Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Það er kaldhæðnislegt að Alþjóðabankinnn óttist nú áhrif vatnsskorts í heiminum. Hér er fólk að mótmæla bank­anum fyrir að stuðla að land- og vatnshremmingum peningaaflanna (Land and water grabbing).
Það er kaldhæðnislegt að Alþjóðabankinnn óttist nú áhrif vatnsskorts í heiminum. Hér er fólk að mótmæla bank­anum fyrir að stuðla að land- og vatnshremmingum peningaaflanna (Land and water grabbing).
Fréttir 25. maí 2016

Mun leiða til efnahagssamdráttar, óeirða og landflótta víða um heim

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Miðausturlönd, Norður-Afríka, Mið-Asía og Suður-Asía munu verða fyrir miklu efnahagsáfalli vegna skorts á vatni samfara loftslagsbreytingum á næstu áratugum. 
 
Alþjóðabankinn (World Bank) varaði við því á þriðjudag í síðustu viku að vatnsskortur muni valda alvarlegum efnahagsvanda í mörgum ríkjum fyrir miðja næstu öld. Talar bankinn um að þjóðartekjur í Miðausturlöndum, Norður-Afríku, Mið-Asíu og Suður-Asíu muni hrapa um tveggja stafa tölu vegna vatnsskorts. Þegar býr um einn  milljarður manna á þessum svæðum við stöðugan vatnsskort samkvæmt tölum The Water Project‘s Mission. 
 
Athyglisvert er að skoða þetta í samhengi við veruleikann í allsnægtalandi neysluvatnsins á Íslandi. Lítil umræða hefur verið hérlendis um að þörf sé á mótun neysluvatnsstefnu. Ekki heldur um þörf á að koma í veg fyrir að auðug fyrirtæki og einstaklingar geti sölsað undir sig vatnsréttindi um ótiltekinn tíma. Samt er það orðin áþreifanleg ógn í nálægum ríkjum. Bandaríkjamenn eru t.d. þegar að vakna við þann vonda draum að nýlegar landhremmingar útlendinga þar í landi miðast nú helst að nýtingu á takmörkuðum vatnslindum. 
 
Segja sérfræðingar Alþjóða­bankans að vaxandi eftirspurn eftir vatni í borgum og í landbúnaði muni valda vatnsskorti, jafnvel á svæðum sem nú búa við nægar vatnsbirgðir. Verst muni ástandið verða á sléttunum miklu í Afríku og Asíu sem leiða muni til átaka og landflótta. Flóttamannavandinn sem Evrópumenn hafa verið að glíma við síðustu misserin kann því að vera hjóm eitt í samanburði við það sem við má búast. Íslendingar verða þar örugglega ekki undanskildir. 
 
Vatnsskortur mun leiða til minnkandi þjóðartekna
 
Vatnsskortur gæti ­minnkað þjóðartekjur að óbreyttu í Mið-Austurlöndum um 14% og um 12% í Sahel sem er um 1.000 kílómetra breitt belti þvert yfir Afríku á milli Sahara-eyðimerkurinnar og sléttanna þar fyrir sunnan. 
 
Lönd í Mið-Asíu gætu tapað um 11% þjóðartekna sinna af sömu ástæðu og ríki í Austur-Asíu gætu þurft að sjá á eftir 7% af sínum þjóðartekjum. 
 
Þetta getur orðið mjög alvarlegt efnahagsáfall fyrir ríki á þessum svæðum, segir Richard Damania, yfirumhverfishagfræðingur Alþjóða­bankans og höfundur skýrsl­unnar High and Dry: Climate Change, Water and the Economy.
 
Bandaríkjamenn orðnir áhyggjufullir
 
Fjallað er um þessa skýrslu í breska blaðinu The Guardian. Þar er sagt að ríkisstjórnir víða um heima hafi vaxandi áhyggjur af vatnsbirgðum sínum sem skapast bæði af breytingum á loftslagi og aukinni eftirspurn eftir vatni. 
 
Greint er frá því Barack Obama hafi boðið leiðandi mönnum í viðskiptalífinu á viðskiptaráðstefnu í Hvíta húsinu í mars síðastliðnum. Þar var markmiðið að finna leiðir til að verja Kaliforníu gegn næstu þurrkum. Hugmyndin var að virkja fjárfestingar í upplýsingaöflun og margvíslegri tækni í viðleitni við að tryggja betri nýtingu á vatni. 
 
Ekki er þó samkvæmt fréttinni gert ráð fyrir að vatnsskortur muni hafa áhrif á efnahagslífið í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Samt liggur fyrir að verulega hefur verið gengið á grunnvatnsbirgðir í Kaliforníu og víðar í Bandaríkjunum. Í Kaliforníu er líka ein mesta ávaxta- og vínþrúgurækt í Bandaríkjunum, sem gefur af sér verulegar tekjur. Eins og fram kom í síðasta Bændablaði, þá hafa Bandaríkjamenn vaxandi áhyggjur af ásælni útlendinga einkum Sádi-Araba í ræktarland í Kaliforníu og víðar. Þar eru þeir farnir að rækta smára í fóður fyrir nautgripi í eigin heimalandi vegna vatnsskorts í Sádi-Arabíu.    
 
Verulega gengur á vatnsbirgðir í borgunum
 
Vaxandi mannfjöldi á jörðinni kallar á aukna ásælni í vatn. Þá segja sérfræðingar að hagvöxtur sé mjög drifinn áfram af vatnsnotkun. Það á bæði við margþætta iðnaðarframleiðslu sem og landbúnað og aðra matvælaframleiðslu. Fram til 2050 er búist við að í sumum borgum muni framboð á vatni minnka um tvo þriðju. 
 
Hreint vatn er mannkyninu lífsnauðsynlegt
 
Hreint neysluvatn er líka lykillinn að heilbrigði manna. Án vatns getur ekkert líf þrifist. 
Vatnsskortur mun leiða til hækkandi matvælaverðs og til hærri útgjalda hjá fjölskyldum fyrir nauðsynjavörur en nú er. Ein leið til að mæta þessu að einhverju leyti er að mati sérfræðinga að ná fram betri stjórnun nýtingar á vatni. 
 
Bent er á að í sumum löndum tapist árlega um tveir þriðju af vatninu í lekum vatnslögnum. Kaldhæðnislegt er að slíkar fréttir bárust einmitt frá einni borg í Bandaríkjunum á síðasta ári. Samkvæmt upplýsingum vatnsvaktarinnar í Bandaríkjunum (Water Sence – EPA partnership Program), þá búast ríkisstjórnir í 40 af 50 ríkjum Bandaríkjanna við vatnsskorti í einhverjum mæli á næstu tíu árum. Water Sence-verkefnið var sett í gang af umhverfisverndarstofnun Bandaríkjanna, EPA, til að reyna að stuðla að betri umgengni og nýtingu á vatni. 
 
Vatn er ekki bara lífsnauðsynlegt fyrir fólk og dýr, heldur mun skortur á því valda miklum efnahagslegum vandræðum að mati Alþjóðabankans. 
 

Skylt efni: Þurrkar | vatnsskortur

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...