Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla
Mynd / VH
Fréttir 13. maí 2015

Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla

Vegna frétta fjölmiðla í dag þess efnis að 200 tonn af innfluttu kjöti bíði tollafgreiðslu vilja Bændasamtökin koma því á framfæri að áætlað er að uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti sem ekki hefur farið á markað vegna verkfalls dýralækna verði í lok þessarar viku um 1.400 tonn.

Kjötið er geymt í frosti þar sem ekki hafa fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost. Magn innlends kjöts í frystigeymslum er því sjöfallt meira í tonnum talið en þess erlenda kjöts sem bíður tollafgreiðslu. Slík birgðasöfnun mun leiða til fjárhagslegs tjóns fyrir bændur löngu eftir að verkfalli lýkur.

Frá því að verkfall dýralækna hófst þann 20. apríl hafa innlendir alifuglabændur og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Fjárhagsstaða margra búa er því orðin verulega erfið sem hefur áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum, sem og að framleyta sér og fjölskyldum sínum. Ljúki verkfalli ekki brátt mun fjöldi búa standa frammi fyrir gjaldþroti.

Sjá einnig forsíðufrétt Bændablaðsins í dag:

Um 1.200 til 1.400 tonn af
svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Mesti fjöldi skráðra sæðinga
Fréttir 27. janúar 2026

Mesti fjöldi skráðra sæðinga

Metþátttaka var í sauðfjársæðingum nú í desember. Þann 9. janúar var búið að skr...

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður
Fréttir 27. janúar 2026

Kynbótamat byggs við íslenskar aðstæður

Anna Guðrún Þórðardóttir kynnti í haust frumniðurstöður úr doktorsverkefninu Erf...

Þari í sauðakjöt, krydd og kex
Fréttir 27. janúar 2026

Þari í sauðakjöt, krydd og kex

Nýtt frækex, unnið úr íslenskum þara, er komið á innlendan markað.

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats
Fréttir 27. janúar 2026

Ómarktæk vísindagrein um skaðleysi glýfosats

Í niðurstöðum vísindagreinar í tímaritinu Regulatory Toxicology and Pharmacology...

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum
Fréttir 27. janúar 2026

Kynntu sér lífgas- og áburðarver í Færeyjum

Sunnlenskir bændur heimsóttu á dögunum Förka, lífgas- og áburðarverið í Færeyjum...

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið
Fréttir 27. janúar 2026

Bjóða upp á mótorhjólaferðir um hálendið

Hjónin Eva Sæland frá Espiflöt í Bláskógabyggð og Óskar Sigurðsson frá Sigtúni í...

Orka án næringar
Fréttir 23. janúar 2026

Orka án næringar

Fæðan sem við borðum gæti orðið orkumeiri en næringarsnauð og jafnvel eitraðri v...

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...