Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Mikið álag á dreifikerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum
Mynd / Landsnet
Fréttir 16. ágúst 2021

Mikið álag á dreifikerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum

Höfundur: smh

Vatnhæð í Þórisvatni hefur aldrei mælst lægri að sumarlagi en nú í sumar. Í frétt á vef Landsnets kemur fram að slæm staða á nokkrum miðlunarlónum valdi gríðarlegu álagi á byggðalínuna sem er talin vera komin að þolmörkum.  

Ekki er talin hætta á raforkuskorti í vetur en staðan í Þórisvatni er sögð vera áminning um mikilvægi þess að geta flutt raforku milli landshluta hverju sinni.

Staðan á miðlunarlónum á Norður- og Austurlandi er hins vegar sögð vera ágæt.

Haft er eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að þörf sé á að endurnýja byggðalínuna sem sé orðin meira en 40 ára gömul. „Rekstur byggðalínunnar hefur verið þungur í sumar en orkuflutningar á milli landshluta þar sem lónstaðan er góð og þangað sem hún er verri hefur valdið því að flutningur hefur verið við öryggismörk í allt sumar,“ segir Guðmundur Ingi. „Við þessar aðstæður má lítið út af bregða til að raforkunotendur verði fyrir truflunum. Mikið álag eða fullnýting lína eykur flutningstöp og leiðir til að verri nýtingar virkjana. Þetta hefur í för með sér lakari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum auk þess sem kostnaður við orkukaup vegna flutningsins eykst verulega.“

Tvær stórar uppfærslur í vinnslu

„Sú staða sem nú er uppi sýnir hversu brýn uppbygging flutningskerfis raforku er, sérstaklega tenging landshlutanna. Við hjá Landsneti höfum lengi bent á nauðsynlega endurnýjun byggðalínunnar, sem nú er yfir 40 ára gömul, þannig að við getum mætt betur áskorunum framtíðarinnar vegna loftslagsbreytinga og rafvæðingar,“ segir Guðmundur Ingi enn fremur á vef Landsnets.

Landsnet vinnur nú að tveimur stórum áföngum að uppfærslu nýrrar kynslóðar byggðalínunnar; fyrri hlutinn er á milli Kröfluvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar, um Hólasand, til Akureyrar, en hinn hlutinn er tenging Blönduvirkjunar við Eyjafjarðarsvæðið og lína frá Hvalfirði yfir Holtavörðuheiði að Blönduvirkjun.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f