Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 16. september 2019

Mikið af bleikju í Flókadalsá í Fljótum

Höfundur: Gunnar Bender
„Þetta var meiri háttar gaman, bleikjan tekur fluguna grimmt hérna í Flókadalnum,“ sagði María Gunnarsdóttir, sem setti í hverja bleikjuna á fætur annarri fyrir skömmu. 
 
Flestar bleikjurnar tóku fluguna „Krókinn“, sem Gylfi heitinn Kristjánsson hannaði,  en hann hnýtti margar góðar silungaflugur sem hafa gefið vel.
 
María Gunnarsdóttir með flottar bleikjur úr Efri-Flókadalsá. Mynd / G.Bender
 
Þarna veiddi María, sem ekki hafði veitt mikið á flugu, um 20 silunga en sleppti þeim flestum aftur í ána. Enda bleikjan fiskur sem þarf að fara varlega með. Það er ekki það mikið af henni í veiðiánum og henni fer fækkandi með hverju árinu.
 
Besta dæmið er fækkun bleikj­unnar í Hvítá í Borgarfirði þar sem veiddust um 4.000 þegar best lét, en núna veiðast aðeins örfáar. Það er af sem áður var. 
 
Við erum í Fljótunum og þar er hellingur af bleikju, hylur 7 telur líklega um 150 bleikjur og þær taka grimmt fluguna.
 
María losar úr bleikju og sleppir henni aftur, hún hefur allt í einu fengið áhuga á öðru. Gæsahópur kemur og flýgur rétt hjá. Henni finnst skotveiði líka skemmtileg eins og veiðin, það er veiði á ýmsum stigum hérna í Flókadalnum. Hér er ýmislegt í boði fyrir veiði­menn en núna er maður bara að veiða bleikjuna. Veiðisvæðið er skemmtilegt þarna, fiskurinn er fyrir hendi og veiðimenn una hag sínum á bökkum árinnar. 
 
En það er farið að hausta, bleikjan verður tregari með hverjum deginum en það getur líka verið  skemmtilegt að reyna fleiri flugur og smærri. Flóka­dalurinn hefur ýmislegt að geyma. 
 
Flókadalsá
 
Efri-Flókadalsá í Fljótum hefur verið að gefa feiknavel í sumar og núna eru komnar 1.400 bleikjur. Við vorum á bakkanum fyrir skömmu og köstuðum fyrir bleikjuna þar. Þetta frábæra sjóbleikjusvæði er 3ja stanga svæði og hefur veiðin þar síðastliðin ár verið mjög góð. 
 
Sjóbleikja veiðist nær eingöngu á svæðinu, þó svo að lax og urriði slæðist líka upp á vatnasvæðið. Svæðið nær frá Flókadalsvatni og fram að afréttargirðingu, en umhverfi hennar þykir friðsælt og er áin nokkuð vatnsmikil. 
 
Kvóti er 8 bleikjur á vakt á hverja stöng, en urriði er fyrir utan kvótann. Mesta veiði á öllu vatnasvæðinu var 2004 en þá veiddust 2.874 bleikjur. 
 
Síðastliðin ár hefur veiðin verið ágæt á þær 3 stangir sem veiða í efri ánni og hefur meðalveiðin verið í kringum 550 bleikjur á því svæði.
Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi
Fréttir 11. nóvember 2025

Þjónustumiðstöð byggð á Blönduósi

Á dögunum voru kynnt áform um opnun þjónustumiðstöðvar, sem Drangar ehf. ætla að...

Nýr verslunarstjóri í Hrísey
Fréttir 11. nóvember 2025

Nýr verslunarstjóri í Hrísey

Ásrún Ýr Gestsdóttir tók í haust við sem verslunarstjóri Hríseyjarbúðarinnar. He...

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings
Fréttir 11. nóvember 2025

Kosið um sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings

Dalabyggð og Húnaþing vestra eru nú á fullu í sameiningarviðræðum en ákveðið hef...

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi
Fréttir 10. nóvember 2025

Lítil ummerki varnarefna í lofti yfir Íslandi

Veðurstofan hefur vaktað ýmis efni í úrkomu og lofti á Stórhöfða í Vestmannaeyju...

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt
Fréttir 10. nóvember 2025

Hörð andstaða gegn breytingum í samkeppnisátt

Umsagnarferli um umdeild frumvarpsdrög þar sem breyta á búvörulögum, lauk 24. ok...

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...