Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Þrjú kúabú framleiddu meira en 200.000 lítra af mjólk umfram greiðslumarkseign árið 2023.
Þrjú kúabú framleiddu meira en 200.000 lítra af mjólk umfram greiðslumarkseign árið 2023.
Mynd / ál
Fréttir 22. febrúar 2024

Misræmi milli framleiðslu og greiðslumarkseignar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tveir mjólkurframleiðendur uppfylltu ekki yfir 200.000 lítra af greiðslumarki í þeirra eigu árið 2023. Reynir Þór Jónsson, kúabóndi að Hurðarbaki í Flóahreppi, telur tölurnar benda til þess að greiðslumarkskerfið virki letjandi á framleiðslu.

Hlutfall ónýtts greiðslumarks hefur aldrei verið jafnhátt miðað við tölur frá árinu 2018. Alls nýttu 54 framleiðendur ekki greiðslumark yfir 50.000 lítrum, samkvæmt upplýsingum frá matvælaráðuneytinu. Á meðan framleiddu sextán bú yfir 100.000 lítra hver umfram framleiðslurétt.

Mjólkurframleiðendur voru 498 talsins á síðasta ári en 225 þeirra fullnýttu ekki framleiðslurétt sinn. Þar af nýttu 62 ekki 10.000 lítra eða minna af framleiðslurétti sínum. Tveir nýttu ekki 200.000 lítra eða meira og einn framleiðandi fellur í flokk þeirra sem fullnýttu ekki 150–200 þúsund lítra. Ónotað greiðslumark reyndist 7.590.350 lítrar, sem er mun meira magn en síðustu ár. Hlutfallið er 5,1% af heildargreiðslumarki ársins 2023 sem var 149.000.000 lítrar mjólkur.

Lítill hvati til að fylla upp í greiðslumarkið

Hæst er hlutfall ónotaðs greiðslumarks á Vestfjörðum, um 9%, en af um 2,3 milljónum lítrum af kvóta sem þar er skráður voru rúmlega 200 þúsund lítrar ónýttir. Hlutfallið var lægst á Suðurlandi þar sem 3,76% af heildargreiðslumarki reyndist ónýtt, eða um 2,2 milljónir lítra af um 59 milljónum lítra. Á meðan framleiddu 273 kúabændur mjólk umfram greiðslumark þeirra. Þar af framleiddu þrír meira en 200.000 lítra umfram greiðslumarkseign, að því er fram kemur í tölum frá matvælaráðuneytinu.

„Í einhverjum tilvikum er líklegt að mjólkurframleiðslu hafi verið hætt og ekki hafi enn tekist að selja kvótann. Svo getur að sjálfsögðu verið eðlilegt að framleiðslan sveiflist eitthvað til milli ára hjá bændum og þetta sé tilfallandi niðurstaða hjá einhverjum. Á heildina séð er þó þessi niðurstaða að segja okkur að of margir framleiðendur sem fylla ekki upp í greiðslumarkið treysta á að aðrir bændur framleiði umframmjólk.

Greiðslumarkskerfið virkar því miður letjandi á framleiðslu. Þ.e. það virkar vel sem stjórntæki þegar framleiðslan er yfir greiðslumarkinu. Það er hins vegar lítill hvati í kerfinu að fylla upp í greiðslumarkið þegar það vantar mjólk,“ segir Reynir Þór Jónsson, kúabóndi og stjórnarmaður í Bændasamtökum Íslands.

Greiðslumark aldrei niðurfellt

Greiðsla út á greiðslumark er framlag ríkisins til framleiðenda mjólkur og greiðist mánaðarlega úr ríkissjóði til handhafa beingreiðslna út á greiðslumark. Handhafi beingreiðslna út á greiðslumark fær mánaðarlega greiðslu, óháð framleiðslu, að því tilskildu að framleiðsla lögbýlisins sé 100% á yfirstandandi verðlagsári skv. reglugerð nr. 348/2022 um stuðning í nautgriparækt. Sjái handhafi greiðslna fram á að nýting greiðslumarks gefi ekki rétt til 100% af greiðslum framleiðslutímabilsins, ber honum að tilkynna það til matvælaráðuneytisins skv. sömu reglugerð.

Ef bóndi framleiðir ekki upp í allt greiðslumarkið sitt missir hann þann hluta beingreiðslna sinna. Þær greiðslur ganga síðan til annarra framleiðenda við uppgjör ársins. Greiðslumark bús fellur hins vegar niður ef engin framleiðsla fer þar fram í að minnsta kosti eitt verðlagsár. Ekki hefur þó komið til þess að greiðslumark hafi verið fellt niður skv. upplýsingum frá matvælaráðuneytinu.

Heimild / Matvælaráðuneytið

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...