Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Bandarískir svínakjötsútflytjendur eru kampakátir yfir góðu gengi á síðasta ári.
Bandarískir svínakjötsútflytjendur eru kampakátir yfir góðu gengi á síðasta ári.
Fréttir 3. mars 2020

Metútflutningur var á svínakjöti frá Bandaríkjunum á árinu 2019

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Metútflutningur var á svína­kjöti frá Bandaríkjunum á síðasta ári samkvæmt tölum Kjöt­útflutningssambands Banda­ríkjanna (US Meat Export Ferer­ation - USMEF). Það á bæði við um verð fyrir afurðirnar og magn svínakjöts. 
 
Samkvæmt tölum USMEF var flutt út svínakjöt fyrir 6,95 milljarða dollara, sem er 9% aukning á milli ára. Þá jókst útflutningurinn í tonnum talið um 10% og voru flutt út 2,67 milljónir tonna af svínakjöti á árinu 2019.
 
Aukningin á útflutningi til Hong Kong var 89%
 
Greint var frá þessu á vefsíðu Global Meat í síðustu viku. Þar kemur fram að aukningin í framleiðslu og útflutningi á svínakjöti megi rekja til stóraukinnar eftirspurnar frá Asíu. Eins og kunnugt er hafa Kínverjar, sem eru stærstu framleiðendur heims á svínakjöti, verið í miklum vanda vegna afrísku svínapestarinnar. Þar hefur verið skorin niður framleiðsla sem nemur milljónum tonna. Samkvæmt tölum USMEF jókst útflutningurinn á svínakjöti frá Bandaríkjunum til Hong Kong um 89% á milli ára og verðmæti útflutningsins jukust um 71%. 
 
Miklar væntingar um þíðu í tollastríðinu
 
Dan Halstrom, forstjóri USMEF, segir að þrátt fyrir viðskiptahindranir milli Bandaríkjanna og Kína og tollastríð, þá hafi viðskiptin við Hong Kong verið ótrúleg. Reiknar hann með að svínakjötsútflutningurinn haldi áfram að aukast á árinu 2020, sér í lagi ef þíða myndist í samskiptum landanna í áframhaldandi viðræðum um tollamál. Hann segir þó að útbreiðsla kórónaveirunnar, sem nú er nefnd „COVID-19“. valdi mönnum áhyggjum. Það hafi þó ekki slegið á áhuga manna í Bandaríkjunum á að sinna vaxandi tækifærum í útflutningi á rauðu kjöti inn á Kínamarkað.  
 
Líka aukning á Ameríkumarkaði
 
Aðrir markaðir fyrir bandarískt svínakjöt hafa líka verið að vaxa. Þar má nefna Mexíkó, þangað sem útflutningur óx um 10% í magni og 46% að verðmætum.  Þá hafi útflutningur til Suður-Ameríku aukist um 12% að magni til og um 16% hvað verðmæti áhrærir. Eins hafi verið flutt út 4% meira af svínakjöti  til Kanada í fyrra og þar var verðmætaaukning viðskipt­anna 5%. 
 
Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands
Fréttir 18. maí 2022

Tillögur matvælaráðherra til fæðuöryggis Íslands

Í gær lagði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra fram tillögur fyrir ríkisstjór...

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum
Fréttir 18. maí 2022

Auglýsing um tollkvóta vegna innflutnings á blómum

Umsóknar- og tilboðsferli vegna úthlutunar tollkvótans fer fram með rafrænum hæt...

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040
Fréttir 18. maí 2022

Eftirspurnin eftir liþíum talin vaxa um 4.000% til 2040

Ört vaxandi verð á liþíum, sem notað er m.a. í bíla- og tölvu­rafhlöður, er fari...

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey
Fréttir 17. maí 2022

Miðaldaminjar fundnar í Grímsey

Nú er unnið að undirbúningi kirkjubyggingar í Grímsey en smíði hennar mun hefjas...

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju
Fréttir 17. maí 2022

Fjórtán ára meðhjálpari í Saurbæjarkirkju

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er yngsti meðhjálpari landsins því hann er aðeins 14 á...

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar
Fréttir 17. maí 2022

Uppbygging hringrásarhagkerfis Mývatnssveitar

Fyrir nokkru var undirrituð samstarfsyfirlýsing á milli Skútu­staða­hrepps og Pl...

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla
Fréttir 16. maí 2022

Nesbú með nýtt lífrænt hænsnahús í Flóanum fyrir 18 þúsund fugla

Nesbú á Vatnsleysuströnd er þessa dagana að taka í notkun nýtt og glæsilegt lífr...

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur
Fréttir 16. maí 2022

Kolvetnasnauðu Queen Anne kartöflurnar fá góðar viðtökur

Nýverið kom á markað kartaflan Queen Anne frá Þórustaða Kartöflum sem hefur mun ...