Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 ára.
Minkaskinn lækka talsvert í verði
Fréttir 16. apríl 2014

Minkaskinn lækka talsvert í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Verð á minkaskinnum lækkaði á síðasta uppboði Kopenhagen fur sem fór fram um síðustu helgi. Ljós minkaskinn gerðu allt frá því að standa í staði í verði og lækka um fimmtán prósent. Brún skinn lækkuð um á bilinu 18 til 23 prósent. Lækkunin er heldur meiri en búist var við að sögn Björns Halldórssonar formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Meðalverð íslensku skinnanna var um 6.000 krónur, sem er talsvert undir framleiðslukostnaði. Reiknað hefur verið út að framleiðslukostnaður á hvert skinn sé ríflega 7.000 krónur.
 
Þetta var þriðja uppboð sölutímabilsins og á síðasta uppboði lækkaði verð einnig. Þá var verðið um framleiðslukostnaðinn að sögn Björns. „Það er alveg ljóst að það eru nokkur lönd sem geta engan veginn lifað af með þessum verðum, án þess að fá þá verulegan stuðning frá opinberum aðilum. Framleiðslukostnaður er svipaður milli landanna og þegar meðalverð á skinnum í löndum eins og Kanada er orðið 4.000 krónur og í Grikklandi 3.500 krónur, þá gengur þessi framleiðsla auðvitað ekki til lengdar.“
 
Björn segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum minkabændum sem hafi verið í rekstri um einhverja hríð. Þeir hafi fengið góð verð fyrir skinn síðustu ár og þoli tímabundna niðursveiflu. Verðið á skinnunum sé í sjálfu sér ekki slæmt en öll aðföng hafi hækkað verulega síðustu misseri, einkum verð á fóðri. Næsta uppboð fer fram í júní./fr
Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...