Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar.
Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar.
Mynd / TB
Fréttir 21. febrúar 2020

Nægjusemi er ein af forsendum þess að ná tökum á loftslagsvandanum

Höfundur: Ritstjórn

Gestur í hlaðvarpi Landgræðslunnar að þessu sinni er Guðrún Schmidt fræðslufulltrúi Landgræðslunnar. Guðrún ræðir um loftslagsmál frá ýmsum hliðum og segir að Íslendingar megi gjarnan temja sér meiri nægjusemi – enda sé nægjusemi ein af frumforsendum þess að mannkyni takist að ná tökum á loftslagsvandanum. Sömuleiðis, segir Guðrún, verður að endurskoða hagkerfið sem þrífst fyrst og síðast á neyslu og aftur neyslu.

Um langt árabil hefur Guðrún unnið að verkefnum sem tengjast fræðslu og umhverfismálum og hefur lagt kapp á að fræða börn um þau. Þá hefur hún menntað sig á þessu sviði og var á sínum tíma í meistaranámi sem tók á menntun til sjálfbærni.

Kennsluefni og námskeið um umhverfis- og loftslagsmál

Guðrún hefur m.a. útbúið kennsluefni sem tekur á umhverfis- og loftslagsmálum og segir í viðtalinu að grunnskólakennurum, hvar svo sem þeir búa á landinu, sé velkomið að hafa samband við hana ef þá skortir kennsluefni og/eða hugmyndir á þessu sviði.

Guðrún er ein margra sem hafa unnið að undirbúningi námskeiða sem ganga undir heitinu Loftslagsvænn landbúnaður. Þessi námskeið eru að fara gang og í viðtalinu fjallar hún um þau – sem og námskeiðaraðar sem hún kom að á sínum tíma og var nefnd Betra bú. Sjálfbærnihugtakið kemur til umræðu í viðtalinu sem og fjölmargt annað.

Umsjónarmaður þáttarins er sem fyrr Áskell Þórisson, kynningarfulltrúi Landgræðslunnar.

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir
Fréttir 15. apríl 2021

Flateyjarjörðinni á Mýrum í Austur-Skafta­fellssýslu verður skipt upp í tvær jarðir

Stjórn Selbakka ehf., sem á og rekur Flateyjarbúið á Mýrum í Austur-Skaftafellss...

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina
Fréttir 15. apríl 2021

Styrkir til rannsókna og þróunarverkefna búgreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til ranns...

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga
Fréttir 15. apríl 2021

Mælaborð landbúnaðarins markar tímamót varðandi samantekt og birtingu upplýsinga

Mælaborði landbúnaðarins var hleypt af stokkunum af Kristjáni Þór Júlíussyni sjá...

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu
Fréttir 14. apríl 2021

Matvælið – Nýtt hlaðvarp Matís um rannsóknir og nýsköpun í matvælaframleiðslu

„Matvælið – hlaðvarp Matís“ er nafn á glænýjum hlaðvarpsþætti sem er nú aðgengil...

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?
Fréttir 14. apríl 2021

Er stórsókn í ylrækt fýsileg?

Eimur stendur fyrir svokallaðri vefstofu (fjarfundi) á morgun undir yfirskriftin...

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir
Fréttir 14. apríl 2021

BYKO og Lely Center Ísland í samstarf um fjósalausnir

Nýlega ákváðu BYKO og Lely Center Ísland að hefja samstarf í því að bjóða kúabæn...

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands
Fréttir 14. apríl 2021

Sækja á sjálfbær fjárfestingaverkefni til Íslands

Í síðasta mánuði undirritaði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, ið...

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum
Fréttir 13. apríl 2021

Samkeppniseftirlit heimilar samruna Norðlenska, Kjarnafæðis og SAH Afurða gegn ákveðnum skilyrðum

Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna fyrirtækjanna Norðlenska, Kjarnafæði...