Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þegar íslenski hópurinn steig á svið á aðalkvöldinu og söng Ég er kominn heim, tók salurinn vel undir og kveikti ljós á símunum sínum sem skapaði skemmtilega stemningu.
Þegar íslenski hópurinn steig á svið á aðalkvöldinu og söng Ég er kominn heim, tók salurinn vel undir og kveikti ljós á símunum sínum sem skapaði skemmtilega stemningu.
Mynd / NPC
Fréttir 5. janúar 2022

Mikilvægt og gott samstarf hjá kjúklinga- og eggjabændum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Dagana 9.–11. nóvember var haldin norræn ráðstefna kjúkl­inga- og eggjabænda á Norður­löndunum, Nordic Poultry Conference (NPC), rétt fyrir utan Osló í Noregi. Ráðstefnan hefur aldrei verið fjölmennari en um 240 manns úr greinunum mættu til leiks. Frá Íslandi fylgdust fulltrúar frá Ísfugli, Líflandi, Bændasamtökunum, Kjúklingabúinu Vor og MAST með því sem fram fór.

Ráðstefnan er haldin á hverju ári en var frestað á síðasta ári og haldin á rafrænu formi vegna heimsfaraldursins. Það voru þó ekki eingöngu fulltrúar frá Norðurlöndunum sem mættu á ráðstefnuna því einnig komu aðilar sem tengjast geiranum frá fleiri Evrópuþjóðum. Á hverju ári er ákveðið þema á ráðstefnunni eins og dýravelferð, dýraheilsa, sjálfbærni, matvælaöryggi, matvælastefnur, sérstakar sjúkdómsáskoranir og fleira.

Undirbúningshópurinn fyrir Nordic Poultry Conference sem haldin var rétt fyrir utan Osló í nóvember en á næsta ári á svipuðum tíma verður ráðstefnan haldin í Álaborg í Danmörku.

Bera saman bækur sínar

Farið var yfir marga þætti þessa tvo ráðstefnudaga, eins og til dæmis fuglaflensu, sem hefur víða numið lönd og valdið miklum skaða, nýja möguleika í fóðrun fugla, farið var yfir nýjar og umdeildar aðferðir við kyngreiningar ásamt sjúkdómsstöðu á Norðurlöndunum. Seinni daginn var ráðstefnunni skipt upp í sex stofur þar sem hægt var að velja til dæmis sérstofu fyrir kalkúnaframleiðslu, eggjaframleiðslu, kjúklingarækt, stofnahald, fóðrun og dýralækna svo dæmi séu tekin.

„Ísland er aðili að samtökum alifuglabænda á Norðurlöndunum. Þeirra aðalverkefni ár hvert er að halda ráðstefnu um alifuglarækt. Eins og alltaf er ráðstefnan afar áhugaverð. Þar eru margvíslegir fyrirlestrar um nýjar aðferðir í fuglarækt, hvað er efst á baugi hverju sinni, heilsufar fugla á Norðurlöndunum en þar trónir Ísland á toppnum með besta heilbrigðið og margt fleira. Dýravelferðarmál er atriði sem fær alltaf töluverða umfjöllun.

Venju samkvæmt er haldin söngvakeppni milli Norðurlandanna á aðalkvöldi ráðstefnunnar og þó að íslenski hópurinn hafi talið brotabrot af þátttakendum hinna keppnislandanna bar hann glæsilegan sigur úr býtum með laginu Ég er kominn heim.

Ráðstefnuna sækja flestir sem hafa snertiflöt við alifuglarækt, ráðunautar, bændur, dýralæknar, rekstraraðilar fyrirtækja í alifuglarækt, tækjasalar og vísindafólk svo eitthvað sé nefnt. Gefst þarna kærkomið tækifæri til að bera sama bækur við kollega okkar á Norðurlöndunum.

Ráðstefnan er okkur alifuglaræktendum afar fróðleg og mikilvæg,“ segir Jón Magnús Jónsson á Reykjabúinu.

Mugga bar þremur kvígum
Fréttir 26. júlí 2024

Mugga bar þremur kvígum

Kýrin Mugga 985 frá bænum Steindyrum í Svarfaðardal í Dalvíkurbyggð bar þríkelfi...

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku
Fréttir 25. júlí 2024

Innleiða kolefnisgjald á landbúnað í Danmörku

Þann 24. júní náðist sögulegt samkomulag í Danmörku, á milli stjórnvalda og nokk...

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?
Fréttir 25. júlí 2024

Er endurheimt vistkerfa skilvirkari en skógrækt?

Því hefur verið varpað fram að þegar kemur að kolefnisbindingu ætti að leggja me...

Snikka til lög um flutningsjöfnuð
Fréttir 25. júlí 2024

Snikka til lög um flutningsjöfnuð

Áform eru uppi um breytingu á lögum um svæðisbundna flutningsjöfnun.

Stofnanir út á land
Fréttir 24. júlí 2024

Stofnanir út á land

Aðsetur nýrra stofnana umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytisins verður utan h...

Lundaveiðar leyfðar
Fréttir 24. júlí 2024

Lundaveiðar leyfðar

Umhverfis- og skipulagsráð Vestmannaeyja hefur samþykkt að heimila lundaveiði 27...

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum
Fréttir 23. júlí 2024

Óska eftir sýnum úr dauðum kálfum

Rannsóknamiðstöð landbúnaðarins, RML, rannsakar nú erfðaorsakir kálfadauða.

Upphreinsun skurða
Fréttir 23. júlí 2024

Upphreinsun skurða

Búnaðarfélag Austur-Landeyja hefur sent sveitarstjórn Rangárþings eystra erindi ...