Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
MS lýsir yfir ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar
Fréttir 22. nóvember 2016

MS lýsir yfir ánægju með úrskurð áfrýjunarnefndar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í yfirlýsingu á heimasíðu MS vegna úrskurðar áfrýjunarnefndar samkeppnismála er lýst yfir ánægju með úrskurð nefndarinnar. MS viðurkennir að hafi láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins en neita að hafa lagt fram rangar upplýsingar.

Í yfirlýsingunni segir að MS lýsir ánægju yfir því að áfrýjunarnefnd hafi farið vel í saumana á ákvörðun Samkeppniseftirlitsins.

„Þá er það sérstakt ánægjuefni að nefndin skuli hafa staðfest að samstarf MS við tengda aðila hafi verið að fullu í samræmi við lög og að Samkeppniseftirlitið hafi ekki gefið samspili samkeppnislaga og búvörulaga nægilegan gaum í rannsókn sinni.

Samkvæmt lögum er hluti af starfsemi mjólkuriðnaðarins undanþeginn afmörkuðum ákvæðum samkeppnislaga. Markmið þessa er að lækka kostnað við framleiðslu mjólkurafurða, til ábata fyrir neytendur. Skipulag starfsemi MS og tengdra aðila hefur grundvallast á þessu.

Sú heimild til samstarfs sem aðilar í mjólkuriðnaði hafa á grundvelli búvörulaga, hefur skilað sér í verulegri hagræðingu og þar af leiðandi umtalsvert lægra vöruverði til neytenda. Þetta fyrirkomulag hefur skilað sér í töluvert lægra verði á mjólkurvörum til neytenda samkvæmt óháðum úttektum aðila á borð við hagfræðistofnun Háskóla Íslands.

Varðandi staðfestingu á úrskurði Samkeppniseftirlitsins um að MS hafi láðst að leggja fram tiltekið gagn þá skal það tekið fram að MS hafði engan hag af því, heldur þvert á móti, enda studdi það málstað MS. Þá skal það áréttað að MS veitti ekki á nokkru stigi rangar upplýsingar heldur láðist að leggja fram tiltekinn samning, sem margoft var þó vísað til á fyrri stigum málsins.

Það eru hagsmunir kúabænda, eigenda MS, að sem flestir aðilar starfi að nýsköpun í greininni, að vöruframboð sé fjölbreytt og smærri fyrirtæki skili árangri í nýtingu mjólkurafurða.“
 

Niðurgreiða sýningargjöld
Fréttir 23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Hrossaræktarfélag Hrunamanna mun niðurgreiða hluta sýningargjalda kynbótahrossa ...

Bændur byggja rétt
Fréttir 22. október 2024

Bændur byggja rétt

Bændur í Steinadal á Ströndum stóðu að byggingu nýrrar réttar í Kollafirði og va...

Stofnverndarsjóður lagður niður
Fréttir 22. október 2024

Stofnverndarsjóður lagður niður

Stofnverndarsjóður íslenska hestakynsins verður lagður niður í lok árs. Sjóðurin...

Fyrirhuguð risaframkvæmd
Fréttir 21. október 2024

Fyrirhuguð risaframkvæmd

Um 220 herbergja hótel, baðlón og 165 smáhýsi er fyrirhugað að rísi í Ásahreppi.

DeLaval til Bústólpa
Fréttir 21. október 2024

DeLaval til Bústólpa

Umboðið á DeLaval-mjaltabúnaði færðist þann 1. október til Bústólpa á Akureyri.

Rýr uppskera af melgresi
Fréttir 18. október 2024

Rýr uppskera af melgresi

Fræskurður hefur staðið yfir í haust á vegum landgræðsluhluta Lands og skógar.

Fuglainflúensa víða
Fréttir 18. október 2024

Fuglainflúensa víða

Rökstuddur grunur er um fuglainflúensu í hröfnum og öðrum villtum fuglum.

Aukið fjármagn til Brothættra byggða
Fréttir 17. október 2024

Aukið fjármagn til Brothættra byggða

Verkefnið Brothættar byggðir hlýtur 135 milljóna króna aukafjárframlag frá Byggð...

Bændur orðnir langþreyttir
23. október 2024

Bændur orðnir langþreyttir

Niðurgreiða sýningargjöld
23. október 2024

Niðurgreiða sýningargjöld

Kjói
23. október 2024

Kjói

Þórdís Laufey
23. október 2024

Þórdís Laufey

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara
22. október 2024

ML-sveitin ósigrandi í keppni eldri borgara