Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla
Mynd / VH
Fréttir 13. maí 2015

Mikil birgðasöfnun vegna verkfalla

Vegna frétta fjölmiðla í dag þess efnis að 200 tonn af innfluttu kjöti bíði tollafgreiðslu vilja Bændasamtökin koma því á framfæri að áætlað er að uppsafnaðar birgðir af svínakjöti og alifuglakjöti sem ekki hefur farið á markað vegna verkfalls dýralækna verði í lok þessarar viku um 1.400 tonn.

Kjötið er geymt í frosti þar sem ekki hafa fengist undanþágur frá verkfalli til slátrunar nema með skilyrðum um að setja vörur á frost. Magn innlends kjöts í frystigeymslum er því sjöfallt meira í tonnum talið en þess erlenda kjöts sem bíður tollafgreiðslu. Slík birgðasöfnun mun leiða til fjárhagslegs tjóns fyrir bændur löngu eftir að verkfalli lýkur.

Frá því að verkfall dýralækna hófst þann 20. apríl hafa innlendir alifuglabændur og svínabændur ekki fengið tekjur af framleiðslu sinni. Fjárhagsstaða margra búa er því orðin verulega erfið sem hefur áhrif á möguleika þeirra til að kaupa fóður og aðföng til að sinna dýrunum, sem og að framleyta sér og fjölskyldum sínum. Ljúki verkfalli ekki brátt mun fjöldi búa standa frammi fyrir gjaldþroti.

Sjá einnig forsíðufrétt Bændablaðsins í dag:

Um 1.200 til 1.400 tonn af
svína- og kjúklingakjöti hafa safnast upp

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...

Úthlutun í fyrsta sinn
Fréttir 28. nóvember 2025

Úthlutun í fyrsta sinn

Fyrsta úthlutun úr frumkvæðissjóðnum Fjársjóði fjalla og fjarða fór fram á dögun...