Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Mynd / sá
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að breikka ættarlínur og koma í veg fyrir skyldleikaræktun.

Geitfjárræktarfélagið hefur flest undanfarin ár tekið sæði úr höfrum í hafrastöð sinni á Hvanneyri og fryst til varðveislu.

„Alls voru sjö hafrar teknir á stöð á síðasta ári og voru það hafrar frá Háafelli, Eskiholti, Hrísakoti og Háhóli. Sæði var nýtt frá fjórum bæjum og er mikilvægt að fleiri nýti sér hafrastöðina,“ segir Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, aðspurður um gang mála í stöðinni.

Góður banki myndast

Miklar kvaðir eru á flutningi geita milli svæða og því auðveldar sæðistaka til muna kynbætur á hinum smáa stofni. Stöðin var sett á laggirnar árið 2019 til að skjóta stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og langtíma varðveislu erfðaefnis íslenska geitastofnsins.

Í fyrra var tekið sæði í um 560 strá og segir Brynjar Þór augljóst að mikið magn sé til staðar fyrir áhugasama. „Allt sæði er djúpfryst og geymt og hefur myndast góður banki. Hefur á Háafelli verið reynt að sæða með yfir tíu ára gömlu sæði og var góður árangur af því,“ segir hann.

Geitfjárbændur hvattir til að sæða

„Ráðgert er að sama snið verði á stöðinni áfram og eru geitabændur hvattir til að athuga hvort sæðingar henti. Þá sérstaklega í ljósi þess að breikka út ættarlínur sínar og forðast skyldleikaræktun,“ segir Brynjar og bætir við að árangur hafi því miður verið misjafn en nokkrir þó náð góðum árangri.

„Hins vegar er reynslan aðeins frá fáum búum og því ekki hægt að segja með fullnægjandi hætti hversu góður árangur er,“ segir hann enn fremur og minnir á að sæði sé bændum að kostnaðarlausu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...