Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Kjalvegur. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skora á samgönguyfirvöld að bæta ástand Kjalvegar og ráðast í nauðsynlegar endurbætur á fjölda annarra vega og samgöngumannvirkja á svæðinu.  Mynd / HKr
Kjalvegur. Samtök sveitarfélaga á Norðurlandi vestra skora á samgönguyfirvöld að bæta ástand Kjalvegar og ráðast í nauðsynlegar endurbætur á fjölda annarra vega og samgöngumannvirkja á svæðinu. Mynd / HKr
Fréttir 12. nóvember 2014

Mótmæla fálæti sem landshlutanum er sýnt varðandi nýframkvæmdir

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samtök sveitarfélaga á Norð­ur­­landi vestra leggja ríka áherslu á að áfram verði unnið að uppbyggingu vega á Norður­landi vestra.  Mótmæla samtökin harðlega því fálæti sem landshlutanum hefur verið sýnt þegar kemur að nýframkvæmdum í Samgönguáætlun sem gildir til ársins 2022.

„Leggja verður áherslu á að hlutur Norðurlands vestra verði réttur í þeirri vinnu sem nú er að hefjast við endurskoðun Samgönguáætlunar,“ segir í ályktun sem  samþykkt var á ársþingi samtakanna fyrir skemmstu.

Fram kemur einnig að sveitarstjórnarmenn á Norðurlandi vestra hafi lagt á það áherslu að byggja upp greiðari samgöngur innansvæðis, m.a. með viðhaldi núverandi vegakerfis og stækkun atvinnu- og skólasóknarsvæða að leiðarljósi.

„Aukin umferð ferðafólks kallar víða á úrbætur á héraðsvegum af öryggissjónarmiðum og nauðsynlegt er að leggja héraðs- og tengivegi bundnu slitlagi. Þar með er ekki sagt að í öllum tilvikum þurfi að vera um að ræða tvíbreiða vegi,“ segir í ályktuninni.

Stórbæta þarf héraðs- og tengivegi

Þingið benti á nokkrar framkvæmdir sem það telur brýnt að settar verði inn á samgönguáætlun, m.a. Þverárfjallsvegur, þ.e. endurbygging Strandavegar frá Þjóðvegi 1 að Höskuldsstöðum.  Þá telur þingið afar brýnt að stórbæta viðhald héraðs- og tengivega í Húnavatns- og Skagafjarðarsýslum og að þeir verði lagðir bundnu slitlagi.  Ekki sé viðunandi að hagsmunir íbúa á Norðurlandi vestra verði áfram fyrir borð bornir þegar að úthlutun fjármuna til viðhalds- og nýframkvæmda á héraðs- og tengivegum kemur.
Þingið krefst þess að fjármunir til héraðs- og tengivega á starfssvæði SSNV verði stórauknir frá núgildandi Samgönguáætlun, jafnframt verði úthlutað í nýrri áætlun fjármunum til að halda megi áfram nauðsynlegri uppbyggingu og viðhaldi. Þingið leggur m.a. áherslu á Vatnsnesveg í þeim efnum, Miðfjarðarveg, Þingeyrarveg, Svínvetningabraut, Skagaveg, Skagafjarðarveg, Reykja­strandarveg, Tindastólsveg og Hegranesveg.


Vegstæði um Holtavörðuheiði verði lækkað

Þá telur þingið nauðsynlegt að áfram verði unnið að viðhaldi og breikkun þjóðvegar 1 á starfssvæði samtakanna.  Í ályktuninni er fjallað um vegstæði um Holtavörðuheiði og vill þingið að þegar verði hafnar athuganir á lækkun vegstæðis þjóðvegar 1 um Holtavörðuheiði og að sú framkvæmd verði sett á Samgönguáætlun. Þingið skorar einnig á samgönguyfirvöld að bæta úr ástandi Kjalvegar, en sívaxandi umferð þar um krefst mun meira viðhalds og þjónustu en verið hefur.

Að lokum skorar þingið á innanríkisráðherra að tryggja áætlunarflug til Sauðárkróks og minnir á að óviðunandi er að Norðurland vestra verði eini landshlutinn, sem ekki liggur að höfuðborgarsvæðinu, sem ekki nýtur þjónustu innanlandsflugs. Þingið skorar á innanríkisráðherra að láta kanna kosti þess að gera Alexandersflugvöll á Sauðárkróki að varaflugvelli fyrir Keflavíkurflugvöll, Reykjavíkur­flugvöll og Akureyrarflugvöll.

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum
Fréttir 26. apríl 2024

Afurðahæsta sauðfjárbúið í níu skipti á síðustu tíu árum

Gýgjarhólskot í Biskupstungum var útnefnt ræktunarbú síðasta árs á fagfundi sauð...

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...