Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gasleiðslur í Þýskalandi.
Gasleiðslur í Þýskalandi.
Mynd / Quinten de Graaf - Unsplash
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Eurostat í janúar síðastliðnum sögðust 6,9% íbúa Evrópusambandsins ekki hafa efni á að kynda íbúðir sínar. Það eru um 31 milljón af 447 milljónum íbúa ESB. Þann 5. nóvember síðastliðinn birti Eurostat síðan opinberlega á vef sínum niðurstöður um könnun sem gerð var  um þessi mál 2020. Þær sýna enn verri stöðu en þar var greint frá í janúar, en þar sagði m.a.:

„Könnun sem gerð var í öllum ríkjum  ESB leiddi í ljós að á árinu 2020 sögðust 8% íbúa ESB ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum.“  Það þýðir nær 36 milljónir manna en ekki 31 milljón eins og áður hafði verið greint frá.

Milljónir manna í ömurlegri stöðu

„Ástandið var mismunandi milli aðildarríkja ESB. Verst var staðan í Búlgaríu þar sem 27% íbúa sögðust ekki geta haldið nægum hita á heimilum sínum. Þar á eftir kom Litháen með 23% íbúa, Kýpur með 21% og Portúgal og Grikkland voru bæði með 17% íbúa í þeirri stöðu.“

Þetta þýðir að nær 1,9 milljónir manna af um 6,9 milljónum íbúa Búlgaríu höfðu ekki tök á að kynda íbúðir sínar svo nægjanlegt þætti. Sömu sögu var að segja af 640 þúsund Litháum, um 252 þúsund Kýpurbúum, um 800 þúsund Portúgölum og 1,8 milljónum Grikkja.

Enn búa Íslendingar við einstaka stöðu sem ekki er sjálfgefin

Þessar tölur Eurostat og ESB sýna vel í hversu ótrúlega góðri stöðu íslenska þjóðin er með sínum yfirráðum yfir orkulindum á borð við jarðhita og raforku. Miðað við þróunina í Evrópu er það þó síður en svo sjálfgefin staða ef horft er til mikillar ásælni í slík réttindi í gegnum milliríkjasamninga. Þar verður æ torveldara fyrir aðildarríki samninga eins og EES að halda í sameignarrétt íbúa á ákveðnum landsvæðum á slíkum orkulindum. Þar er hvers konar mismunun milli ríkja litin hornauga og taldar  viðskiptalegar hindranir. Þetta hefur meðal annars komið fram í aðskilnaði orkuframleiðslu og dreifingar á Íslandi og óttast margir að sala á innviðum í fjarskiptum til erlendra fjárfesta geti verið fordæmisgefandi um framhaldið.

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg
Fréttir 9. júní 2023

Samstaða framleiðenda afar mikilvæg

Jóhanna Bergmann Þorvaldsdóttir, geitfjárbóndi á Háafelli í Hvítársíðu, var kjör...

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur
Fréttir 9. júní 2023

Flutningur nautgripa yfir varnarlínur

Nokkuð hefur borið á misskilningi eftir að reglum um flutning nautgripa yfir var...

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu
Fréttir 9. júní 2023

Kornræktendur fá fyrirframgreiðslu

Opnað var fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur þann 1. júní sl.

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna
Fréttir 9. júní 2023

Þrír handhafar landgræðsluverðlauna

Októ Einarsson, Skógræktarfélag Kópavogs og ferðaþjónustufyrirtækið Midgard eru ...

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi
Fréttir 8. júní 2023

Auknar fjárveitingar til viðhalds varnarlína í Miðfjarðarhólfi

Fjárveitingar til viðhalds á tveimur varnarlínum sauðfjársjúkdóma milli Miðfjarð...

Nýr lausapenni
Fréttir 8. júní 2023

Nýr lausapenni

Umfangsmeira Bændablað kallar á mannafla og er Þórdís Anna Gylfadóttir nýr liðsf...

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts
Fréttir 8. júní 2023

Dregur úr innlendri framleiðslu nautakjöts

Samdráttur í nautakjötsframleiðslu nú er afleiðing lægra afurðaverðs árið 2021 a...

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá
Fréttir 8. júní 2023

Eitt sýni jákvætt á Urriðaá

Nú er ljóst að eina staðfesta riðuveikitilfellið á Urriðaá í Miðfirði var í kind...