Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mítlaeyðirinn fipronil fannst hvorki í íslenskum eggjum né kjúklingi
Mynd / smh
Fréttir 11. maí 2018

Mítlaeyðirinn fipronil fannst hvorki í íslenskum eggjum né kjúklingi

Höfundur: smh

Samkvæmt tilkyningu frá Matvælastofnun fannst mítlaeyðirinn fipronil hvorki í íslenskum eggjum né kjúklingi. Sumarið 2017 komst upp um óleyfilega notkun á þessum mítlaeyði við svokölluðum rauðum mítli (Dermanyssus gallinae) á varphænum í Evrópu. 

Í kjölfarið á miklum innköllunum á eggjum og eggjavörum á Evrópska efnahagssvæðinu (EES)  skipulagði Matvælaöryggisstofnun Evrópu (EFSA) sérstakar sýnatökur til að kanna stöðuna varðandi leifar af mítlaeyðum í kjúklingaafurðum, varphænum, eggjum og eggjavörum. Sýnatökur voru gerðar frá 1. september til loka nóvember 2017, alls 5.439 sýni í flestum löndum EES. Sýni voru bæði valin tilviljanakennt og einnig voru vörur og býli valin vegna gruns um vandamál eða lyfjanotkun. 

Matvælastofnun tók þátt í verkefninu og voru tekin tíu sýni til greiningar af eggjum og kjúklingakjöti til greiningar á fipronil og öðrum efnum sem hægt er að nota við gegn rauðum hænsnamítli. Þar sem enginn grunur um slíka notkun hér var sýnatökum dreift tilviljunarkennt á búin hér á landi.

Í tilkynningu Matvælastofnunar kemur fram að í yfirliti EFSA um sýnatökurnar komi fram hvar fipronil hafi verið notað. „Niðurstöður EFSA sýna að 742 sýni (13%) innihéldu leifar yfir hámarksgildi. Í þessum sýnum var mengun af völdum mítlaeyða yfir hámarksgildum næstum eingöngu vegna notkunar fipronils. Aðeins eitt sýni af eggjum reyndist innihalda leifar af mítlaeyðinum amitraz yfir hámarksgildum. Sýnin sem innihéldu leifar yfir hámarksgildum voru frá níu löndum EES og voru upprunnin í átta löndum; Hollandi, Ítalíu, Þýskalandi, Póllandi, Ungverjalandi, Frakklandi, Slóveníu og Grikklandi.

Sýnin sem tekin voru af Matvælastofnun af íslenskri framleiðslu voru öll laus við leifar af fipronili og öðru skordýraeitri. Fyrr á árinu 2017 hafði Matvælastofnun tekið sýni af sendingu af innfluttu eggjarauðudufti sem í reyndust vera leifar fipronils. Sendingin var endursend en varð til þess að framleiðslufyrirtæki sem hafði flutt inn sömu lotu fyrr um sumarið innkallaði framleiðsluvörur sem það hafði verið notað í. Innflutningseftirlit með eggjavörum var hert í kjölfarið og var krafist vottorðs um greiningar á leifum áður en eggjavörum var hleypt inn í landið.

Fipronil er notað bæði sem mítlaeyðir á gæludýr og sem skordýraeitur í og við byggingar og á einstaka káltegundir. Ekki er leyfilegt að nota lyfið til að meðhöndla dýr sem alin eru til manneldis. Leifar af fipronil geta fundist í eggjum/eggjaafurðum í mjög litlu magni vegna þess að ekki er hægt að útiloka að það berist í þau úr umhverfi.  Hámarksgildi fyrir leyfilegt magn leifa eru sett í reglugerð um varnarefnaleifar í matvælum og fóðri nr. 672/2008 (EB 396/2005),“ segir í tilkynningunni.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...