Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Mynd / Icelandic Startups
Fréttir 3. nóvember 2021

MS og Ísey nýir bakhjarlar Til sjávar og sveita

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan og Ísey útflutningur koma inn sem nýir bakhjarlar viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita sem fer af stað þann 15. nóvember. Samkaup er þar fyrir, sem styður við verkefnið annað árið í röð.

Icelandic Startups hafa stýrt verkefninu seinustu tvö ár í góðu samstarfi við Sjávarklasann, Landbúnaðarklasann og Matís og hafa á þeim tíma 19 sprotafyrirtæki farið í gegnum þennan fjögurra vikna hraðal.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að starfsfólk hraðalsins sé spennt yfir hinum nýju bakhjörlum. „Þau koma ekki bara inn með fjármagn heldur koma þau inn með öflugt fólk og mikla reynslu. Þeirra þátttaka mun styrkja verkefnið enn frekar.“

Markaðsáhersla fyrir lengra komnar vörur

Að sögn Soffíu er þetta árið lögð áhersla á fyrirtæki sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun og hyggjast sækja á markað, auka markaðssókn innanland eða til útlanda.

Ari Edwald, forstjóri Ísey, segir af þessu tilefni að mikilvægt sé fyrir MS og Ísey að styðja við matarfrumkvöðla á þeirra vegferð til markaðssóknar.  „MS og Ísey er mikið kappsmál að styðja við frumkvöðlastarfsemi og sprotafyrirtæki og það hefur verið markmið MS með aðild að Landbúnaðarklasanum á undanförnum árum.

Það eru mikil tækifæri til að skapa meiri verðmæti í matvælaiðnaði og víðar úr innlendum hráefnum og nýjum lausnum varðandi tækni og umhverfismál. Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ hefur sýnt að hann er gagnlegur til að laða fram hugmyndir og hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að ná árangri.“

Skylt efni: Til sjávar og sveita

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...