Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Mynd / mhh
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum.

„Ég og við hjá fyrirtækinu erum mjög ánægð og stolt með þennan samning, það er frábært að komast inn á Bandaríkjamarkað með vörunar okkar,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.

Samningurinn felur í sér framleiðslu og sölu á laktósafríu mjólkurvörum Örnu, sem þekktar eru og seldar hér á landi. En auk þess er ætlunin að framleiða próteinríka hafrajógúrt, sem Arna ætlar sér að setja á markað á Íslandi í sumar. Gert er ráð fyrir að flytja út vörur frá Íslandi í fyrstu, en síðar mun Reykjavík Creamery framleiða vörurnar í nýrri verksmiðju sinni í Pennsylvaníu.

„Það er blússandi gangur í fyrirtækinu, vörunar okkar seljast mjög vel á Íslandi og markaðurinn hefur tekið okkur opnum örmum. Við erum 44 í fyrirtækinu í dag og það er allt sem bendir til að þess að okkur eigi eftir að fjölga og fjölga,“ segir Hálfdán.

Próteinvatn í bauk

Það er ekki nóg með það að Hálfdán og hans fólk í Bolungarvík, sé að hefja útflutning á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna því fyrirtækið var líka að setja splunkunýja vöru á markað. Það er próteinvatn í áldósum, vatnið er uppleyst í mysupróteini en í hverjum bauk eru 14 grömm.

Hálfdán segir vöruna alveg upplagða fyrir þá sem þurfa að bæta á próteintankinn og svala þorsta.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...