Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þegar íslenski hópurinn steig á svið á aðalkvöldinu og söng Ég er kominn heim, tók salurinn vel undir og kveikti ljós á símunum sínum sem skapaði skemmtilega stemningu.
Þegar íslenski hópurinn steig á svið á aðalkvöldinu og söng Ég er kominn heim, tók salurinn vel undir og kveikti ljós á símunum sínum sem skapaði skemmtilega stemningu.
Mynd / NPC
Fréttir 5. janúar 2022

Mikilvægt og gott samstarf hjá kjúklinga- og eggjabændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Dagana 9.–11. nóvember var haldin norræn ráðstefna kjúkl­inga- og eggjabænda á Norður­löndunum, Nordic Poultry Conference (NPC), rétt fyrir utan Osló í Noregi. Ráðstefnan hefur aldrei verið fjölmennari en um 240 manns úr greinunum mættu til leiks. Frá Íslandi fylgdust fulltrúar frá Ísfugli, Líflandi, Bændasamtökunum, Kjúklingabúinu Vor og MAST með því sem fram fór.

Ráðstefnan er haldin á hverju ári en var frestað á síðasta ári og haldin á rafrænu formi vegna heimsfaraldursins. Það voru þó ekki eingöngu fulltrúar frá Norðurlöndunum sem mættu á ráðstefnuna því einnig komu aðilar sem tengjast geiranum frá fleiri Evrópuþjóðum. Á hverju ári er ákveðið þema á ráðstefnunni eins og dýravelferð, dýraheilsa, sjálfbærni, matvælaöryggi, matvælastefnur, sérstakar sjúkdómsáskoranir og fleira.

Undirbúningshópurinn fyrir Nordic Poultry Conference sem haldin var rétt fyrir utan Osló í nóvember en á næsta ári á svipuðum tíma verður ráðstefnan haldin í Álaborg í Danmörku.

Bera saman bækur sínar

Farið var yfir marga þætti þessa tvo ráðstefnudaga, eins og til dæmis fuglaflensu, sem hefur víða numið lönd og valdið miklum skaða, nýja möguleika í fóðrun fugla, farið var yfir nýjar og umdeildar aðferðir við kyngreiningar ásamt sjúkdómsstöðu á Norðurlöndunum. Seinni daginn var ráðstefnunni skipt upp í sex stofur þar sem hægt var að velja til dæmis sérstofu fyrir kalkúnaframleiðslu, eggjaframleiðslu, kjúklingarækt, stofnahald, fóðrun og dýralækna svo dæmi séu tekin.

„Ísland er aðili að samtökum alifuglabænda á Norðurlöndunum. Þeirra aðalverkefni ár hvert er að halda ráðstefnu um alifuglarækt. Eins og alltaf er ráðstefnan afar áhugaverð. Þar eru margvíslegir fyrirlestrar um nýjar aðferðir í fuglarækt, hvað er efst á baugi hverju sinni, heilsufar fugla á Norðurlöndunum en þar trónir Ísland á toppnum með besta heilbrigðið og margt fleira. Dýravelferðarmál er atriði sem fær alltaf töluverða umfjöllun.

Venju samkvæmt er haldin söngvakeppni milli Norðurlandanna á aðalkvöldi ráðstefnunnar og þó að íslenski hópurinn hafi talið brotabrot af þátttakendum hinna keppnislandanna bar hann glæsilegan sigur úr býtum með laginu Ég er kominn heim.

Ráðstefnuna sækja flestir sem hafa snertiflöt við alifuglarækt, ráðunautar, bændur, dýralæknar, rekstraraðilar fyrirtækja í alifuglarækt, tækjasalar og vísindafólk svo eitthvað sé nefnt. Gefst þarna kærkomið tækifæri til að bera sama bækur við kollega okkar á Norðurlöndunum.

Ráðstefnan er okkur alifuglaræktendum afar fróðleg og mikilvæg,“ segir Jón Magnús Jónsson á Reykjabúinu.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...