Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis
Fréttir 4. desember 2015

Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.

Fulltrúar Norðurlandanna á loftslagsráðstefnunni í París ætla að vekja athygli á mikilvægi endurheimtunnar votlendis í heiminum til að draga úr losun koltvísýrings og hlýnunar jarðar.

Þar sem votlendi getur bundið í sér mikið magn koltvísýrings er endurheimt þess talin ein allra hagkvæmasta leiðin sem fyrir liggur til að binda hann og draga þannig úr hækkandi lofthita á jörðinni.

Framræsla mýra í heiminum hefur losað gríðarlegt magn á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið undanfarna áratugi. Talið er að búið sé að ræsa fram um 45% af öllu votlendi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, 60% af öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu votlendi jarðar.

Umhverfisráðherrar Norður­landanna ætla að leggja sameiginlega fram yfirlýsingu á loftslagsráðstefnunni í París þar sem þeir leggja áherslu á mikilvægi votlendisins og endurheimt þess.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...