Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Jón Óskar Ísleifsson, starfsmaður hjá PBI, fór fimum höndum um rafmagnslokin.
Jón Óskar Ísleifsson, starfsmaður hjá PBI, fór fimum höndum um rafmagnslokin.
Mynd / MÞÞ
Fréttir 19. desember 2016

Mikil og vaxandi eftirspurn eftir búfjármerkjum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Það hefur verið stöðug aukning hjá okkur hin síðari ár,“ segir Rósa Björk Jósepsdóttirm verkstjóri hjá  Plastiðjunni Bjargi-Iðjulundi (PBI) á Akureyri. Fyrirtækið er hið eina hér á landi sem prentar merkingar á búfjármerki, en merkin sjálf, sem eru úr gæðaplasti, koma frá gamalgrónu fjölskyldufyrirtæki í Noregi, OS-ID, sem fremst þykir í flokki þeirra sem þessari framleiðslu sinna. 
 
Norska fyrirtækið á sér sögu allt aftur til ársins 1936 og gott samstarf verið við það alla tíð að sögn Rósu Bjarkar.
 
Prentað er á merkin hjá PBI á Akureyri, en auk þess að framleiða lambamerki eru einnig útbúin þar merki fyrir annað búfé, nautgripi og svín og ásetningsmerki í sauðfé.  Æ fleiri hafa svo séð kosti þessara merkja, grásleppukarlar merkja gjarnan net sín með þeim, félagar í Landsbjörg festa slík merki í galla sína sem og slökkviliðsmenn. Hægt er að prenta nöfn og símanúmer á merkin, þau eru úr efni sem kallast polyurethane sem hefur þann eiginleika að brotna ekki og endast þau því sérlega vel. Þá veðrast þau einnig vel og halda lit sínum árum saman.
 
Álagstími um sauðburðinn
 
PBI er ráðandi á markaði innanlands þegar að þessum merkjum kemur, hefur um 65% markaðshlutdeild í lambamerkjum og og nálega allan markað hvað önnur búfjármerki varðar.
 
Um það bil fjögur heil störf eru við framleiðsluna og er hún í gangi allan ársins hring. „Eftirspurnin er mikil og fer vaxandi, en við erum orðin nokkuð sjóuð í þessu og höldum dampi sama hvað á gengur,“ segir Rósa Björk og nefnir að helsti álagstíminn sé meðan á sauðburði stendur og í sláturtíð.
 
„Við vitum hvenær gusan kemur og erum vel undirbúin,“ segir hún. Gott samstarf er milli starfsmanna á PBI og bænda sem kaupa merkin og segir Rósa Björk að oft sé um margt að spjalla, þau heyri sögur af daglega lífinu í sveitinni og hafi gaman af. 
 

6 myndir:

Skylt efni: búfjármerki

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar
Fréttir 27. nóvember 2021

Vinstri grænir stýra ráðuneyti matvæla, sjávarútvegs og landbúnaðar

Samkvæmt heimildum Bændablaðsins mun þingmaður Vinstri grænna vera með ráðuneyti...

Bitbein um áburðarnotkun
Fréttir 26. nóvember 2021

Bitbein um áburðarnotkun

Lífrænir bændur í Danmörku geta nýtt sér húsdýraáburð frá ólífrænum búum í meira...

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega
Fréttir 26. nóvember 2021

Nær 36 milljónir íbúa ESB geta ekki kynt heimili sín sómasamlega

Í síðasta Bændablaði var greint frá því að samkvæmt könnun sem kynnt var af Euro...

Kolefnissporið kortlagt
Fréttir 26. nóvember 2021

Kolefnissporið kortlagt

Skútustaðahreppur hefur samið við nýsköpunarfyrirtækið Greenfo um að kortleggja ...

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki
Fréttir 25. nóvember 2021

Flestir bílaframleiðendur veðja á efnarafala fremur en rafhlöður í þung ökutæki

Vetnisvæðing, sem nú er rekin áfram af mikilli ákefð hjá öllum stærstu iðnríkjum...

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama
Fréttir 25. nóvember 2021

Rekstur vindorkugarða sagður brjóta á mannréttindum Sama

Norðmenn hafa upplifað spreng­ingu í uppsetningu vindorkustöðva á undanförnum ár...

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn
Fréttir 24. nóvember 2021

Rúlluplast í plastgrindur í göngu­stígum og bílaplönum slær í gegn

Fyrirtækið Ver lausnir í Garðabæ hefur verið að vinna að athyglisverðu verkefni ...

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts
Fréttir 24. nóvember 2021

Leiðbeiningar um hvernig hámarka megi gæði nautakjöts

Nýr upplýsingabæklingur hefur verið gefinn út undir merkjum Íslensks gæðanauts. ...