Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Minna grillað í vætutíðinni
Mynd / BGK
Fréttir 2. ágúst 2018

Minna grillað í vætutíðinni

Höfundur: Bjarni Rúnarsson
Votviðrið í sumar hefur reynst grilláhugafólki hin mesta þraut. Í samtali við söluaðila á grillkjöti kemur fram að veðrið hafi víða sett strik í reikninginn og salan sé misjöfn eftir landshlutum. Jafnvel hafi menn kastað inn grillsvuntunni og gert sér að góðu að sjóða bjúgu. 
 
Guðmundur Ágústsson, sölustjóri Norðlenska, segir sölu á grillkjöti vissulega vera minni en oft áður, en hamborgarasala sé aftur á móti með mesta móti, hvort sem það sé til vitnisburðar um veðrið eða ekki. Greinilegustu merki samdráttar eru vegna þess að fólk einfaldlega fer frekar af landinu þegar veðrið er ekki ákjósanlegt. Hann sé þó bjartsýnn á að tækifæri muni skapast fyrir grillveislur um allt land þegar líður á sumarið. 
 
Steinþór Skúlason, forstjóri SS, tekur í sama streng, salan sé mismikil eftir landsvæðum. Breytingin sé þó ekki mikil á milli ára. Hann sjái þó aukningu í vöruflokkum sem seljist frekar yfir vetrarmánuðina, eins og bjúgum.
 
Einar Long hjá Grillbúðinni segir að sumarið hafi farið vel af stað. Hins vegar sé heldur rólegra í júlí en fyrir ári síðan af augljósum ástæðum. 

Skylt efni: grillmatur

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...