Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Winston Churchill líkti þunglyndi við svartan hund sem fylgdi sér. Þó þunglyndi sé erfiður og flókinn sjúkdómur eru batavonir góðar ef brugðist er við á réttan hátt.
Winston Churchill líkti þunglyndi við svartan hund sem fylgdi sér. Þó þunglyndi sé erfiður og flókinn sjúkdómur eru batavonir góðar ef brugðist er við á réttan hátt.
Mynd / BBL
Fréttir 28. september 2017

Munum í argaþrasi daganna að kíkja eftir hvert öðru

Höfundur: Tjörvi Bjarnason
„Fjárhagsáhyggjur eru slæmar áhyggjur og kvíði er djöfulleg tilfinning,“ segir Þórhildur Þorsteinsdóttir bóndi í Brekku í færslu í hópnum „Sauðfjárbændur“ á Facebook. Þar hefur í kjölfarið myndast umræða um sálrænar hliðar þeirra erfiðleika sem nú blasa við sauðfjárbændum. 
 
„Bændur eru vanir því að láta móður náttúru ekki beygja sig en fjárhagsáhyggjur eru annars eðlis, að geta ekki staðið við skuldbindingar sínar er líðan sem enginn vill þurfa að glíma við og hjá hraustasta fólki getur tekið virkilega á. Munum í argaþrasi daganna að kíkja eftir hvert öðru, klapp á bakið getur gert kraftaverk. Þunglyndi er dauðans alvara!“ segir Þórhildur.
 
Meðalbúið tapar 1,5 milljónum króna
 
Hún segir að nú þegar sauðfjárbændur sjái fram á gífurlega afurðaverðslækkun og tekjumissi sé staðan mjög alvarleg. „Miðað við þær verðskrár sem hafa komið fram þá má reikna með að meðalbúið sé að tapa 1,5 milljónum króna. Þær krónur eru ekki bara sóttar í hinn vasann. Sumir bændur geta tekið að sér aukavinnu en sá möguleiki er ekki fyrir hendi alls staðar. Sumt er meira tabú en annað. Eitt af því sem er ennþá svolítið tabú er umræðan um þunglyndi og kvíða, en þá umræðu má ekki forðast. Það er mikilvægt að ræða þessi mál. Með umræðu og fræðslu má koma í veg fyrir skilningsleysi og fordóma.“
 
Tölum saman – það stendur enginn einn
 
Bjarni Guðmundsson, fyrrum prófessor á Hvanneyri, tekur undir með Þórhildi og segir að brýnt sé að horfa á fleira en hinn fjárhagslega þátt, nógu alvarlegur sem hann sé. Bjarni bendir á að sinna þurfi hinni félagslegu hlið og þar hafi samtök bænda hlutverki að gegna. „ … réttir og réttarstemning, hrútasýningar, hrútadagar o.fl. verður allt til léttis, en alvarlegri hliðum þarf fagfólk að sinna - áður en of seint verður. Fátt er þó betra en að tala saman, helst augliti til auglitis,“ segir Bjarni.
 
Matthildur Hjálmarsdóttir bóndi segir að samstaðan sé mikilvæg þegar erfiðleikar steðji að og fólk verði að hlúa að sjálfum sér og nágrönnum sínum.  
 
Ástþór Örn Árnason bóndi hvetur bændur til dáða í athugasemd undir pistli Þórhildar. „Klöppum á bak hvers annars og munum að við erum öll í þessari stöðu saman, það stendur enginn einn.“
 
Mikilvægt að leita aðstoðar og þiggja hjálp
 
Bændablaðið hefur í gegnum tíðina fjallað nokkrum sinnum um þunglyndi og kvíða á meðal bænda. Í 15. tölublaði árið 2008 var m.a. rætt við norskan sauðfjárbónda sem glímdi við þunglyndi. Hann þakkaði nágrönnum sínum fyrir að koma sér til hjálpar og á réttan kjöl. Í sama blaði var vitnað í rannsókn sem Vinnueftirlitið gerði á heilsufari bænda. Þar kom m.a. fram að algengi geðraskana hjá bændum væri svipað og annarra stétta en ákveðin merki væru um að bændur leituðu síður meðferðar.
 
Í bæklingnum „Öryggi og vinnuvernd í landbúnaði“, sem dreift var á öll lögbýli á síðasta ári, er vikið að kvíða og vanlíðan á blaðsíðu 26. Þar segir m.a. að ýmsar leiðir séu færar fyrir fólk sem finnur fyrir geðröskunum. „Möguleikarnir að læknast af þunglyndi eru góðir og meðferð, svo sem lyfja- og samtalsmeðferð, styttir sjúkdómstímabil og getur dregið úr einkennum,“ segir í bæklingnum. 
 
 
Á vefnum doktor.is er að finna fjölbreytt efni um þunglyndi og kvíða og möguleg viðbrögð.
 
Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum
Fréttir 20. janúar 2022

Skoða alla möguleika til að mæta mikilli eftirspurn eftir lóðum

„Við erum hvergi nærri hætt með okkar uppbyggingu, en stefnan er að íbúar í svei...

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra
Fréttir 19. janúar 2022

„Fyrir okkur öll“ er nýtt slagorð Rangárþings ytra

Rangárþing ytra efndi nýlega til slagorðakeppnis um slagorð fyrir sveitarfélagið...

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var ...

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár
Fréttir 19. janúar 2022

Byggðasaga Skagafjarðar tók 26 ár í vinnslu og í verkið fóru um 50 starfsár

Hjalti Pálsson frá Hofi, ritstjóri og aðalhöfundur Byggðasögu Skagafjarðar, skil...

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi
Fréttir 19. janúar 2022

Vinna hefst við gerð reglna um raforkuöryggi

Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, hefur skipað starfshóp um raforkuöryggi....

Ný reglugerð um velferð alifugla
Fréttir 19. janúar 2022

Ný reglugerð um velferð alifugla

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað reglugerð um velferð alifu...

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...