Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Hálfdán með nýja vöru Örnu, próteinvatn í áldósum.
Mynd / mhh
Fréttir 13. júní 2022

Mjólkurvörur frá Örnu til Bandaríkjanna

Höfundur: Magnús Hlynur Hauksson

Nýlega skrifuðu forsvarsmenn Örnu í Bolungarvík og forsvars- menn Reykjavík Creamery mjólkurvinnslu í Pennsylvaníu undir viljayfirlýsingu um samstarf á milli fyrirtækjanna um framleiðslu og sölu á mjólkurvörum Örnu í Bandaríkjunum.

„Ég og við hjá fyrirtækinu erum mjög ánægð og stolt með þennan samning, það er frábært að komast inn á Bandaríkjamarkað með vörunar okkar,“ segir Hálfdán Óskarsson, framkvæmdastjóri Örnu í Bolungarvík.

Samningurinn felur í sér framleiðslu og sölu á laktósafríu mjólkurvörum Örnu, sem þekktar eru og seldar hér á landi. En auk þess er ætlunin að framleiða próteinríka hafrajógúrt, sem Arna ætlar sér að setja á markað á Íslandi í sumar. Gert er ráð fyrir að flytja út vörur frá Íslandi í fyrstu, en síðar mun Reykjavík Creamery framleiða vörurnar í nýrri verksmiðju sinni í Pennsylvaníu.

„Það er blússandi gangur í fyrirtækinu, vörunar okkar seljast mjög vel á Íslandi og markaðurinn hefur tekið okkur opnum örmum. Við erum 44 í fyrirtækinu í dag og það er allt sem bendir til að þess að okkur eigi eftir að fjölga og fjölga,“ segir Hálfdán.

Próteinvatn í bauk

Það er ekki nóg með það að Hálfdán og hans fólk í Bolungarvík, sé að hefja útflutning á vörum fyrirtækisins til Bandaríkjanna því fyrirtækið var líka að setja splunkunýja vöru á markað. Það er próteinvatn í áldósum, vatnið er uppleyst í mysupróteini en í hverjum bauk eru 14 grömm.

Hálfdán segir vöruna alveg upplagða fyrir þá sem þurfa að bæta á próteintankinn og svala þorsta.

Ekkert veiðibann á döfinni
Fréttir 26. janúar 2023

Ekkert veiðibann á döfinni

Veiðibann á grágæs hefur ekki tekið gildi á Íslandi og ekki stendur til að banna...

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt
Fréttir 26. janúar 2023

Stakkhamar 2 skýst upp á toppinn yfir afurðahæstu kúabúin miðað við meðalnyt

Stakkhamar 2 í Eyja- og Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi hefur skotist á toppinn ...

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast
Fréttir 25. janúar 2023

Niðurtröppun greiðslumarks að hefjast

Niðurtröppun á greiðslumarki í sauðfjárrækt hefst á þessu ári, samkvæmt núgildan...

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum
Fréttir 24. janúar 2023

Úrræði sem eigi að nýtast ungum bændum

Ungir bændur hafa verið að kalla eftir því að þeir geti nýtt öll fasteignakaupsú...

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna
Fréttir 23. janúar 2023

Útgáfa fyrstu vottuðu kolefniseininganna

Yggdrasill Carbon hefur fengið útgefnar fyrstu íslensku vottuðu kolefniseiningar...

Vinnsla á próteini úr grasi
Fréttir 20. janúar 2023

Vinnsla á próteini úr grasi

Þörf heimsins fyrir prótein er alltaf að aukast og sífellt er leitað leiða til a...

Smitvarnir áréttaðar
Fréttir 20. janúar 2023

Smitvarnir áréttaðar

Í ljósi útbreiðslu bráðsmitandi afbrigðis af fuglaflensu H5N1 sá Eigenda- og ræk...

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku
Fréttir 19. janúar 2023

Hnökrar hjá þvottastöðinni í ullarþurrkun og -móttöku

Á undanförnum vikum hafa hnökrar verið á ullarþurrkun í ullarþvottastöðinni á Bl...