Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Norðan áhlaup snemma á ferðinni
Fréttir 18. september 2018

Norðan áhlaup snemma á ferðinni

Höfundur: Vilmundur Hansen

Mögulega snjór í byggð á fimmtudag og föstudag á norðanverðu landinu. Samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofu Íslands er fyrsta norðan áhlaup haustsins er væntanlegt síðar í vikunni og er það frekar snemma á ferðinni að þessu sinni. Það er því enn ríkari ástæða til að fylgjast vel með veðurspám næstu daga.

Á morgun, miðvikudag, má búast við að gangi í hvassa norðanátt með drjúgri rigningu norðan- og austanlands, en snjókomu í hærri fjöll. Á miðvikudagskvöld og aðfaranótt fimmtudags færist kaldara loft yfir landið og á fimmtudaginn er útlit fyrir að úrkoman á norðanverðu landinu verði á formi slyddu eða snjókomu langleiðina niður að sjávarmáli. Á föstudag er möguleiki á að aukin ákefð færist í úrkomuna og að hún verði ýmist á formi rigningar, slyddu eða snjókomu á norðurhelmingi landsins. Gert er ráð fyrir ört batnandi veðri á laugardag.

Enn óvissa í spám

Þessu norðan áhlaupi veldur djúpt lægðasvæði austur af landi. Enn er óvissa í spám varðandi braut lægðanna og dýpi þeirra og þar með hversu hvasst verður og hve neðarlega mörk rigningar og snjókomu verða. Engu að síður er norðan óveður af einhverju tagi líklegt.


Viðvaranir vegna veðursins verðauppfærðar eftir því sem nýjir spáreikningar berast og tilefni er til.
 

Skylt efni: Veður | viðvörun

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...