Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Mikil fjölgun ferðamanna
Fréttir 12. janúar 2015

Mikil fjölgun ferðamanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hótel Djúpavík verður 30 ára á næsta ári og miðað við pantanir verða ferðamenn sem heimsækja Árneshrepp aldrei fleiri en á næsta ári.

Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, segir allt gott að frétta úr hreppnum. „Síðasti hótelgesturinn fór í síðustu viku en annars hefur verið talsvert um gesti í allt haust og það sem af er vetri. Það hefur orðið mikil aukning ferðamanna í hreppinn undanfarin ár og miðað við pantanir verða þeir aldrei fleiri en á næsta ári.“

Ekki ákveðið með vetraropnun

Eva og Ási, sem reka Hótel Djúpavík, gáfu út í fyrra að þau ætluðu að sjá til hvort þau ætluðu að hafa hótelið áfram yfir vetrarmánuðina þegar þau væru búin að halda upp á 30 ára afmæli hótelsins.

„Afmælið er á næsta ári en ekkert ákveðið enn með opnunartíma hótelsins. Ég er oddviti hreppsins og verð hér að minnsta kosti út kjörtímabilið sem er þrjú ár til viðbótar.“

Að sögn Evu eru flestir vegir í hreppnum ófærir eins og er en hún gerir ráð fyrir að þeir verði opnaðir á næstu dögum.

„Það eru sex börn í skólanum og skólastarfið gengið vel í vetur. Hreppsnefndin mun á næstu dögum ljúka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og helstu kostnaðarliðir á henni er viðhald á húsnæði í eigu hreppsins.“

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...