Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Minni aukning á umferð en undanfarin ár
Fréttir 30. janúar 2020

Minni aukning á umferð en undanfarin ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samdráttur varð á umferð um Hringveg í síðasta desembermánuði, umferð dróst saman um 1% miðað við umferð í sama mánuði árið á undan. Í heild jókst umferðin á Hringvegi árið 2019 um 2,4 prósent sem er mun minni aukning en undanfarin ár þegar umferðin hefur aukist árlega um 5 og upp í 14%.

Vegagerðin er með 16 lykilteljara á Hringvegi. Fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar að umferð hafi mest dregist saman á Norðurlandi, eða um 8,2%. Umferðin jókst aðeins á tveimur landsvæðum eða yfir teljara á og í grennd við höfuðborgarsvæðið en þar jókst umferðin um 1,4% og um Vesturland um 0,2%. Segir á vefnum að trúlega stafi samdráttur í umferð í desember að stórum hluta vegna veðurs í þeim mánuði.

Samdráttur í þremur mánuðum

Samdráttur mældist í þremur mánuð­um síðastliðins árs miðað við árið á undan, eða í mars, september og desember. Mest jókst umferðin í febrúar, eða um 15,8%, en mestur samdráttur varð í mars, eða 4,1%. Þegar árið er gert upp í heild hefur umferðin um lykilsniðin 16 aukist um 2,4%. Samdráttur varð á tveimur landsvæðum, um Austurland 2,3% og Suðurland 1,5%.  Mest jókst umferðin um Vesturland eða um 5,2%.    

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust
Fréttir 4. október 2024

Skógarfura í Varmahlíð föngulegust

Skógræktarfélag Íslands hefur valið skógarfuru í Varmahlíð tré ársins 2024.

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir
Fréttir 4. október 2024

Þrír forstjórar skipaðir fyrir nýjar ríkisstofnanir

Nýlega voru skipaði þrír forstjórar fyrir nýjar ríkisstofnanir sem urðu til með ...

Eftirlíking af hálfri kú
Fréttir 4. október 2024

Eftirlíking af hálfri kú

Nautastöð Bændasamtaka Íslands tók á dögunum í notkun eftirlíkingu af kú sem er ...

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti
Fréttir 3. október 2024

Gagnrýna nýjar reglur um hollustuhætti

Heilbrigðisnefndir kringum landið hafa gagnrýnt skort á kynningu á nýrri regluge...

Aðgerðaáætlun gefin út
Fréttir 3. október 2024

Aðgerðaáætlun gefin út

Matvælaráðherra, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, hefur gefið út aðgerðaáætlun fyrir...

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun
Fréttir 3. október 2024

Grasrótin gaumgæfir atvinnulíf og nýsköpun

Verkefnið Vatnaskil á Austurlandi miðar að því að efla nýsköpun og stuðla að fjö...

Áburðarverkefni í uppnámi
Fréttir 3. október 2024

Áburðarverkefni í uppnámi

Áburðarverkefni í Syðra-Holti í Svarfaðardal, sem gengur út á moltugerð úr nærsa...

Aukinn innflutningur á lægri tollum
Fréttir 2. október 2024

Aukinn innflutningur á lægri tollum

Ekki er hægt að fá uppgefna þá aðila sem standa að baki innflutningi á landbúnað...