Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Nokkur orð um skýrsluhald sauðfjár
Fræðsluhornið 22. júlí 2015

Nokkur orð um skýrsluhald sauðfjár

Höfundur: Eyjólfur Ingvi Bjarnason Ráðunautur í sauðfjárrækt
Um mánaðamótin mars/apríl sl. var skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt uppfært. Uppfærslunni var svo fylgt eftir með kynningarfundum um allt land í apríl og júní sem nú er lokið en á þá fundi mættu rúmlega 600 aðilar. Á fundunum var farið yfir helstu breytingar á kerfinu og sýnt hvernig skráningarkerfið virkar. 
Samhliða þessu voru útbúin kennslumyndbönd og eru tenglar á þau aðgengilegir á heimasíðu RML. 
 
Skráning vorgagna hefur gengið vel það sem af er. Af athugasemdum/ábendingum frá notendum að dæma eru menn almennt ánægðir og telja skráningu vorgagna ganga betur fyrir sig en í eldri útgáfu. Áfram er þó unnið að endurbótum og lagfæringum á kerfinu og allar ábendingar vel þegnar. Hægt er að senda þær á netfangið fjarvis@rml.is eða með því að nota hnappinn „Senda athugasemd“ í Fjárvís.
 
Ein þeirra breytinga sem nú gildir frá vorinu 2015 er að notendur velja sjálfir hvort þeir vilji áfram fá sendar bækur til útfyllingar. Innheimt verður gjald af þeim sem kjósa að fá bækurnar sendar áfram. Gjaldið verður 2.000 kr/án vsk. á hverja bók. Notendur geta sjálfir prentað bækur með því að velja PDF-skjal í kerfinu sem útbýr bókina til útprentunar á A4 blöð. Við uppfærslu Fjárvís var þessi möguleiki þannig stilltur hjá öllum notendum að þeir myndu vilja fá bók en þessu atriði er breytt í „Stillingar – Notandi“. Þeir notendur sem ekki vilja fá haustbók 2015 verða því að breyta stillingum á sínu búi fyrir miðjan ágúst nk. Þá verður ráðist í að prenta bækur fyrir þá sem vilja fá bækur til útfyllingar í haust.
Líkt og áður verður kynbótamat fyrir frjósemi reiknað í sumar og gögn frá vorinu 2015 tekin með svo nýjustu upplýsingar um þann eiginlega séu tiltækar við val ásetningslamba í haust. 
 
Á vorbókunum sem menn eiga núna er viðmiðunardagsetning vegna gagnaskila 15. júlí nk. Vanti menn aðstoð við skráningu gagna er hægt að hafa samband við RML í síma 516-5000 eða með því að senda tölvupóst á fjarvis@rml.is. 
 
Jafnframt er minnt á kennslumyndböndin á heimasíðu RML, þar eru í dag myndbönd sem taka á öllum helstu atriðum varðandi skráningu vorgagna.

2 myndir:

Bændur bera skarðan hlut frá borði
Fréttir 7. október 2022

Bændur bera skarðan hlut frá borði

Á hagtölusíðu Bændablaðsins er tekið dæmi um hvernig verðmæti á frönskum kartöfl...

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður
Fréttir 7. október 2022

Lausnin gegn óstöðugum mörkuðum er landbúnaður

Það er ekkert launungarmál að heimsfaraldurinn og síðar innrás Rússa í Úkr...

Fer betur með féð
Fréttir 7. október 2022

Fer betur með féð

Tvær nýjar réttir voru teknar í notkun í Strandabyggð í síðasta mánuði. O...

Gripir að skila sér rýrari af fjalli
Fréttir 6. október 2022

Gripir að skila sér rýrari af fjalli

Myndarlegur fjárhópur á haustbeit í Hænuvík í Patreksfirði. Líklegt er að...

Tugmilljónum alifugla fargað
Fréttir 6. október 2022

Tugmilljónum alifugla fargað

Á síðastliðnu árið, frá 30. september 2021 til 30. september 2022, var um 48...

Endurvakning í uppsiglingu
Fréttir 6. október 2022

Endurvakning í uppsiglingu

Sóttvarnarstofnun Danmerkur hefur gefið út að lýðheilsu standi ekki ógn af e...

Tugprósenta hækkun á áburðarverði
Fréttir 6. október 2022

Tugprósenta hækkun á áburðarverði

Feiknarlegur skjálfti á orkuverði í Evrópu hefur leitt til mikilla verðhækka...

Mikil eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 5. október 2022

Mikil eftirspurn eftir lóðum

Töluverð eftirspurn er eftir húsnæði, byggingarlóðum og lóðum undir atvinnun...