Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri heimaslátrunarverkefnisins.
Hólmfríður Sveinsdóttir, verkefnisstjóri heimaslátrunarverkefnisins.
Mynd / Aðsend
Fréttir 18. janúar 2021

Möguleikar á rafrænni heilbrigðisskoðun dýralækna kannaðir í heimaslátrunarverkefninu

Höfundur: smh

Tilraunaverkefni um heimaslátrun sauðfjár á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisns, í sam­starfi við Landssamtök sauðfjár­bænda og Matvæla­stofnun, stóð yfir í síðustu slátur­tíð. Verðmætar upplýsingar fengust úr verkefninu, til að mynda um umfang og tímalengd opinbers eftirlits.

Þátttakendur í verkefninu var öllum heimil og þegar upp var staðið reyndust 25 sauðfjárbýli úr öllum landshlutum hafa lokið þátttöku í því.

Að sögn Hólmfríðar Sveinsdóttur verkefnisstjóra hefur skýrslu um verkefnið verið skilað til ráðuneytisins og er þar unnið að lokaskýrslu.

Hólmfríður segir að markmið verkefnisins hafi verið að leita leiða til þess að auðvelda bændum að slátra sauðfé heima til markaðssetningar þannig að uppfyllt séu skilyrði regluverks um matvælaöryggi og gætt sé að dýravelferð og dýraheilbrigði. Þannig verði leitast við að bæta afkomu sauðfjárbænda, stuðla að bættri dýravelferð og sterkari tengingu á milli neytenda og íslenskra frumframleiðenda matvæla.

Möguleikar á rafrænni heilbrigðisskoðun kannaðir

Tilgangurinn með verkefninu var að sögn Hólmfríðar þríþættur; að kanna áhuga bænda á slíku verkefni og lausnunum sem þar átti að prófa, kanna umfang opinbers eftirlits og tímalengds heilbrigðisskoðunar og möguleika á rafrænni heilbrigðisskoðun.

„Í verkefninu var heilbrigðis­skoðun framkvæmd með því að dýralæknir fór heim á bæinn og framkvæmdi heilbrigðisskoðun á staðnum rétt eins og gert er í sláturhúsum og hins vegar var heilbrigðisskoðun framkvæmd þar sem dýralæknir var við tölvu og framkvæmdi heilbrigðisskoðun á lömbunum fyrir slátrun, fylgdist með framkvæmd slátrunar og heilbrigðisskoðaði afurðir í rauntíma í gegnum samskiptaforrit á netinu

Við sýnatökur var ákveðið að fylgjast með tveimur gæðaþáttum; sýrustigi í vöðva 24 klukkustundir eftir slátrun og örveruvexti á afurð. Þátttakendur framkvæmdu sjálfir sýrustigsmælingar og sýnatöku til örverumælinga. Sýni til örverumælinga voru send til greininga á rannsóknastofu,“ segir Hólmfríður.

Hún bætir við að niðurstöður úr örverumælingum hafi verið bornar saman við kröfur fyrir stærstu sláturhúsin sem settar eru fram í reglugerð nr. 135/2010 um örverufræðileg viðmið fyrir matvæli.

Tilraunaverkefnið gekk vel

„Almennt séð gekk framkvæmd verkefnisins vel og var töluverður áhugi á meðal bænda á verkefninu. Verðmætar upplýsingar um umfang og tímalengd opinbers eftirlits með heimaslátrun fengust í verkefninu, hvort sem heilbrigðisskoðun fór fram á staðnum eða með rafrænum hætti,“ segir Hólmfríður.

Spurð hvort verkefnið gefi tilefni til að ætla að hægt verði að breyta reglum þannig að bændur geti sjálfir slátrað heima með fjarfundareftirliti og selt afurðir sínar beint frá býli, segir hún að ekki liggi fyrir nein niðurstaða eða áætlun um slíkt. „Unnið er að lokaskýrslu verkefnisins og verður ákvörðun um næstu skref tekin eftir að hún liggur fyrir.“ 

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997
Fréttir 26. febrúar 2021

Flutt voru út 2.320 hross sem er mesti hrossaútflutningur síðan 1997

Árið 2020 voru 2.320 hross flutt út frá Íslandi en eftirspurn eftir íslenska hes...

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga
Fréttir 26. febrúar 2021

Stefnt að fullri kolefnisjöfnun hjá Lambhaga

Fyrstu niðurstöður úr mæl­ingu á kolefnisfótspori garðyrkju­stöðvarinnar Lambhag...

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun
Fréttir 25. febrúar 2021

Gerlamagn eðlilegt í tilraunaverkefni um heimaslátrun

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur birt skýrslu um tilraunaverkefni á ve...

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni
Fréttir 25. febrúar 2021

Lyfjahampur og kannabislyf verði leyfð í lækningaskyni

Þingsályktun um þróunaráætlun og tilraunaverkefni fyrir ræktun lyfjahamps og not...

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum
Fréttir 25. febrúar 2021

Umsögn með höfnun lýsir fádæma fordómum

Einn geitfjárræktandi var í hópi umsækjenda um styrk úr Matvælasjóði. Hann fékk ...

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla
Fréttir 24. febrúar 2021

Sama aðalstjórn situr áfram hjá Samtökum smáframleiðenda matvæla

Á aðalfundi Samtaka smáframleiðenda matvæla, sem haldinn var í gær með fjarfunda...

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum
Fréttir 23. febrúar 2021

GM og Navistar mynda bandalag um smíði á vetnisknúnum raftrukkum

Fyrirtækið Navistar í Banda­ríkjunum tekur þátt í inn­leiðingu nýrra orkugjafa í...

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja
Fréttir 19. febrúar 2021

Fyrsta sjálfstýrða vetnisknúna dráttarvél Kínverja

Kínverjar kynntu til sögunnar glænýja sjálfstýrða vetnis- og rafhlöðuknúna drátt...