Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis
Fréttir 4. desember 2015

Norðurlöndin leggja áherslu á endurheimt votlendis

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mýrlendi þekur einungis um 3% af yfirborði jarðar en geymir í sér um 550 gígatonn af koltvísýringi sem er meira en allir skógar jarðarinnar.

Fulltrúar Norðurlandanna á loftslagsráðstefnunni í París ætla að vekja athygli á mikilvægi endurheimtunnar votlendis í heiminum til að draga úr losun koltvísýrings og hlýnunar jarðar.

Þar sem votlendi getur bundið í sér mikið magn koltvísýrings er endurheimt þess talin ein allra hagkvæmasta leiðin sem fyrir liggur til að binda hann og draga þannig úr hækkandi lofthita á jörðinni.

Framræsla mýra í heiminum hefur losað gríðarlegt magn á koltvísýringi og öðrum gróðurhúsalofttegundum út í andrúmsloftið undanfarna áratugi. Talið er að búið sé að ræsa fram um 45% af öllu votlendi á Norðurlöndunum og í Eystrasaltslöndunum, 60% af öllu votlendi í Evrópu og 16% öllu votlendi jarðar.

Umhverfisráðherrar Norður­landanna ætla að leggja sameiginlega fram yfirlýsingu á loftslagsráðstefnunni í París þar sem þeir leggja áherslu á mikilvægi votlendisins og endurheimt þess.

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...