Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Misræmis gætir í innflutningstölum
Mynd / Úr safni MS
Fréttir 23. júní 2022

Misræmis gætir í innflutningstölum

Höfundur: Erna Bjarnadóttir

Árin 2020 og 2021 voru flutt inn yfir 1.000 tonn af unnum kjötvörum, hvort ár, frá ESB inn til Íslands.

Aftur á móti nam innflutningur samkvæmt upplýsingum Hagstofu Íslands 430,5 tonnum árið 2020 og 534 tonnum árið 2021.

Það er meðal þess sem kemur fram í aðsendri grein Ernu Bjarnadóttur, hagfræðings Mjólkursamsölunnar.

„Tollfrjáls kvóti fyrir unnar kjötvörur í tollskrárnúmeri 1602 samkvæmt viðskiptasamningi milli Íslands og ESB nemur 400 tonnum fyrir þennan vöruflokk. Á þetta misræmi var reyndar þegar bent árið 2020 en árið 2019 sást viðlíka munur á þessum upplýsingum, eða 645 tonnum meira flutt út frá ESB en inn til Íslands af unnum kjötvörum,“ segir Erna meðal annars.

Í greininni kemur fram að á síðustu þremur árum hafa tollayfirvöld gefið út 114 bindandi álit um tollflokkun vara úr landbúnaðarköflum tollskrár, sem höfundur hefur fengið aðgang að. Vinna að greiningu þeirra beinist fyrst og fremst að mjólkurafurðum. Nýlegur dómur Landsréttar staðfestir þó að pottur sé víðar brotinn varðandi tollflokkun landbúnaðarvara.

– Sjá nánar á bls. 54. í Bændablaðinu sem kom út í dag

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...