Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Mynd / Icelandic Startups
Fréttir 3. nóvember 2021

MS og Ísey nýir bakhjarlar Til sjávar og sveita

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan og Ísey útflutningur koma inn sem nýir bakhjarlar viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita sem fer af stað þann 15. nóvember. Samkaup er þar fyrir, sem styður við verkefnið annað árið í röð.

Icelandic Startups hafa stýrt verkefninu seinustu tvö ár í góðu samstarfi við Sjávarklasann, Landbúnaðarklasann og Matís og hafa á þeim tíma 19 sprotafyrirtæki farið í gegnum þennan fjögurra vikna hraðal.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að starfsfólk hraðalsins sé spennt yfir hinum nýju bakhjörlum. „Þau koma ekki bara inn með fjármagn heldur koma þau inn með öflugt fólk og mikla reynslu. Þeirra þátttaka mun styrkja verkefnið enn frekar.“

Markaðsáhersla fyrir lengra komnar vörur

Að sögn Soffíu er þetta árið lögð áhersla á fyrirtæki sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun og hyggjast sækja á markað, auka markaðssókn innanland eða til útlanda.

Ari Edwald, forstjóri Ísey, segir af þessu tilefni að mikilvægt sé fyrir MS og Ísey að styðja við matarfrumkvöðla á þeirra vegferð til markaðssóknar.  „MS og Ísey er mikið kappsmál að styðja við frumkvöðlastarfsemi og sprotafyrirtæki og það hefur verið markmið MS með aðild að Landbúnaðarklasanum á undanförnum árum.

Það eru mikil tækifæri til að skapa meiri verðmæti í matvælaiðnaði og víðar úr innlendum hráefnum og nýjum lausnum varðandi tækni og umhverfismál. Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ hefur sýnt að hann er gagnlegur til að laða fram hugmyndir og hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að ná árangri.“

Skylt efni: Til sjávar og sveita

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...