendis í heiminum til að draga úr losun koltvísýrings og hlýnunar jarðar.

Þar sem votlendi getur bundið í sér mikið magn koltvísýrings er endurheimt þess talin ein allra hagkvæmasta leiðin sem fyrir liggur til að binda hann og draga þannig úr hækkandi lofthita á jörðinni.

Framræsla mýra í heiminum hefur losað gríðarlegt magn á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið undanfarna áratugi. Talið er að búið sé að ræsa fram um 45% af öllu votlendi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, 60% af öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu votlendi jarðar.

Umhverfisráðherrar Norður­landanna ætla að leggja sameiginlega fram yfirlýsingu á loftslagsráðstefnunni í París þar sem þeir leggja áherslu á mikilvægi votlendisins og endurheimt þess.

Vaxtalækkun lána
Fréttir 1. mars 2024

Vaxtalækkun lána

Fram kom í frétt Bændablaðsins, 2. nóvember 2023, að stjórn Byggðastofnunar hefð...

Endurvinnslan er mest innanlands
Fréttir 29. febrúar 2024

Endurvinnslan er mest innanlands

Guðlaugur Gylfi Sverrisson, rekstrarstjóri Úrvinnslusjóðs, segir stjórn sjóðsins...

Háskóladagurinn á fjórum stöðum
Fréttir 29. febrúar 2024

Háskóladagurinn á fjórum stöðum

Háskóladagurinn verður haldinn í Reykjavík laugardaginn 2. mars.Þá gefst fólki k...

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða
Fréttir 29. febrúar 2024

Rýnt í lagaumgjörð hvalveiða

Forsætisráðherra hefur skipað starfshóp sem falið er að skoða lagaumgjörð hvalve...

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu
Fréttir 28. febrúar 2024

Rækta má hundruð kílóa kjöts af einni stofnfrumu

Vistkjöt var boðið til smökkunar í Kópavoginum um miðjan mánuð, í fyrsta sinn í ...

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“
Fréttir 28. febrúar 2024

Lambhagi notar „Íslenskt staðfest“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Hafberg Þórisson, eigan...

Samræmt söfnunarkerfi
Fréttir 27. febrúar 2024

Samræmt söfnunarkerfi

Vinna á tillögu um útfærslu fyrir samræmt söfnunarkerfi dýraleifa á landsvísu se...

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi
Fréttir 27. febrúar 2024

Áhyggjur af myglu, tollum og garðyrkjunámi

Deildarfundur garðyrkjubænda innan Bændasamtaka Íslands var haldinn 12. febrúar ...