Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Nauðbeygður til að verjast
Fréttir 25. maí 2023

Nauðbeygður til að verjast

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Bændur gætu verið í vanda telji þeir vindmyllur sem reisa á mögulega í nágrenni við þá rýra á einhvern hátt notagildi jarða þeirra.

Bóndi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi spyr hvort hann sé nauðbeygður til að eyða tíma sínum í að verða einhvers konar vindorkuverasérfræðingur til að verja hendur sínar fyrir áformum um vindmyllugarð á næstu jörð. Hann segi fráleitt að íbúar í dreifbýli þurfi jafnvel að ráða sér lögfræðinga til að verjast slíku.

Athygli vekur að viðkomandi bóndi komst á snoðir um áform nágranna síns fyrir tilviljun, þegar hann rakst á skýrslu verkfræðistofu um verkefnið sem fylgigagn fundargerðar sveitarstjórnar á vefnum. „Ef af þessu verður mun þetta rýra notagildi nærliggjandi jarða og hafa veruleg áhrif á umhverfið í kring. Þetta vakti mikinn óhug okkar. Er ekki það sama að gerast í Hvalfirði, Borgarfirði og Dölunum?“ spyr bóndinn og telur að ef reisa eigi vindorkuver ættu þau að vera í eigu landsmanna en ekki einkaaðila þar sem að baki standi erlend stórfyrirtæki.

Sjá nánar bls. 20–22. í nýju Bændablaði sem kom út í morgun.

Skylt efni: Vindmyllur

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...