Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri Matís og einn umsækjenda um starfið.
Oddur Már Gunnarsson er starfandi forstjóri Matís og einn umsækjenda um starfið.
Mynd / Matís
Fréttir 25. september 2019

Níu umsóknir um starf forstjóra Matís

Höfundur: smh

Staða forstjóra Matís ohf. var auglýst laus til umsóknar á dögunum og rann umsóknarfresturinn út síðastliðinn mánudag. Níu umsóknir bárust í stöðuna.

Umsækjendur eru eftirfarandi: Anna Kristín Daníelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Halldórsson, Guðmundur Stefánsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Oddur Már Gunnarsson, Richard Kristinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Steinar Sigurðsson.

Starfandi forstjóri er Oddur Már Gunnarsson sem tók við stöðunni þegar Sveini Margeirssyni var sagt upp störfum í byrjun desember á síðasta ári.

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað nýja stjórn fyrir félagið sem er opinbert hlutafélag og alfarið í eigu íslenska ríkisins. Hana skipa áfram þau Arnar Árnason, Drífa Kristín Sigurðardóttir, Helga Sigurrós Valgeirsdóttir, Sigmundur Einar Ófeigsson, Sigrún Traustadóttir og Sindri Sigurðsson, en nýr í stjórn er Hákon Stefánsson. Hann er lögmaður og stjórnarformaður Creditinfo og kemur í stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnarformanns.  

Hjá Matís er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líftækni í þágu atvinnulífsins, matvælaöryggis og lýðheilsu; þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu.

 

Skylt efni: Matís

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...