Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikil fjölgun ferðamanna
Fréttir 12. janúar 2015

Mikil fjölgun ferðamanna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hótel Djúpavík verður 30 ára á næsta ári og miðað við pantanir verða ferðamenn sem heimsækja Árneshrepp aldrei fleiri en á næsta ári.

Eva Sigurbjörnsdóttir, hótelstýra á Hótel Djúpavík og oddviti Árneshrepps, segir allt gott að frétta úr hreppnum. „Síðasti hótelgesturinn fór í síðustu viku en annars hefur verið talsvert um gesti í allt haust og það sem af er vetri. Það hefur orðið mikil aukning ferðamanna í hreppinn undanfarin ár og miðað við pantanir verða þeir aldrei fleiri en á næsta ári.“

Ekki ákveðið með vetraropnun

Eva og Ási, sem reka Hótel Djúpavík, gáfu út í fyrra að þau ætluðu að sjá til hvort þau ætluðu að hafa hótelið áfram yfir vetrarmánuðina þegar þau væru búin að halda upp á 30 ára afmæli hótelsins.

„Afmælið er á næsta ári en ekkert ákveðið enn með opnunartíma hótelsins. Ég er oddviti hreppsins og verð hér að minnsta kosti út kjörtímabilið sem er þrjú ár til viðbótar.“

Að sögn Evu eru flestir vegir í hreppnum ófærir eins og er en hún gerir ráð fyrir að þeir verði opnaðir á næstu dögum.

„Það eru sex börn í skólanum og skólastarfið gengið vel í vetur. Hreppsnefndin mun á næstu dögum ljúka við gerð fjárhagsáætlunar fyrir næsta ár og helstu kostnaðarliðir á henni er viðhald á húsnæði í eigu hreppsins.“

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...