Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu.
Í viðbyggingunni verða fríhöfn, veitingastaður og aðstaða fyrir toll og lögreglu.
Fréttir 19. janúar 2022

Mikilvægt skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Samningur um smíði á 1.100 fermetra viðbyggingu við Flug­stöðina á Akureyri var undir­ritaður skömmu fyrir áramót. Samnings­upphæðin er 810,5 milljónir króna og verður verk­inu skipt upp í þrjá áfanga, nýja byggingu norðan við núver­andi húsnæði og endurbætur á eldra húsnæði.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhanns­son, þáverandi framkvæmda­stjóri Hyrnu á Akureyri, skrifuðu undir samninginn. „Það er afar ánægjulegt að taka þetta næsta og mikilvæga skref í uppbyggingu Akureyrarflugvallar,“ segir Sigrún Björk.

Framkvæmdir við bygginguna hefjast í mars á þessu ári og gert er ráð fyrir að þeim verði lokið í byrjun ágúst árið 2023. Heildarstærð flugstöðvarinnar að verki loknu verður um 2.700 fermetrar. Fyrsti áfangi verksins er smíði nýrrar viðbyggingar norðan við núverandi flugstöð.

Hinir áfangarnir tveir tengjast endurbyggingu eldra húsnæðis, m.a. verður innritunarsvæði flutt til innan byggingarinnar og eins verður byggt töskubílaskýli. Í þriðja og síðasta áfanganum verður núverandi innritunarsvæði endurbyggt sem og skrifstofuhluti þeirrar byggingar.

Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, og Örn Jóhannsson, framkvæmdastjóri Hyrnu á Akureyri, undirrituðu samning um smíði 1.100 fermetra viðbyggingar við flugstöðina á Akureyri.

Framfaraspor

Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri á Akureyri, segir að þessi framkvæmd verði meiri háttar framfaraspor fyrir Akureyri, Norðurland og landsbyggðina alla og því kærkomið að hafist verði handa innan tíðar.

Sigrún Björk segir að um stórt verkefni sé að ræða, en viðbyggingin muni bæta mjög aðstöðu fyrir lögreglu, tollinn, fríhöfnina og veitingastað á flugvellinum. „Þjónustan við farþega og flugfélög batnar til muna og við hlökkum til að taka þessa breyttu og bættu flugstöð í gagnið síðsumars 2023.“

Tvö tilboð bárust í verkið, hið lægra frá Hyrnu en hitt var frá félaginu Húsheild. Frá því tilboð voru opnuð síðasta haust hafa þau tíðindi orðið að Húsheild sem starfar í Mývatnssveit hefur keypt byggingafélagið Hyrnu og tekur því við verkefninu. 

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni
Fréttir 16. maí 2022

Arfgerðin T137 finnst á Botnum og reynist útbreidd á Árskógsströndinni

Arfgerðar­greiningar á príon­próteini (PrP) kinda eru nú í fullum gangi. Að sögn...

„Ég hef lagt niður vopnin“
Fréttir 13. maí 2022

„Ég hef lagt niður vopnin“

Sigríður Jónsdóttir bóndi og fjölskyldan í Arnarholti í Biskups­tungum ætla að h...

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum
Fréttir 13. maí 2022

Kúabændur misvel í stakk búnir til að bregðast við versnandi rekstrarhorfum

Herdís Magna Gunnarsdóttir, bóndi á Egilsstöðum á Fljóts­dalshéraði, var kjörin ...

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi
Fréttir 13. maí 2022

Verndandi arfgerðir gegn riðu nokkuð algengar í íslensku fé á Grænlandi

Sandkoli og hryggleysingjar
Fréttir 13. maí 2022

Sandkoli og hryggleysingjar

Atvinnuveganefnd hefur til umfjöllunar frumvarp þar sem fjallað er um veiðistjór...

Tryggir félagslegan stuðning við bændur
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Tryggir félagslegan stuðning við bændur Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og ...

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Al...