Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Mynd / Icelandic Startups
Fréttir 3. nóvember 2021

MS og Ísey nýir bakhjarlar Til sjávar og sveita

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan og Ísey útflutningur koma inn sem nýir bakhjarlar viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita sem fer af stað þann 15. nóvember. Samkaup er þar fyrir, sem styður við verkefnið annað árið í röð.

Icelandic Startups hafa stýrt verkefninu seinustu tvö ár í góðu samstarfi við Sjávarklasann, Landbúnaðarklasann og Matís og hafa á þeim tíma 19 sprotafyrirtæki farið í gegnum þennan fjögurra vikna hraðal.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að starfsfólk hraðalsins sé spennt yfir hinum nýju bakhjörlum. „Þau koma ekki bara inn með fjármagn heldur koma þau inn með öflugt fólk og mikla reynslu. Þeirra þátttaka mun styrkja verkefnið enn frekar.“

Markaðsáhersla fyrir lengra komnar vörur

Að sögn Soffíu er þetta árið lögð áhersla á fyrirtæki sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun og hyggjast sækja á markað, auka markaðssókn innanland eða til útlanda.

Ari Edwald, forstjóri Ísey, segir af þessu tilefni að mikilvægt sé fyrir MS og Ísey að styðja við matarfrumkvöðla á þeirra vegferð til markaðssóknar.  „MS og Ísey er mikið kappsmál að styðja við frumkvöðlastarfsemi og sprotafyrirtæki og það hefur verið markmið MS með aðild að Landbúnaðarklasanum á undanförnum árum.

Það eru mikil tækifæri til að skapa meiri verðmæti í matvælaiðnaði og víðar úr innlendum hráefnum og nýjum lausnum varðandi tækni og umhverfismál. Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ hefur sýnt að hann er gagnlegur til að laða fram hugmyndir og hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að ná árangri.“

Skylt efni: Til sjávar og sveita

Nóg af sæði í hafrastöðinni
Fréttir 8. nóvember 2024

Nóg af sæði í hafrastöðinni

Nóg er til af frystu hafrasæði og geitabændur hvattir til að nýta sér það til að...

Eggjaskortur vegna dýravelferðar
Fréttir 8. nóvember 2024

Eggjaskortur vegna dýravelferðar

Litlar birgðir á eggjum í verslunum má rekja til umfangsmikilla breytinga sem bæ...

Hveitikynbætur alger nýlunda
Fréttir 8. nóvember 2024

Hveitikynbætur alger nýlunda

Á vegum Landbúnaðarháskóla Íslands er verið að hefja vinnu að hveitikynbótum í f...

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi
Fréttir 7. nóvember 2024

Japanir ætla sér mikla hluti í ræktun á Íslandi

Japanskt fyrirtæki hyggst bæta hrísgrjónarækt við jarðarberjaframleiðslu sína á ...

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd
Fréttir 7. nóvember 2024

Nýr verðlagsgrunnur og ný verðlagsnefnd

Drög að nýjum verðlagsgrunni kúabús liggja fyrir, sem er uppfærsla á grunninum f...

Jafnvægisverð lækkar áfram
Fréttir 7. nóvember 2024

Jafnvægisverð lækkar áfram

Á markaði með greiðslumark í mjólk, haldinn 1. nóvember, myndaðist jafnvægisverð...

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi
Fréttir 7. nóvember 2024

Áframhaldandi vöxtur í neyslu og framleiðslu á kjúklingi

Nýtt kjúklingframleiðsluhús er á teikniborðinu á Miðskógi í Dölum, sem verður sö...

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn
Fréttir 7. nóvember 2024

Framleiðslan dregst saman um 340 tonn

Áfram heldur þeim lömbum að fækka sem koma til slátrunar ár hvert. Í liðinni slá...