Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikil fjölgun ferðamanna
Fréttir 12. janúar 2015

Mikil fjölgun ferðamanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hótel Djúpavík verður 30 ára á næsta ári og miðað við pantanir verða ferðamenn sem heimsækja Árneshrepp aldrei fleiri en á næsta ári.

Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, segir allt gott að frétta úr hreppnum. „Síðasti hótelgesturinn fór í síðustu viku en annars hefur verið talsvert um gesti í allt haust og það sem af er vetri. Það hefur orðið mikil aukning ferðamanna í hreppinn undanfarin ár og miðað við pantanir verða þeir aldrei fleiri en á næsta ári.“

Ekki ákveðið með vetraropnun

Eva og Ási, sem reka Hótel Djúpavík, gáfu út í fyrra að þau ætluðu að sjá til hvort þau ætluðu að hafa hótelið áfram yfir vetrarmánuðina þegar þau væru búin að halda upp á 30 ára afmæli hótelsins.

„Afmælið er á næsta ári en ekkert ákveðið enn með opnunartíma hótelsins. Ég er oddviti hreppsins og verð hér að minnsta kosti út kjörtímabilið sem er þrjú ár til viðbótar.“

Að sögn Evu eru flestir vegir í hreppnum ófærir eins og er en hún gerir ráð fyrir að þeir verði opnaðir á næstu dögum.

„Það eru sex börn í skólanum og skólastarfið gengið vel í vetur. Hreppsnefndin mun á næstu dögum ljúka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og helstu kostnaðarliðir á henni er viðhald á húsnæði í eigu hreppsins.“

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri
Fréttir 23. júní 2025

Upphækkuð matjurtabeð hafa slegið í gegn á Akureyri

Í gömlu ræktunarstöðinni við Krókeyri á Akureyri eru matjurtagarðar bæjarins þar...

Aukinn útflutningur á reiðhestum
Fréttir 23. júní 2025

Aukinn útflutningur á reiðhestum

Útflutningur á hrossum sveiflast nokkuð milli ára en samkvæmt gögnum Hagstofunna...

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi
Fréttir 20. júní 2025

Forvarnir gegn hófsperru verði hluti af ábyrgu hestahaldi

Hófsperra er kvalafullur sjúkdómur í hrossum sem sífellt er að verða algengari h...

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum
Fréttir 20. júní 2025

Eyjalín sópaði að sér verðlaunum á Skeifudeginum

Skeifudagurinn fór fram í blíðskaparveðri sumardaginn fyrsta á Hvanneyri þar sem...

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili
Fréttir 19. júní 2025

Lítill vöxtur í kjötframleiðslu á tólf mánaða tímabili

Samkvæmt nýlegum gögnum Hagstofu Íslands var heildarkjötframleiðsla nú í apríl á...

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða
Fréttir 19. júní 2025

Spornar gegn dvöl fólks á hættusvæðum ofanflóða

Næsta haust mun Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orkuog loftslagsráðherra, mæ...

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið
Fréttir 19. júní 2025

Pikkoló færir kaupmanninn aftur á hornið

Á fimm stöðum á höfuðborgarsvæðinu má sjá lítil viðarhús merkt Pikkoló sem er ís...

Einkunnamet slegin á vorsýningum
Fréttir 19. júní 2025

Einkunnamet slegin á vorsýningum

Glæsileg kynbótahross hafa hlotið háar einkunnir og eftirtekt fyrir framgöngu sí...