Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Kristín Soffía, Ari Edwald og Freyr Friðfinnsson frá Icelandic Startups.
Mynd / Icelandic Startups
Fréttir 3. nóvember 2021

MS og Ísey nýir bakhjarlar Til sjávar og sveita

Höfundur: Ritstjórn

Mjólkursamsalan og Ísey útflutningur koma inn sem nýir bakhjarlar viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita sem fer af stað þann 15. nóvember. Samkaup er þar fyrir, sem styður við verkefnið annað árið í röð.

Icelandic Startups hafa stýrt verkefninu seinustu tvö ár í góðu samstarfi við Sjávarklasann, Landbúnaðarklasann og Matís og hafa á þeim tíma 19 sprotafyrirtæki farið í gegnum þennan fjögurra vikna hraðal.

Kristín Soffía Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Icelandic Startups, segir að starfsfólk hraðalsins sé spennt yfir hinum nýju bakhjörlum. „Þau koma ekki bara inn með fjármagn heldur koma þau inn með öflugt fólk og mikla reynslu. Þeirra þátttaka mun styrkja verkefnið enn frekar.“

Markaðsáhersla fyrir lengra komnar vörur

Að sögn Soffíu er þetta árið lögð áhersla á fyrirtæki sem eru tilbúin með vöru eða langt komin í vöruþróun og hyggjast sækja á markað, auka markaðssókn innanland eða til útlanda.

Ari Edwald, forstjóri Ísey, segir af þessu tilefni að mikilvægt sé fyrir MS og Ísey að styðja við matarfrumkvöðla á þeirra vegferð til markaðssóknar.  „MS og Ísey er mikið kappsmál að styðja við frumkvöðlastarfsemi og sprotafyrirtæki og það hefur verið markmið MS með aðild að Landbúnaðarklasanum á undanförnum árum.

Það eru mikil tækifæri til að skapa meiri verðmæti í matvælaiðnaði og víðar úr innlendum hráefnum og nýjum lausnum varðandi tækni og umhverfismál. Viðskiptahraðallinn „Til sjávar og sveita“ hefur sýnt að hann er gagnlegur til að laða fram hugmyndir og hjálpa frumkvöðlum og sprotafyrirtækjum að ná árangri.“

Skylt efni: Til sjávar og sveita

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.