Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis
Fréttir 4. desember 2015

Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.

Fulltrúar Norðurlandanna á loftslagsráðstefnunni í París ætla að vekja athygli á mikilvægi endurheimtunnar votlendis í heiminum til að draga úr losun koltvísýrings og hlýnunar jarðar.

Þar sem votlendi getur bundið í sér mikið magn koltvísýrings er endurheimt þess talin ein allra hagkvæmasta leiðin sem fyrir liggur til að binda hann og draga þannig úr hækkandi lofthita á jörðinni.

Framræsla mýra í heiminum hefur losað gríðarlegt magn á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið undanfarna áratugi. Talið er að búið sé að ræsa fram um 45% af öllu votlendi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, 60% af öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu votlendi jarðar.

Umhverfisráðherrar Norður­landanna ætla að leggja sameiginlega fram yfirlýsingu á loftslagsráðstefnunni í París þar sem þeir leggja áherslu á mikilvægi votlendisins og endurheimt þess.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...