Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil ásókn er í verslunar- og þjónustulóðir, hesthúsalóðir og íbúðalóðir á Hellu. Nánari upplýsingar um lausar lóðir má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is.
Mikil ásókn er í verslunar- og þjónustulóðir, hesthúsalóðir og íbúðalóðir á Hellu. Nánari upplýsingar um lausar lóðir má nálgast á heimasíðu sveitarfélagsins, www.ry.is.
Mynd / Guðmundur Árnason
Fréttir 29. apríl 2022

Mikill áhugi á iðnaðar- og hesthúsalóðum á Hellu

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikill áhugi er á lausum lóðum á Hellu sem hafa verið auglýstar til umsóknar. Um er að ræða verslunar- og þjónustulóðir við Faxaflatir ásamt athafna- og iðnaðarlóðum við Sleipnisflatir.

Einnig hefur verið opnað fyrir umsóknir um lóðir í öðrum áfanga nýs hesthúsahverfis á Rangárbökkum.

Á síðasta ári var öllum lóðum í fyrri áfanga hverfisins úthlutað og styttist í að framkvæmdir hefjist þar.

„Það hefur líka verið mikill uppgangur í byggingu íbúðar­húsnæðis og eru sem stendur aðeins fjórar einbýlishúsalóðir og þrjár raðhúsalóðir lausar til úthlutunar á Hellu, en unnið er að undirbúningi fyrir næstu íbúðagötur í Ölduhverfi, auk þess sem deiliskipulag fyrir hið nýja Bjargshverfi vestan Ytri-Rangár er í vinnslu,“ segir Eiríkur Vilhelm Sigurðarson, markaðs- og kynningarfulltrúi Rangárþings ytra.

Skylt efni: Hella

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...