Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri heimaslátrunarverkefnisins.
Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri heimaslátrunarverkefnisins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. janúar 2021

Möguleikar á rafrænni heilbrigðisskoðun dýralækna kannaðir í heimaslátrunarverkefninu

Höfundur: smh

Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisns, í sam­starfi við Landssamtök sauðfjár­bænda og Matvæla­stofnun, stóð yfir í síðustu slátur­tíð. Verðmætar upplýsingar fengust úr verkefninu, til að mynda um umfang og tímalengd opinbers eftirlits.

Þátttakendur í verkefninu var öllum heimil og þegar upp var staðið reyndust 25 sauðfjárbýli úr öllum landshlutum hafa lokið þátttöku í því.

Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur verkefnisstjóra hefur skýrslu um verkefnið verið skilað til ráðuneytisins og er þar unnið að lokaskýrslu.

Hólmfríður segir að markmið verkefnisins hafi verið að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig verði leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla.

Möguleikar á rafrænni heilbrigðisskoðun kannaðir

Tilgangurinn með verkefninu var að sögn Hólmfríðar þríþættur; að kanna áhuga bænda á slíku verkefni og lausnunum sem þar átti að prófa, kanna umfang opinbers eftirlits og tímalengds heilbrigðisskoðunar og möguleika á rafrænni heilbrigðisskoðun.

„Í verkefninu var heilbrigðis­skoðun framkvæmd með því að dýralæknir fór heim á bæinn og framkvæmdi heilbrigðisskoðun á staðnum rétt eins og gert er í sláturhúsum og hins vegar var heilbrigðisskoðun framkvæmd þar sem dýralæknir var við tölvu og framkvæmdi heilbrigðisskoðun á lömbunum fyrir slátrun, fylgdist með framkvæmd slátrunar og heilbrigðisskoðaði afurðir í rauntíma í gegnum samskiptaforrit á netinu

Við sýnatökur var ákveðið að fylgjast með tveimur gæðaþáttum; sýrustigi í vöðva 24 klukkustundir eftir slátrun og örveruvexti á afurð. Þátttakendur framkvæmdu sjálfir sýrustigsmælingar og sýnatöku til örverumælinga. Sýni til örverumælinga voru send til greininga á rannsóknastofu,“ segir Hólmfríður.

Hún bætir við að niðurstöður úr örverumælingum hafi verið bornar saman við kröfur fyrir stærstu sláturhúsin sem settar eru fram í reglugerð nr. 135/2010 um örverufræðileg viðmið fyrir matvæli.

Tilraunaverkefnið gekk vel

„Almennt séð gekk framkvæmd verkefnisins vel og var töluverður áhugi á meðal bænda á verkefninu. Verðmætar upplýsingar um umfang og tímalengd opinbers eftirlits með heimaslátrun fengust í verkefninu, hvort sem heilbrigðisskoðun fór fram á staðnum eða með rafrænum hætti,“ segir Hólmfríður.

Spurð hvort verkefnið gefi tilefni til að ætla að hægt verði að breyta reglum þannig að bændur geti sjálfir slátrað heima með fjarfundareftirliti og selt afurðir sínar beint frá býli, segir hún að ekki liggi fyrir nein niðurstaða eða áætlun um slíkt. „Unnið er að lokaskýrslu verkefnisins og verður ákvörðun um næstu skref tekin eftir að hún liggur fyrir.“ 

Vilja flytja út færeysk hross
Fréttir 6. júní 2023

Vilja flytja út færeysk hross

Til þess að bjarga færeyska hrossastofninum frá aldauða hefur komið til skoðunar...

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út
Fréttir 5. júní 2023

Árlegt rit Sögufélags Eyfirðinga komið út

Sögufélag Eyfirðinga var stofnað árið 1971 með það fyrir augum að safna, skipule...

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði
Fréttir 5. júní 2023

Framtíð jarðvangs hangir á bláþræði

Sveitarfélögin á Suðurlandi geta ekki rekið Kötlu jarðvang án þátttöku ríkisins ...

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur
Fréttir 5. júní 2023

Enginn tannlæknir á Hvolsvelli lengur

Íbúar á Hvolsvelli og í sveitunum þar í kring eru nú án tannlæknis.

Innlit í kjúklingabú
Fréttir 2. júní 2023

Innlit í kjúklingabú

Kjúklingabændurnir Eydís Rós Eyglóardóttir og Ingvar Guðni Ingimundarson á Vatns...

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda
Fréttir 2. júní 2023

Vaxandi áhugi bænda og smáframleiðenda

Sauðfjárbóndinn Jónas Þórólfsson og kjötiðnaðarmeistarinn Rúnar Ingi Guðjónsson ...

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum
Fréttir 1. júní 2023

Fuglavarnir til bjargar laxaseiðum

Nýstárleg tilraun var gerð við ósa Haffjarðarár síðasta sumar, þegar fuglavarnar...

Fjölgun nema í kjötiðn
Fréttir 1. júní 2023

Fjölgun nema í kjötiðn

Rúnar Ingi Guðjónsson segist finna fyrir mjög miklum áhuga hjá ungu fólki að lær...