Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.
Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.
Fréttir 7. nóvember 2014

Nauðsynlegt að gera verndaráætlun fyrir búfjárstofna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Íslendingar bera ábyrgð á varðveislu íslenskra búfjárstofna samkvæmt Ríó-sáttmálanum frá árinu 1992. Má því búast við að það verði að gera ákveðnar ráðstafanir til að varðveita íslenska kúakynið verði innflutningur á norsku eða öðru erfðaefni leyfður til að auka nyt íslenska mjólkurkúastofnsins.

Þorsteinn Ólafsson, dýralæknir á Nautastöðinni á Hesti í Borgarfirði, segir að Matvælastofnun hafi gert áhættugreiningu fyrir hugsanlegan innflutning á sæði úr norsku holdanautakyni til landsins.

„Að mínu mati er vissulega komin þörf að á flytja nýtt holdanautakyn til landsins eins og áður hefur verið gert. Ég var um tíma forstöðumaður Nauta- og einangrunarstöðvarinnar í Hrísey og mér vitanlega urðu engin óhöpp í tengslum við innflutning á dýrunum þangað. Hvorki á Galloway-sæði frá Skotlandi, í byrjun áttunda áratugarins, né á fósturvísum, 1994, frá Danmörku úr Limousin- og Angus-nautgripum sem ólu af sér bæði naut og kvígur.

Það hefur aftur á móti gengið illa að framrækta þessa holdanautastofna vegna þess að þeir voru skyldir innbyrðis.“

Magnús Stephensen flutti inn danskar kýr

Þorsteinn segir að auk þess sem landnámsmenn hafi flutt nautgripi til landsins á sínum tíma sé líklegt að Magnús Stephensen, dómstjóri í landsyfirdómi, hafi flutt inn kýr frá Danmörku í upphafi nítjándu aldar án þess að það sé að sjá í erfðaefni íslenska kúastofnsins í dag.

„Í mínum huga er tæknilega ekkert öðruvísi að flytja inn holdagripi eða gripi til mjalta. Allt er þetta framkvæmanlegt og jafnvel án lagabreytinga með því að gera það í gegnum einangrunarstöð. Það er aftur á móti seinvirk og dýr leið að margra mati. Aftur á móti þarf lagasetningu ef flytja á sæði eða lifandi afkvæmi beint inn á bú.“

Verndaráætlun er alger forsenda

„Persónulega tel ég algera forsendu fyrir innflutningi að sett verði upp verndaráætlun fyrir íslenska kúakynið og íslenska búfjárstofna almennt og mér vitanlega ekkert slíkt verið gert fram til þessa.

Hvernig það er gert er svo pólitísk ákvörðun. Við gætum til dæmis gætt þess að innblöndunin færi ekki yfir 10 til 25% af íslenska stofninum eða ákveðið að halda eftir tvö til fimm þúsund íslenskum gripum á sérstökum búum. Einn valkostur getur svo verið að halda áfram að rækta íslensku mjólkurkúna og flytja ekki inn neitt erfðaefni af mjólkurkúastofni. Styrkir til kúabænda tækju þá mið af því.

Eins gott að flytja inn hreinan stofn

„Ef til stendur að flytja inn nýtt erfðaefni þá tel ég allt eins gott að flytja inn nýtt og hreint kúakyn í stað þess að flytja inn sæði frá Noregi til innblöndunnar við íslenska stofninn. Með því mundum við spara okkur þann tíma sem fer í að blanda saman og rækta upp nýjan norsk-íslenskan kúastofn.“

Ávinningur með NRF felst aðallega í kjöti

Þorsteinn segir að helsti ávinningurinn við að flytja inn sæði úr norsku NRF-nautum felist í aukinni kjötframleiðslu þó að nytin ykist talsvert.

„Í kynbótum sínum hafa Norðmenn lagt mesta áherslu á heilbrigði og frjósemi sem hugsanlega gæti nýst okkur. Þeir hafa aftur á móti ekki lagt jafn mikla áherslu á nytina eins og gert hefur verið í ræktun margra annarra kúakynja,“ segir Þorsteinn Ólafsson dýralæknir.

Rökstuddur grunur um blóðþorra
Fréttir 3. desember 2021

Rökstuddur grunur um blóðþorra

Veira sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi, Infectious salmon anaemia, h...

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi
Fréttir 3. desember 2021

Nýsköpunar- og þróunarsetur verði byggt upp á Vesturlandi

Landbúnaðarháskóli Íslands og Háskólinn á Bifröst hafa tekið höndum saman um að ...

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði
Fréttir 3. desember 2021

Ísland er enn í sérflokki þegar kemur að lítilli notkun sýklalyfja í landbúnaði

Samkvæmt skýrslu European Medicine Agency, sem kom út í síðustu viku, er sýklaly...

Landselastofninn við sögulegt lágmark
Fréttir 3. desember 2021

Landselastofninn við sögulegt lágmark

Hafrannsóknastofnun leggur til að beinar veiðar á landsel verði áfram takmarkaða...

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst
Fréttir 2. desember 2021

Innflutningur á dönskum jólatrjám dregst saman en sala íslenskra eykst

Fyrsta helgin í sölu íslenskra jólatrjáa er nú fram undan í íslenskum jólaskógum...

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu
Fréttir 2. desember 2021

Fjármálaráðherra vill skoða kaup á Hótel Sögu

Í frumvarpi fjármálaráðherra til fjárlaga fyrir árið 2020 er lagt til að skoða m...

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum
Fréttir 2. desember 2021

Sauðfjárbændum hefur fækkað um ríflega þriðjung á 40 árum

Á síðasta ári voru sauðfjárbændur í landinu 2.078 samkvæmt haustskýrslum og höfð...

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu
Fréttir 2. desember 2021

Sóknarmöguleikar sem verðskulda athygli og uppbyggingu

„Mér finnst ég standa inni í málaflokki sem er bæði tengdur sterkt inn í fortíð ...