Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Minkaskinn lækka talsvert í verði
Fréttir 16. apríl 2014

Minkaskinn lækka talsvert í verði

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson
Verð á minkaskinnum lækkaði á síðasta uppboði Kopenhagen fur sem fór fram um síðustu helgi. Ljós minkaskinn gerðu allt frá því að standa í staði í verði og lækka um fimmtán prósent. Brún skinn lækkuð um á bilinu 18 til 23 prósent. Lækkunin er heldur meiri en búist var við að sögn Björns Halldórssonar formanns Sambands íslenskra loðdýrabænda. Meðalverð íslensku skinnanna var um 6.000 krónur, sem er talsvert undir framleiðslukostnaði. Reiknað hefur verið út að framleiðslukostnaður á hvert skinn sé ríflega 7.000 krónur.
 
Þetta var þriðja uppboð sölutímabilsins og á síðasta uppboði lækkaði verð einnig. Þá var verðið um framleiðslukostnaðinn að sögn Björns. „Það er alveg ljóst að það eru nokkur lönd sem geta engan veginn lifað af með þessum verðum, án þess að fá þá verulegan stuðning frá opinberum aðilum. Framleiðslukostnaður er svipaður milli landanna og þegar meðalverð á skinnum í löndum eins og Kanada er orðið 4.000 krónur og í Grikklandi 3.500 krónur, þá gengur þessi framleiðsla auðvitað ekki til lengdar.“
 
Björn segist ekki hafa áhyggjur af íslenskum minkabændum sem hafi verið í rekstri um einhverja hríð. Þeir hafi fengið góð verð fyrir skinn síðustu ár og þoli tímabundna niðursveiflu. Verðið á skinnunum sé í sjálfu sér ekki slæmt en öll aðföng hafi hækkað verulega síðustu misseri, einkum verð á fóðri. Næsta uppboð fer fram í júní./fr
Innheimta svæðisgjalda
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhv...

Áframhaldandi samstarf
Fréttir 31. mars 2023

Áframhaldandi samstarf

Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök smáframleiðenda matvæla (SSFM) /Beint frá býli ...

Fengu ný verkfæri
Fréttir 30. mars 2023

Fengu ný verkfæri

Nemendum og kennurum í pípulögnum í Verkmenntaskólanum á Akureyri voru á dögunum...

Vafi á réttmæti líftölumælinga
Fréttir 30. mars 2023

Vafi á réttmæti líftölumælinga

Auðhumla hefur tekið þá ákvörðun að nýta ekki niðurstöður úr líftölumælingum til...

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram
Fréttir 29. mars 2023

Frumvarp um friðlýsingu lifandi minja lagt fram

Fimm þingmenn úr fjórum þingflokkum lögðu á dögunum fram frumvarp til laga um br...

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti
Fréttir 29. mars 2023

Landbúnaðarráðherra Íraks gæddi sér á lambakjöti

Í heimsókn sinni til Íraks á dögunum færði Birgir Þórarinsson alþingismaður land...

Endurheimt vistkerfa
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með ...

Tillaga um dýravelferðarstofu
Fréttir 29. mars 2023

Tillaga um dýravelferðarstofu

Þann 14. mars stóð Dýraverndarsamband Íslands (DÍS) fyrir málþingi um stöðu dýra...