Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
MS lýsir yfir ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar
Fréttir 22. nóvember 2016

MS lýsir yfir ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í yfirlýsingu á heimasíðu MS vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála er lýst yfir ánægju með úrskurð nefndarinnar. MS viðurkennir að hafi láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins en neita að hafa lagt fram rangar upplýsingar.

Í yfirlýsingunni segir að MS lýsir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

„Þá er það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni.

Samkvæmt lögum er hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila hefur grundvallast á þessu.

Sú heimild til samstarfs sem aðilar í mjólkuriðnaði hafa á grundvelli búvörulaga, hefur skilað sér í verulegri hagræðingu og þar af leiðandi umtalsvert lægra vöruverði til neytenda. Þetta fyrirkomulag hefur skilað sér í töluvert lægra verði á mjólkurvörum til neytenda samkvæmt óháðum úttektum aðila á borð við hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Varðandi staðfestingu á úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að MS hafi láðst að leggja fram tiltekið gagn þá skal það tekið fram að MS hafði engan hag af því, heldur þvert á móti, enda studdi það málstað MS. Þá skal það áréttað að MS veitti ekki á nokkru stigi rangar upplýsingar heldur láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins.

Það eru hagsmunir kúabænda, eigenda MS, að sem flestir aðilar starfi að nýsköpun í greininni, að vöruframboð sé fjölbreytt og smærri fyrirtæki skili árangri í nýtingu mjólkurafurða.“
 

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...