Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Mynd / mhh
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum.

„Ég og við hjá fyrirtækinu erum mjög ánægð og stolt með þennan samning, það er frábært að komast inn á Bandaríkjamarkað með vörunar okkar,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.

Samningurinn felur í sér framleiðslu og sölu á laktósafríu mjólkurvörum Örnu, sem þekktar eru og seldar hér á landi. En auk þess er ætlunin að framleiða próteinríka hafrajógúrt, sem Arna ætlar sér að setja á markað á Íslandi í sumar. Gert er ráð fyrir að flytja út vörur frá Íslandi í fyrstu, en síðar mun Reykjavík Creamery framleiða vörurnar í nýrri verksmiðju sinni í Pennsylvaníu.

„Það er blússandi gangur í fyrirtækinu, vörunar okkar seljast mjög vel á Íslandi og markaðurinn hefur tekið okkur opnum örmum. Við erum 44 í fyrirtækinu í dag og það er allt sem bendir til að þess að okkur eigi eftir að fjölga og fjölga,“ segir Hálfdán.

Próteinvatn í bauk

Það er ekki nóg með það að Hálfdán og hans fólk í Bolungarvík, sé að hefja útflutning á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna því fyrirtækið var líka að setja splunkunýja vöru á markað. Það er próteinvatn í áldósum, vatnið er uppleyst í mysupróteini en í hverjum bauk eru 14 grömm.

Hálfdán segir vöruna alveg upplagða fyrir þá sem þurfa að bæta á próteintankinn og svala þorsta.

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun
Fréttir 29. janúar 2026

Góð afkoma lykilatriði fyrir nýliðun

„Að fólk geti greitt sér laun fyrir vinnuna, byggt upp jarðir, ræktun og bygging...

Skýrt nei við aðildarviðræðum
Fréttir 29. janúar 2026

Skýrt nei við aðildarviðræðum

Ríflega 76 prósent bænda sem eru félagsmenn í Bændasamtökum Íslands eru ósammála...

Dreifikostnaður raforku hækkar
Fréttir 29. janúar 2026

Dreifikostnaður raforku hækkar

Gjaldskrárhækkanir dreifiveitna rafmagns hafa hækkað umfram vísitölu á undanförn...

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri
Fréttir 29. janúar 2026

Meðalafurðir mjólkurkúa aldrei meiri

Samkvæmt niðurstöðum skýrsluhalds Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) fyrir...

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...