Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Minni aukning á umferð en undanfarin ár
Fréttir 30. janúar 2020

Minni aukning á umferð en undanfarin ár

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Samdráttur varð á umferð um Hringveg í síðasta desembermánuði, umferð dróst saman um 1% miðað við umferð í sama mánuði árið á undan. Í heild jókst umferðin á Hringvegi árið 2019 um 2,4 prósent sem er mun minni aukning en undanfarin ár þegar umferðin hefur aukist árlega um 5 og upp í 14%.

Vegagerðin er með 16 lykilteljara á Hringvegi. Fram kemur á vefsíðu Vegagerðarinnar að umferð hafi mest dregist saman á Norðurlandi, eða um 8,2%. Umferðin jókst aðeins á tveimur landsvæðum eða yfir teljara á og í grennd við höfuðborgarsvæðið en þar jókst umferðin um 1,4% og um Vesturland um 0,2%. Segir á vefnum að trúlega stafi samdráttur í umferð í desember að stórum hluta vegna veðurs í þeim mánuði.

Samdráttur í þremur mánuðum

Samdráttur mældist í þremur mánuð­um síðastliðins árs miðað við árið á undan, eða í mars, september og desember. Mest jókst umferðin í febrúar, eða um 15,8%, en mestur samdráttur varð í mars, eða 4,1%. Þegar árið er gert upp í heild hefur umferðin um lykilsniðin 16 aukist um 2,4%. Samdráttur varð á tveimur landsvæðum, um Austurland 2,3% og Suðurland 1,5%.  Mest jókst umferðin um Vesturland eða um 5,2%.    

Skylt efni: umferð | Hringvegurinn

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...