Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Mynd / MHH
Fréttir 15. mars 2021

Minni sveitarfélög vilja alls ekki lögþvingaða sameiningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það varð ljóst á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember á síðasta ári að ekki ríkir sú samstaða sem áður var haldið fram um lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga. Síðan þá hefur hópur minni sveitarfélaga unnið að mótun tillögu sem gæti komið í stað íbúalágmarks í því skyni að styrkja og efla sveitarfélög, ekki síst með sameiningum.

Jafnframt að horfa til leiða sem sveitarfélög gætu sameinast um á vettvangi sambandsins, þannig að það megi betur gegna sínu hlutverki, sem sameiginlegur málsvari sveitarfélaga.

„Við höfum sent okkar tillögu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, en frumvarp um íbúalágmark er nú í umsagnarferli. Tillagan er framlag hópsins til að ná fram sátt um hið mikilvæga mál sem er efling sveitarfélaga, íbúum landsins til heilla. Tillagan hefur verið nokkurn tíma að mótast og tekið góðum breytingum, m.a. eftir fund starfshóps minni sveitarfélaga með stjórn sambandsins á dögunum.

Tillagan í endanlegri mynd verður nú jafnframt kynnt stjórninni, sem og öllum sveitarstjórnum. Er það von okkar að hún hljóti góðan stuðning og hægt verði að ljúka þessu máli í góðri sátt Alþingis og sveitarfélagastigsins,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem á sæti í hópnum.

Aðrir sem eiga þar sæti eru Jón Páll Hreinsson, sveitarstjóri í Bolungarvík, Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög. 

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...