Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Garðar H. Guðjónsson, framkvæmdastjóri Eldvarnabandalagsins, við undirritun samnings.
Mynd / Bbl
Fréttir 11. október 2023

Myndbandagerð um eldhættu í landbúnaði

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gefin hafa verið út tvö myndbönd um eldhættu í landbúnaði og ráðstafanir til að draga úr henni.

Bændasamtökin, Eldvarnabandalagið, Brunavarnir Árnessýslu og Landbúnaðarháskóli Íslands stóðu að gerð myndbandanna, sem komin eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Myndböndin eru aðgengileg á Facebook-síðu Bændasamtakanna.

Myndböndin eru hin fyrstu í röð fimm fræðslumyndbanda um eldvarnir í landbúnaði sem samstarfaðilarnir hyggjast gefa út á næstum misserum. 

Unnið er að gerð myndbands um viðvörunarkerfi og síðan verður ráðist í gerð myndbanda um slökkvibúnað, vatnsöflun og loks um kröfur um eldvarnir í landbúnaðarbyggingum.

Í næstu fræðslumyndböndum verður fjallað um afmörkuð efni sem tengjast eldhættu í landbúnaði; rafmagn, logavinnu og vinnuvélar. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að vanda frágang á rafbúnaði, kynntar nauðsynlegar varúðarreglur þegar unnið er með opinn eld og verkfæri sem valda neistaflugi.

Þá er fjallað um geymslu vinnuvéla og ráðstafanir til að draga úr hættu á að eldur kvikni í þeim.

Verkefnið er liður í samstarfi Eldvarnabandalagsins og Bændasamtakanna um að efla eldvarnir í landbúnaði og á heimilum í dreifbýli sem staðið hefur undanfarin tvö ár.

Skylt efni: eldvarnir

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...

Norðlenskir bændur verðlaunaðir
Fréttir 1. maí 2024

Norðlenskir bændur verðlaunaðir

Bændur á þremur bæjum voru verðlaunaðir á aðalfundi Búnaðarsambands Eyjafjarðar ...

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði
Fréttir 1. maí 2024

Rekstrarbati hjá Norðlenska Kjarnafæði

Hagnaður Kjarnafæðis Norð­lenska var 385,5 milljónir króna á síðasta ári fyrir s...