Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps, á sæti í starfshópi minni sveitarfélaga, sem vilja ekki sjá lögþvingaða sameiningu sveitarfélaga því ákvörðun eigi að vera í höndum íbúa.
Mynd / MHH
Fréttir 15. mars 2021

Minni sveitarfélög vilja alls ekki lögþvingaða sameiningu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Það varð ljóst á landsþingi Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 18. desember á síðasta ári að ekki ríkir sú samstaða sem áður var haldið fram um lögfestingu íbúalágmarks sveitarfélaga. Síðan þá hefur hópur minni sveitarfélaga unnið að mótun tillögu sem gæti komið í stað íbúalágmarks í því skyni að styrkja og efla sveitarfélög, ekki síst með sameiningum.

Jafnframt að horfa til leiða sem sveitarfélög gætu sameinast um á vettvangi sambandsins, þannig að það megi betur gegna sínu hlutverki, sem sameiginlegur málsvari sveitarfélaga.

„Við höfum sent okkar tillögu til umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis, en frumvarp um íbúalágmark er nú í umsagnarferli. Tillagan er framlag hópsins til að ná fram sátt um hið mikilvæga mál sem er efling sveitarfélaga, íbúum landsins til heilla. Tillagan hefur verið nokkurn tíma að mótast og tekið góðum breytingum, m.a. eftir fund starfshóps minni sveitarfélaga með stjórn sambandsins á dögunum.

Tillagan í endanlegri mynd verður nú jafnframt kynnt stjórninni, sem og öllum sveitarstjórnum. Er það von okkar að hún hljóti góðan stuðning og hægt verði að ljúka þessu máli í góðri sátt Alþingis og sveitarfélagastigsins,“ segir Ása Valdís Árnadóttir, oddviti Grímsnes- og Grafningshrepps sem á sæti í hópnum.

Aðrir sem eiga þar sæti eru Jón Páll Hreinsson, sveitarstjóri í Bolungarvík, Jónas Egilsson, sveitarstjóri Langanesbyggðar, Linda Björk Pálsdóttir, sveitarstjóri í Hvalfjarðarsveit og Þröstur Friðfinnsson, sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi. Að tillögunni standa um 20 sveitarfélög. 

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...