Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Úr Eyjafirði.
Úr Eyjafirði.
Mynd / BBL
Fréttir 5. maí 2017

Möguleikar verði kannaðir á smávirkjunum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Atvinnuþróunarfélag Eyja­fjarðar hefur sent erindi til allra sveitarstjóra í Eyjafirði, með ósk um að félagið fái heimild sveitarfélaganna til að kanna möguleika á smávirkjunum í firðinum. 
 
Betra sé að félagið sjái um utanumhald verkefnisins og leiti tilboða í virkjanir. Það verði svo undir hverju og einu sveitarfélagi komið að samþykkja slík tilboð.
 
Sveitarstjórnir á svæðinu hafa fjallað um erindið og lýst yfir ánægju með það, auk þess að veita AFE umboðið, m.a. Fjallabyggð, Akureyrarbæ, Grýtubakkahreppi og Eyjafjarðarsveit. Í erindi Atvinnuþróunarfélagsins kemur fram að með þessu fyrirkomulagi væri mögulega hægt að ná fram hagstæðari tilboðum og styrki á móti framlögum sveitarfélaganna. 
 
Stefnt er að því að tilboðin liggi fyrir áður en fjárhagsáætlunarvinna sveitarfélaga hefst fyrir árið 2018. 
Horft verði til úttektar sem Dalvíkurbyggð lét gera árið 2015 á smávirkjunarkostum í sveitarfélaginu. Er nú verið að skoða nokkra af þeim virkjunarkostum sem fram komu í skýrslunni. 
 
Á síðustu árum hafa nánast öll sveitarfélög í Eyjafirði þrýst á um að flutningskerfi raforku inn á svæðið verði eflt. Dæmi eru um að stór framleiðslufyrirtæki á Akureyri hafi þurft að nota olíu þegar rafmagn er af skornum skammti vegna þess að flutningskerfið ræður ekki við meira.
 
Smávirkjanir munu ekki leysa orkuvanda Eyfirðinga en þær eru góð viðbót og þykja sérstaklega hagkvæmar í mörgum tilfellum þar sem framleiðslan er nálægt notandanum. Mjög lítil raforkuframleiðsla er á svæðinu og myndi tilkoma smávirkjana styrkja raforkukerfið á svæðinu. 

Skylt efni: smávirkjanir

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...