Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Mynd / MHH
Fréttir 15. mars 2021

Minni sveitarfélög vilja alls ekki lögþvingaða sameiningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það varð ljóst á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember á síðasta ári að ekki ríkir sú samstaða sem áður var haldið fram um lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga. Síðan þá hefur hópur minni sveitarfélaga unnið að mótun tillögu sem gæti komið í stað íbúalágmarks í því skyni að styrkja og efla sveitarfélög, ekki síst með sameiningum.

Jafnframt að horfa til leiða sem sveitarfélög gætu sameinast um á vettvangi sambandsins, þannig að það megi betur gegna sínu hlutverki, sem sameiginlegur málsvari sveitarfélaga.

„Við höfum sent okkar tillögu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, en frumvarp um íbúalágmark er nú í umsagnarferli. Tillagan er framlag hópsins til að ná fram sátt um hið mikilvæga mál sem er efling sveitarfélaga, íbúum landsins til heilla. Tillagan hefur verið nokkurn tíma að mótast og tekið góðum breytingum, m.a. eftir fund starfshóps minni sveitarfélaga með stjórn sambandsins á dögunum.

Tillagan í endanlegri mynd verður nú jafnframt kynnt stjórninni, sem og öllum sveitarstjórnum. Er það von okkar að hún hljóti góðan stuðning og hægt verði að ljúka þessu máli í góðri sátt Alþingis og sveitarfélagastigsins,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem á sæti í hópnum.

Aðrir sem eiga þar sæti eru Jón Páll Hreinsson, sveitarstjóri í Bolungarvík, Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög. 

Aspir og wasabi ræktuð samhliða
Fréttir 24. maí 2024

Aspir og wasabi ræktuð samhliða

Nordic Wasabi er um þessar mundir að setja á innanlandsmarkað frostþurrkað wasab...

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“
Fréttir 24. maí 2024

„Bjart fram undan og afurðaverð á uppleið“

Jóhannes Geir Gunnarsson, bóndi á Efri-Fitjum í Vestur-Húnavatnssýslu, er bjarts...

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu
Fréttir 24. maí 2024

Fóðra mjölorma til fóður- og matvælaframleiðslu

Í samstarfsverkefni Matís og Landbúnaðarháskóla Íslands (LbhÍ) er unnið að því a...

Samdráttur samfélags
Fréttir 23. maí 2024

Samdráttur samfélags

Póstþjónusta landsmanna hefur verið hitamál svo lengi sem menn muna og ekki síst...

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal
Fréttir 22. maí 2024

Fleiri kostir, meiri sveigjanleiki og bætt nýtni það sem koma skal

Út er komin skýrslan Bætt orkunýtni og ný tækifæri til orkuöflunar. Hún hefur að...

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu
Fréttir 22. maí 2024

Bændur ársins í Norður-Þingeyjarsýslu

Ábúendurnir í Hafrafellstungu í Öxarfirði fengu nafnbótina Bændur ársins 2023 í ...

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur
Fréttir 22. maí 2024

Mikilvægt að bæta merkingar fyrir neytendur

Herdís Magna Gunnarsdóttir, nautgripabóndi á Egilsstöðum og stjórnarmaður í Bænd...

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva
Fréttir 22. maí 2024

Verður milliliður milli ræktenda og kornstöðva

Starfsemi Kornræktarfélags Suðurlands var endurvakin á fundi kornbænda í Gunnars...