Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Gasleiðslur í Þýskalandi.
Gasleiðslur í Þýskalandi.
Mynd / Quinten de Graaf - Unsplash
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Eurostat í janúar síðastliðnum sögðust 6,9% íbúa Evrópusambandsins ekki hafa efni á að kynda íbúðir sínar. Það eru um 31 milljón af 447 milljónum íbúa ESB. Þann 5. nóvember síðastliðinn birti Eurostat síðan opinberlega á vef sínum niðurstöður um könnun sem gerð var  um þessi mál 2020. Þær sýna enn verri stöðu en þar var greint frá í janúar, en þar sagði m.a.:

„Könnun sem gerð var í öllum ríkjum  ESB leiddi í ljós að á árinu 2020 sögðust 8% íbúa ESB ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum.“  Það þýðir nær 36 milljónir manna en ekki 31 milljón eins og áður hafði verið greint frá.

Milljónir manna í ömurlegri stöðu

„Ástandið var mismunandi milli aðildarríkja ESB. Verst var staðan í Búlgaríu þar sem 27% íbúa sögðust ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum. Þar á eftir kom Litháen með 23% íbúa, Kýpur með 21% og Portúgal og Grikkland voru bæði með 17% íbúa í þeirri stöðu.“

Þetta þýðir að nær 1,9 milljónir manna af um 6,9 milljónum íbúa Búlgaríu höfðu ekki tök á að kynda íbúðir sínar svo nægjanlegt þætti. Sömu sögu var að segja af 640 þúsund Litháum, um 252 þúsund Kýpurbúum, um 800 þúsund Portúgölum og 1,8 milljónum Grikkja.

Enn búa Íslendingar við einstaka stöðu sem ekki er sjálfgefin

Þessar tölur Eurostat og ESB sýna vel í hversu ótrúlega góðri stöðu íslenska þjóðin er með sínum yfirráðum yfir orkulindum á borð við jarðhita og raforku. Miðað við þróunina í Evrópu er það þó síður en svo sjálfgefin staða ef horft er til mikillar ásælni í slík réttindi í gegnum milliríkjasamninga. Þar verður æ torveldara fyrir aðildarríki samninga eins og EES að halda í sameignarrétt íbúa á ákveðnum landsvæðum á slíkum orkulindum. Þar er hvers konar mismunun milli ríkja litin hornauga og taldar  viðskiptalegar hindranir. Þetta hefur meðal annars komið fram í aðskilnaði orkuframleiðslu og dreifingar á Íslandi og óttast margir að sala á innviðum í fjarskiptum til erlendra fjárfesta geti verið fordæmisgefandi um framhaldið.

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.