Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikið álag á dreifikerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum
Mynd / Landsnet
Fréttir 16. ágúst 2021

Mikið álag á dreifikerfi raforku vegna lágrar vatnsstöðu í miðlunarlónum

Höfundur: smh

Vatnhæð í Þórisvatni hefur aldrei mælst lægri að sumarlagi en nú í sumar. Í frétt á vef Landsnets kemur fram að slæm staða á nokkrum miðlunarlónum valdi gríðarlegu álagi á byggðalínuna sem er talin vera komin að þolmörkum.  

Ekki er talin hætta á raforkuskorti í vetur en staðan í Þórisvatni er sögð vera áminning um mikilvægi þess að geta flutt raforku milli landshluta hverju sinni.

Staðan á miðlunarlónum á Norður- og Austurlandi er hins vegar sögð vera ágæt.

Haft er eftir Guðmundi Inga Ásmundssyni, forstjóra Landsnets, að þörf sé á að endurnýja byggðalínuna sem sé orðin meira en 40 ára gömul. „Rekstur byggðalínunnar hefur verið þungur í sumar en orkuflutningar á milli landshluta þar sem lónstaðan er góð og þangað sem hún er verri hefur valdið því að flutningur hefur verið við öryggismörk í allt sumar,“ segir Guðmundur Ingi. „Við þessar aðstæður má lítið út af bregða til að raforkunotendur verði fyrir truflunum. Mikið álag eða fullnýting lína eykur flutningstöp og leiðir til að verri nýtingar virkjana. Þetta hefur í för með sér lakari árangur í umhverfis- og loftslagsmálum auk þess sem kostnaður við orkukaup vegna flutningsins eykst verulega.“

Tvær stórar uppfærslur í vinnslu

„Sú staða sem nú er uppi sýnir hversu brýn uppbygging flutningskerfis raforku er, sérstaklega tenging landshlutanna. Við hjá Landsneti höfum lengi bent á nauðsynlega endurnýjun byggðalínunnar, sem nú er yfir 40 ára gömul, þannig að við getum mætt betur áskorunum framtíðarinnar vegna loftslagsbreytinga og rafvæðingar,“ segir Guðmundur Ingi enn fremur á vef Landsnets.

Landsnet vinnur nú að tveimur stórum áföngum að uppfærslu nýrrar kynslóðar byggðalínunnar; fyrri hlutinn er á milli Kröfluvirkjunar og Fljótsdalsvirkjunar, um Hólasand, til Akureyrar, en hinn hlutinn er tenging Blönduvirkjunar við Eyjafjarðarsvæðið og lína frá Hvalfirði yfir Holtavörðuheiði að Blönduvirkjun.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...