Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Minna grillað í vætutíðinni
Mynd / BGK
Fréttir 2. ágúst 2018

Minna grillað í vætutíðinni

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Votviðrið í sumar hefur reynst grilláhugafólki hin mesta þraut. Í samtali við söluaðila á grillkjöti kemur fram að veðrið hafi víða sett strik í reikninginn og salan sé misjöfn eftir landshlutum. Jafnvel hafi menn kastað inn grillsvuntunni og gert sér að góðu að sjóða bjúgu. 
 
Guðmundur Ágústsson, sölustjóri Norðlenska, segir sölu á grillkjöti vissulega vera minni en oft áður, en hamborgarasala sé aftur á móti með mesta móti, hvort sem það sé til vitnisburðar um veðrið eða ekki. Greinilegustu merki samdráttar eru vegna þess að fólk einfaldlega fer frekar af landinu þegar veðrið er ekki ákjósanlegt. Hann sé þó bjartsýnn á að tækifæri muni skapast fyrir grillveislur um allt land þegar líður á sumarið. 
 
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, tekur í sama streng, salan sé mismikil eftir landsvæðum. Breytingin sé þó ekki mikil á milli ára. Hann sjái þó aukningu í vöruflokkum sem seljist frekar yfir vetrarmánuðina, eins og bjúgum.
 
Einar Long hjá Grillbúðinni segir að sumarið hafi farið vel af stað. Hins vegar sé heldur rólegra í júlí en fyrir ári síðan af augljósum ástæðum. 

Skylt efni: grillmatur

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...