Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Að námskeiði loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.
Fréttir 11. janúar 2022

Mikill áhugi á námskeiði í úrbeiningu

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

„Það er mikill áhugi fyrir þessu námskeiði,“ segir Hilmar Valur Gunnarsson, verkefnastjóri hjá Þekkingarneti Þingeyinga, en auglýst námskeið í úrbeiningu sem haldið var í Matsmiðjunni á Laugum á dögunum bókaðist hratt.

Því var brugðið á það ráð að bæta við öðru sem einnig seldist upp á skömmum tíma. Þátttakendur koma af öllu starfssvæði Þekkingarnetsins, þeir sem eru lengst að komnir aka úr Þistilfirði til að sækja námskeiðið.

Jónas Þórólfsson fer yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki.

Leiðbeinendur á námskeiðinu voru þeir Jónas Þórólfsson, kjötiðnaðarmaður, slátrari og bóndi á Syðri-Leikskálaá og Rúnar Ingi Guðjónsson, kjötiðnaðarmeistari, gæðastjóri hjá Kjarnafæði/Norðlenska.

Báðir hafa þeir starfað um árabil í kjötiðnaði og þekkja hann út og inn. Þeir reka saman hlutafélagið Frávik sem stendur fyrir margs konar námskeiðum á því sviði.

Rúnar Ingi Guðjónsson, annar af tveimur kennurum á námskeiðinu.
Hentar þeim sem vilja auka þekkingu sína

Á námskeiðinu var farið yfir helstu atriðin við sundurhlutun og vinnslu á lambaskrokki, farið yfir nýtingu, hreinlæti og pökkun og að því loknu eigi þátttakendur að hafa fengið góða innsýn í hvernig best fer á að vinna með og nýta skrokk, auk þess að ganga sem best frá kjöti til geymslu.

Námskeiðið hentar þeim sem vilja afla sér þekkingar á vinnslu og frágangi afurða, m.a. þeim sem stefna á heimavinnslu afurða.

Þeir Jónas og Rúnar segja námskeiðshelgina hafa gengið vonum framar og þeir viti ekki betur en þátttakendur hafi farið virkilega glaðir heim. Vegna mikils áhuga stendur til að Þekkingarnet Þingeyinga efni til fleiri námskeiða síðar.

Skylt efni: kjötvinnsla | úrbeining

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...