Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Heilmikið er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta það til að breikka út ættarlínur og forðast skyldleikaræktun.
Mynd / sá
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að breikka ættarlínur og koma í veg fyrir skyldleikaræktun.

Geitfjárræktarfélagið hefur flest undanfarin ár tekið sæði úr höfrum í hafrastöð sinni á Hvanneyri og fryst til varðveislu.

„Alls voru sjö hafrar teknir á stöð á síðasta ári og voru það hafrar frá Háafelli, Eskiholti, Hrísakoti og Háhóli. Sæði var nýtt frá fjórum bæjum og er mikilvægt að fleiri nýti sér hafrastöðina,“ segir Brynjar Þór Vigfússon, formaður Geitfjárræktarfélags Íslands, aðspurður um gang mála í stöðinni.

Góður banki myndast

Miklar kvaðir eru á flutningi geita milli svæða og því auðveldar sæðistaka til muna kynbætur á hinum smáa stofni. Stöðin var sett á laggirnar árið 2019 til að skjóta stoðum undir söfnun sæðis, frystingu, nýtingu og langtíma varðveislu erfðaefnis íslenska geitastofnsins.

Í fyrra var tekið sæði í um 560 strá og segir Brynjar Þór augljóst að mikið magn sé til staðar fyrir áhugasama. „Allt sæði er djúpfryst og geymt og hefur myndast góður banki. Hefur á Háafelli verið reynt að sæða með yfir tíu ára gömlu sæði og var góður árangur af því,“ segir hann.

Geitfjárbændur hvattir til að sæða

„Ráðgert er að sama snið verði á stöðinni áfram og eru geitabændur hvattir til að athuga hvort sæðingar henti. Þá sérstaklega í ljósi þess að breikka út ættarlínur sínar og forðast skyldleikaræktun,“ segir Brynjar og bætir við að árangur hafi því miður verið misjafn en nokkrir þó náð góðum árangri.

„Hins vegar er reynslan aðeins frá fáum búum og því ekki hægt að segja með fullnægjandi hætti hversu góður árangur er,“ segir hann enn fremur og minnir á að sæði sé bændum að kostnaðarlausu.

Skylt efni: geitfjárrækt

Bláskógabyggð fremst í flokki
Fréttir 12. nóvember 2025

Bláskógabyggð fremst í flokki

Bláskógabyggð hefur verið útnefnd í fyrsta sæti af fjórum „Sveitarfélögum ársins...

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f