Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Káraknjúkur, Káraknjúkastífla og Hálslón.
Káraknjúkur, Káraknjúkastífla og Hálslón.
Fréttir 18. janúar 2021

Miðlanir standa vel þrátt fyrir lítið innrennsli

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Þrátt fyrir litla úrkomu og kulda­tíð á hálendinu stendur orku­kerfi Landsvirkjunar vel og er ekki útlit fyrir takmarkanir á raforkuafhendingu á yfir­standandi vetri.

Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun hefur innrennsli í miðlunarlón verið í minna lagi í haust og engir vetrarblotar náð inn á hálendið það sem af er vetri. Öll miðlunarlón voru full fram yfir miðjan október, en frá þeim tíma hefur niðurdráttur verið samfelldur.

Hálslón 28. júní 2019. Myndin var tekin úr gervihnetti. Hægra megin á myndinni gnæfir Snæfell í 1.833 metra hæð yfir sjávarmáli.

Vegna þessa er heildarstaða miðlana um áramót ívið lakari en í fyrra. Innrennsli á Þjórsársvæði og í Hálslón hefur verið með allra minnsta móti. Á móti kemur að orkusala hefur verið undir væntingum þannig að miðlunarstaðan nú um áramót er vel þolanleg. Aðeins rennur á yfirfalli þegar lónið er í hæstu stöðu sem er yfirleitt á tímabilinu ágúst til október. Hvort og hvenær rennur um yfirfallið og hversu mikið er þó verulega háð árferði sem er mjög breytilegt milli ára. Á síðasta ári var rennsli um yfirfall frá 22. ágúst til 17. september. Þess utan rann ekkert um yfirfallið. Mest var rennslið um yfirfall þann 2. september, eða 174,26 rúmmetrar á sekúndu, en féll svo hratt niður í 0,41 m3/s þann 17. september. Hægt er að fylgjast með vatnshæð lóna daglega á vöktunarsíðu vefs Landsvirkjunar: www.landsvirkjun.is/rannsoknirogthroun/voktun.

Þegar lág vatnsstaða er í Hálslóni þorna set sem getur verið rokgjarnt þegar hvessir. Er slíkt fok vel vaktað. Sem dæmi var lítils háttar fok í 153,35 klukkustundir á árinu 2019. Töluvert uppfok var í 19,75 klukkutíma og mikið uppfok var samtals í 4,6 klukkustundir.
Hálslón er stærsta manngerða uppistöðulón á Íslandi, eða 57 ferkílómetrar. Það er 25 km að lengd og allt að 2 km á breidd. Nýtanlegt vatnsmagn fyrir rekstur virkjunarinnar er 2.100 gígalítrar (2,1 teralítrar eða 2,1 rúmkílómetrar) og renna úr því 107 m3 á sekúndu niður í stöðvarhús virkjunarinnar í Teigsbjargi, þaðan sem vatninu er beint í Jökulsá í Fljótsdal sem aftur rennur í Lagarfljót.

Þórisvatn er reyndar líka nýtt sem miðlunarlón fyrir virkjanir á Þjórsár- og Tungnársvæðinu og er um 70 km2 frá náttúrunnar hendi. Það getur hins vegar orðið allt að 86 km2 vegna áhrifa af stíflumannvirkjum og verður þá stærra en Þingvallavatn sem er stærsta stöðuvatn a Íslandi, eða 84 km2. Þingvallavatn væri reyndar aðeins minna ef þar væru engin stíflumannvirki vegna Sogsvirkjunar. 

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda
Fréttir 4. desember 2025

Breytingar á erfðafjárskatti dýr erfingjum bænda

Frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á ýmsum lögum um skatta, gjöld o.fl. felu...