Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Fréttir 11. janúar 2022

Mikill áhugi á námskeiði í úrbeiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikill áhugi fyrir þessu námskeiði,“ segir Hilmar Valur Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga, en auglýst námskeið í úrbeiningu sem haldið var í Matsmiðjunni á Laugum á dögunum bókaðist hratt.

Því var brugðið á það ráð að bæta við öðru sem einnig seldist upp á skömmum tíma. Þátttakendur koma af öllu starfssvæði Þekkingarnetsins, þeir sem eru lengst að komnir aka úr Þistilfirði til að sækja námskeiðið.

Jónas Þórólfsson fer yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Jónas Þórólfsson, kjötiðnaðarmaður, slátrari og bóndi á Syðri-Leikskálaá og Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmeistari, gæðastjóri hjá Kjarnafæði/Norðlenska.

Báðir hafa þeir starfað um árabil í kjötiðnaði og þekkja hann út og inn. Þeir reka saman hlutafélagið Frávik sem stendur fyrir margs konar námskeiðum á því sviði.

Rúnar Ingi Guðjónsson, annar af tveimur kennurum á námskeiðinu.
Hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína

Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki, farið yfir nýtingu, hreinlæti og pökkun og að því loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk, auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja afla sér þekkingar á vinnslu og frágangi afurða, m.a. þeim sem stefna á heimavinnslu afurða.

Þeir Jónas og Rúnar segja námskeiðshelgina hafa gengið vonum framar og þeir viti ekki betur en þátttakendur hafi farið virkilega glaðir heim. Vegna mikils áhuga stendur til að Þekkingarnet Þingeyinga efni til fleiri námskeiða síðar.

Skylt efni: kjötvinnsla | úrbeining

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...